Fréttir & tilkynningar

19.08.2025

Skólasetning Njarðvíkurskóla

Skólasetning Njarðvíkurskóla fer fram mánudaginn 25. ágúst. Nemendur mæta ásamt forráðamönnum í heimastofur þar sem umsjónarkennarar verða með skólakynningu. Á skólakynningum verður farið yfir ýmist atriði sem tengist skólastarfi í Njarðvíkurskóla og yfir helstu áherslur í hverjum og einum árgangi. Að kynningum loknum verða nemendur áfram í skólanum með umsjónarkennurum (sjá tímasetningar hér að neðan). Þar verður lögð áhersla á hópefli, tengslamyndun og að styrkja sambönd nemenda við umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Nemendur í 1.-7. bekk eru hvattir til að taka með sér nesti. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp verða opin frá 10:35 til kl. 16:15 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu hjá öllum nemendum þriðjudaginn 26. ágúst kl. 8:15. Tímasetningar á skólasetningu: Nemendur í 1.-4. bekk mæta kl. 8:15 og verða í skólanum til kl. 10:35. Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 8:55 og verða í skólanum til kl. 11:15. Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 9:55 og verða í skólanum til kl. 12:00. Nemendur í Ösp mæta á mismunandi tímasetningum eftir samtal við forráðamenn. Nemendur í Björk mæta á mismunandi tímasetningum eftir samtal við forráðamenn.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla