Stuðningsteymi

Í Njarðvíkurskóla er starfandi stuðningsteymi sem hluti af stoðþjónustu skólans og PBS skólafærni. Í stuðningsteymi skólans eru náms- og starfsráðgjafi, verkefnastjórar námsvers og ÍSAT kennslu, þroskaþjálfi, deildastjórar yngra og eldra stigs og aðstoðarskólastjóri.  

Hlutverk 
Stuðningsteymi er jafningjastuðningur til kennara og hlutverk þess er að veita ráðgjöf vegna hegðunar-, samskipta- og/eða námserfiðleika einstaklinga eða hópa. Teymið styður kennara með því að fara yfir verkefnið, kortleggja vandann og koma með tillögur að lausn. Kennarinn velur síðan úr tillögunum þá lausn sem honum líst best á að reyna.

Markmið 
- Að meta þarfir nemanda út frá upplýsingum og kortlagningu
- Að veita kennurum stuðning og leita viðeigandi lausna vegna nemanda 
- Að virkja verkfæri innan PBS kerfisins 
- Að stuðla að aukinni samvinnu innan veggja skólans varðandi nemendur

Vinnulag 
Starfsmenn og/eða forráðamenn geta óskað eftir aðkomu stuðningsteymis. Beiðninni er skilað inn til fulltrúa í stuðningsteyminu og í framhaldi er málið rætt og næstu skref metin í teyminu. Stuðningsteymið vinnur náið með PBS teymi skólans og nemendaverndarráði að lausnum. Þeim málum sem ekki hefur tekist að leysa með aðstoð stuðningsteymis er vísað til nemendaverndarráðs.