Árshátíð Njarðvíkurskóla 2024

Árshátíð Njarðvíkurskóla
Árshátíð Njarðvíkurskóla

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin fimmtudaginn 21. mars 2024. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag og frístundaheimilin eru lokuð. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér í stúku og húsið opnar fyrir gesti kl. 11:30. Einhverjir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn og mæta því samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara.

Skemmtidagskrá hefst kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang á gólfi en gestir þeirra fá sæti í stúku. Það er því mikilvægt að bekkurinn geti farið saman úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru börn í umsjá forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin. Nemendur skólans koma ekki með síma á árshátíðina því myndataka frá nemendum er ekki leyfð.

Sú hefð hefur skapast að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í ár verður boðið upp á skúffuköku og öl/kaffi.

Við vonumst til að eiga skemmtilegan dag og minnum nemendur á að mæta stundvíslega og snyrtilega klædd.