Njarðvíkurskóli verður barnasáttmálinn

Nemendur í 10. bekk
Nemendur í 10. bekk

Dagana 16.-18. apríl sl. voru þemadagar í Njarðvíkurskóla og var þemað, Njarðvíkurskóli verður barnasáttmálinn. Hver árgangur skólans fékk úthlutað tvær til þrjár greinar Barnasáttmálans sem þeir unnu svo með og úfærðu hver á sinn hátt út frá efni þemans. Yngri nemendur unnu líka út frá barnasáttmálanum á barnvænu máli, þ.e. einfaldara máli svo börn eigi auðveldar með að skilja og átta sig á hvað þetta þýðir.

Öll mannréttindi barna eru jafn mikilvæg og þau tengjast. Mikilvægt er að þekkja réttindi sín vel og þekkja líka réttindi annarra barna.

Nemendur buðu forráðamönnum og öðrum gestum á sýningu 18. apríl til að sjá afrakstur á vinnu þeirra frá þemadögum.