Forsíða > Frístund

Frístundaskóli Njarðvíkurskóla

Umsjónarmaður: Særós Pálsdóttir.
Sími: 864 6788, 420 3000 (skólaritari)


Frístundaskólinn, yngri deild er fyrir nemendur í 1.- 4. bekk og starfar frá kl. 13:20-16:00 á starfstíma skóla. Boðið er upp á síðdegishressingu alla daga. Frístundaskólinn starfar ekki í jóla- og páskafríum nemenda né á starfsdögum skóla og vetrarfríi. 

Starfsmenn auk umsjónarmanns eru Guðbjörg Benjamínsdóttir og Jana Kharatian.

Frístundaskólinn yngri nemenda er lokaður á skólasetningardegi, skólaslitadegi, á árshátíðardegi sem og jólahátíðardegi.  Mikilvægt er að börn séu sótt kl. 16:00.  Skólareglur hvers skóla gilda einnig í frístundaskólanum. Í frístund er mest byggt á frjálsum leik og útiveru.  Skipulag fyrir hvern dag er eftirfarandi (þó með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar).

  • Á mánudögum eru nemendur að vinna í hópum.  Einn hópur er á sal þar sem þau teikna, lita, kubba og spila á meðan annar hópur fer á bókasafnið.  Eftir hressingu fara drengir í tölvu í tölvuveri og stúlkur fara út í Björk að leika.
  • Á þriðjudögum fara allir upp á sal þar sem þau lita og spila fram að hressingu.  Eftir það fara allir út í Björk og ef veður er gott þá er farið út að leika.  Ef það er ekki útiveður þá er í boði að lita, teikna, perla, kubba eða leika við annað dót sem er í frístund.
  • Á miðvikudögum er fara allir á bókasafnið og nemendur í liðveislu lesa fyrir nemendur sem og leyfa þeim að lesa fyrir sig.  Eftir hressingu er farið út í Björk þar sem það er bæði í boði að fara út að leika eða leika inni með það dót sem er til í frístund.
  • Á fimmtudögum farið upp í sal að teikna, lita eða spila fram að hressingu.  Eftir hressingu fara drengirnir út í Björk á meðan stúlkurnar fara í tölvur í tölvuveri.
  • Á föstudögum er farið út í Björk þar sem við eigum rólega stund.  Eftir hressingu höfum við það kósý þar sem við horfum á mynd og/eða leikum okkur í rólegheitum.  Eftir myndina er farið út að leika ef veður leyfir, annars erum við inni að leika.

ÖSPIN NJARÐVÍKURSKÓLA - Frístund fyrir fatlaða nemendur

Frístund í Öspinni er dagvistun fyrir nemendur Njarðvíkurskóla til 16 ára aldurs með fatlanir og er rekið sem sérúrræði þegar almennum úrræðum verður ekki komið við.  Umsjón með dagvistuninni hefur Sæunn Guðjónsdóttir.
 
Markmið þjónustunnar er að vinna að því að gera börnin að sem virkustum þátttakendum í samfélaginu, veita þeim öruggt athvarf og bjóða upp á skipulagðar tómstundir og þjálfun við hæfi hvers og eins. Yfirmarkmið þjónustunnar er að styðja hinn fatlaða til ábyrgðarfullar ákvarðana, fagleg vinnubrögð og vera í samstarfi með fullri virðingu fyrir einstaklingnum, aðstandendum hans og öðru starfsfólki.
 
Lögð er áhersla á stöðugt endurmat og reglulega er farið yfir skipulagið til að koma í veg fyrir stöðnun og til að leggja áherslu á áframhaldandi þróun á einstaklingsmiðaðari gæðaþjónustu. Í Öspinni er skipulagt og myndrænt umhverfi og boðskiptatöflur notaðar með þeim einstaklingum sem þess þurfa.
 
Frístund hefst í lok skóladags kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00 alla virka daga. Opið er á starfsdögum Njarðvíkurskóla frá 8:15 til 16:00. 

Starfsmenn eru: Sigurlaug Ingvarsdóttir, Magnea Ósk Jónsdóttir, Bára Andersen og Ásdís Þorvaldsdóttir.

Fylla þarf út umsóknareyðublað fyrir dvöl í frístundaskólanum þar sem fram koma upplýsingar um íþrótta- eða tómstundastarf sem nemendur taka þátt í á starfstíma frístundaskólans.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vist í frístundaskólanum með tveggja vikna fyrirvara. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólritara fyrir kl. 13 þá daga sem nemendur koma ekki í frístundaskólann.

Kostnaður og innheimta
Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaskólann. Kostnaður foreldra er 16.480 krónur á mánuði (skv. gjaldskrá Reykjanesbæjar frá 1. janúar 2017) miðað við fullt gjald með síðdegishressingu.  Óski foreldri eftir að greiða tímagjald þá er það 365 kr. á tímann og síðdegishressing kostar 125 kr (frá 1. janúar 2017).