Fréttir

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans mánudaginn 5. júní hjá nemendum í 10. bekk og hjá nemendum í 1.-9. bekk þriðjudaginn 6. júní. Skólaslit hjá 1.-9. bekk var skipt upp í fjóra hluta: 1 og 2. bekkur, 3. og 4. bekkur 5. og 6. bekkur og 7.-9. bekkur. Skólaslitin byrjuðu á sal þar sem Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foráðamenn og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 81. starfsár skólans. Að þessu loknu fóru nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur og fengu afhentan vitnisburð sinn. 10. bekkur Á skólaslitunum hjá 10. bekk spiluðu þær Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir nemendur úr 10. bekk Abba lagið, Thank you for the music. Á skólaslitunum í 10. bekk voru fjölmargar viðurkenningar veittar til einstaka nemenda og nemendahópa.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gáfu verðlaunin og kann Njarðvíkurskóli við þeim bestu þakkir fyrir. - Íslenska: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir - Stærðfræði (bæði á grunn- og framhaldsskólastigi): Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir - Enska: Kristín Arna Gunnarsdóttir - Danska: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir - Samfélagsfræði: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir - Náttúrufræði: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir - Íþróttir: Íris Björk Davíðsdóttir - Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Íris Björk Davíðsdóttir -Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Heimir Gamalíel Helgason Valgreinar: - Myndlist: Sofia Lee M. Oldfather Perez - Umhverfisverðlaun: Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir - Félagsstörf: Íris Björk Davíðsdóttir - Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Embla Sól Sverrisdóttir. Heiðrún Edda Davíðsdóttir og Helena Líf Elvarsdóttir Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í 10. bekk: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningar fyrir almennt góðan námsárangur til nemenda sem fengu ekki aðrar viðurkenningar en voru ávallt við það að vera með hæstu einkunn í bóklegum greinum: Hekla Sif Ingvadóttir, Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir, Embla Sól Sverrisdóttir og Yasmin Petra Younesdóttir Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir framfarir í námi: Styrmir Marteinn Arngrímsson. Njarðvíkurskóli veitti nemendum úr Ösp viðurkenningu fyrir góðan árangur námi: Alex Natthagorn Sinpru, Lilja Líf Aradóttir, Snorri Fannar Ómarsson. Njarðvíkurskóli veitti nemanda í Björk viðurkenningu við útskrift: Pétur Garðar Eysteinsson. Á skólaslitum 10. bekkjar hélt Íris Björk Davíðsdóttir formaður nemendaráðs ræðu fyrir hönd útskriftarnema. Jóhann Gunnar Sigmarsson og Hulda Hauksdóttir umsjónakennarar 10. bekkjar héldu einnig ræðu. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf.  Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, forráðamenn, gesti og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 81. starfsár skólans.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla 2023

Mánudaginn 5. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á að nemendur, starfsmenn og gestir fóru í skrúðgöngu. Að skrúðgöngu lokinni þá dreifðu allir sér um skólalóðina þar sem fjölbreyttar stöðvar með leikjum fyrir nemendur voru í boði. Nemendum í 5.-7. bekk stóð til boða að fara í sápubolta sem er mjög vinsælt hjá þeim. Foreldrafélag Njarðvíkurskóla bauð upp á danssýningu með Disneyþema/syrpu frá DansKompaní með bæði nýjum og gömlum Disney karakterum sem allir þekkja og var sýning frábær. Eftir danssýninguna þá tók við Litahlaup Njarðvíkurskóla sem allir bíða eftir með eftirvæntingu hvort sem nemendur eða starfsmenn hlaupa eða dreifa dufti. Vorhátíðinni lauk svo á pylsuveislu og voru það fulltrúar frá foreldrafélagi skólans sem komu og aðstoðuðu við að afgreiða pylsur og drykki. Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að vorhátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.
Lesa meira

Frosti Kjartan nýr formaður og Ragna Talía varaformaður

Nú í vor var Frosti Kjartan Rúnarsson kjörinn formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Ragna Talía Magnúsdóttir varaformaður. Njarðvíkurskóli óskar þeim innilega til hamingju! Það eru fjölbreytt og spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður haldin mánudaginn 5. júní frá kl. 9:00-12:00 en nemendur mæta í skólann kl. 8:45. Vorhátíðin hefst með skrúðgöngu eins og undanfarin ár en að henni lokinni býðst nemendum og gestum ýmis konar afþreying á skólalóð og í skrúðgarði t.d. andlitsmálning, leikir á skólalóð, sápubolti, litahlaup og verður DansKompaní með Disney-syrpu. Í lok vorhátíðar er pylsuveisla fyrir nemendur sem foreldrafélag Njarðvíkurskóla sér um.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit hjá nemendum í Njarðvíkurskóla verða við hátíðlega athöfn á sal skólans á eftirfarandi tímasetningum: Mánudaginn 5. júní 10. bekkur kl. 14:30 Þriðjudaginn 6. júní 1.-2. bekkur kl. 8:30 3.-4. bekkur kl. 9:15 5.-6. bekkur kl. 10:00 7.-9. bekkur kl. 10:45 Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og forráðamenn með sínum börnum. Eftir skólaslit eru nemendur komnir í sumarfrí.
Lesa meira

Kappleikir milli nemenda og starfsmanna

Árlegir kappleikir milli nemenda í 10. bekk og starfsmanna fóru fram í íþróttahúsinu í dag. Karlkyns starfsmenn unnu í fótbolta og kvenkyns starfsmenn í körfubolta.
Lesa meira

Vegna fyrirhugaðs verkfalls STFS

Skólastarf í Njarðvíkurskóla ef til verkfalls starfsfólks í STFS kemur dagana 23., 24. og 25. maí Boðað verkfall starfsfólks STFS mun hafa mikil áhrif á skólastarf þá daga sem það stendur yfir. Í fyrstu er búið að boða til verkfalls dagana 23. maí til kl. 12.00, 24. maí allan daginn og 25. maí til kl. 12.00. Starfsmannahópurinn sem þetta varðar eru umsjónarmaður fasteignar, skrifstofustjóri, stuðningsfulltrúar, starfsmenn skóla og starfsmenn í frístund. Þetta hefur í för með sér mjög skerta starfsemi á skrifstofu skólans þessa daga og ekki verður svarað í síma. Störf sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla sinna falla niður s.s. gæsla frá 8:00-8:15, stuðningur inni í bekk, gæsla í frímínútum, aðstoð í hádegi, gæsla í hádegi og frístundaskólinn verður lokaður 24. maí. Við vonum að foreldrar sýni þessum aðgerðum og skertu skólastarfi skilning en við höfum leitað allra leiða til að hafa sem mest skólastarf þessa daga. Á sama tíma leggjum við okkur fram um að virða þær leikreglur sem gilda þegar til verkfalls kemur og göngum ekki í störf fólks sem berst fyrir bættum kjörum enda er það lögbrot. Ef til verkfalls kemur þessa daga verður kennsla í Njarðvíkurskóla með eftirfarandi hætti: Þriðjudagurinn 23. maí - verkfall boðað kl. 8.00-12.00 - Skólinn opnar kl. 8.15. - 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Nemendur fara heim 9:35 og mæta aftur í skólann kl. 12:00. Nemendur taka hádegismat heima. Frístundaheimilið opið frá kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir. - 9. bekkur: Kennsla kl. 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12:00 og í kennslu kl. 12:40 samkv. stundaskrá. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12:40. - 7.-8. bekkur: Kennsla frá 8:15-9:35. Nemendur geta farið heim í kaffitímanum og koma aftur í kennslu kl. 9:55 -12:00. Matartími 12:00 - 12:40 og svo kennsla samkv. stundaskrá frá 12:40. - 10. bekkurinn í vorferðalagi. - Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa. - Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00. Miðvikudagur 24. maí-verkfall boðað kl. 8:00 -16:00 - Skólinn opnar kl. 8.15. - 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og frístundaheimili lokað. - 8. bekkur: Kennsla kl. 8.15 -9:35. - 7.og 9. bekkur: Kennsla frá 8:15-9:35. Nemendur geta farið heim í kaffitímanum og koma aftur í kennslu kl. 9:55 -12:00. Nemendur fara heim í matartíma 12:00-12:40 og mæta aftur í kennslu kl. 12:40 samkvæmt stundaskrá. - 10. bekkurinn í vorferðalagi. - Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa. - Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður allan daginn. Fimmtudagur 25. maí-verkfall boðað kl. 8:00-12:00 - Skólinn opnar kl. 8:15. - 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Nemendur fara heim 9:35 og mæta aftur í skólann kl. 12:00. Nemendur taka hádegismat heima. Frístundaheimilið opið frá kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir. - 7. bekkur: Kennsla kl. 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12.00 og í kennslu kl. 12.40 samkv. stundaskrá. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12.40. - 8.-9 bekkur: Kennsla frá 9:55-12:00. Matartími 12:00 - 12:40 og svo kennsla samkv. stundaskrá frá 12:40. - 10. bekkurinn í vorferðalagi. - Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa. - Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00. Sérdeildin Ösp - Nemendum skipt upp í þrjá hópa og hver hópur mætir 1x verkfallsdagana frá kl. 8:15-9:35. - Þriðjudag og fimmtudag mæta nemendur aftur í skólann kl. 12:00 og frístundaheimili eftir kennslu til kl. 16:15. - Kristín Blöndal deildarstjóri verður í sambandi við foreldra nemenda upp á skipulagið í deildinni þessa daga. Sérdeildin Björk - Eðlilegt skólastarf alla dagana.
Lesa meira

Íþróttadagur í Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla föstudaginn 19. maí en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 9.MRF sem unnu bikarinn góða. 10. bekkur endaði í 2. sæti og 9.HB í 3. sæti. Myndasafn fylgir fréttinni.
Lesa meira

Íþróttadagur 19. maí

Samkvæmt skóladagatali Njarðvíkurskóla er íþróttadagur föstudaginn 19. maí. Íþróttadagur er uppbrotsdagur og þá fellur hefðbundið skólastarf niður en í stað þess eru nemendur með bekkjunum sínum og keppa í ýmsum þrautum. Kennsla er frá 8:15-13:20 þennan dag hjá öllum nemendum. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og Ösp hefjast kl. 13:20 hjá þeim nemendum sem eru skráðir þar. Nemendur í hverjum og einum bekk eru hvattir til að mæta í fatnaði í ákveðnum lit til að setja skemmtilegan brag á daginn. Litir bekkja í ár eru: 1.bekkur - Gulur 2.bekkur - Rauður 3.bekkur - Grænn 4.bekkur - Blár 5.bekkur - Bleikur 6.BT - Gulur 6.EBG - Rauður 6.IBÓ - Grænn 7.AÁ - Blár 7.HH - Svartur 8.TG - Hvítur 8.ÞBI - Fjólublár 9.HB - Grár 9.MRF - Bleikur 10.bekkur - Appelsínugulur
Lesa meira

Skertur nemendadagur 17. maí

Samkvæmt skóladagatali Njarðvíkurskóla er skertur nemendadagur á morgun miðvikudaginn 17. maí. Nemendur í 1.-5. bekk eru í skólanum frá kl. 8:15-10:35 og tekur frístundaheimilið þá við til 16:15 fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir. Nemendur í 6.-10. bekk eru í skólanum frá kl. 9:30-11:20. Minnum á lokapróf samkvæmt próftöflu hjá nemendum í 8.-10. bekk. Ekki er hádegismatur fyrir nemendur nema þá sem eru í frístundaheimili. Nemendur í Ösp eru í skólanum frá kl. 8:15-11:10 og þá tekur við frístundaheimili í Ösp fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Lesa meira