Tilkynning um leyfi 2 daga eða lengur

Frá og með - til og með
Umsjónarkennari hefur verið upplýstur um leyfi

Ég hef kynnt mér skilmálana hér að neðan.

Leyfi í 2 daga eða lengur skal tilkynna rafrænt í gegnum heimasíðu skólans. Athygli skal vakin á því að skv. 15. gr. grunnskólalaga frá 2008 er öll röskun á námi sem hlýst af leyfum frá skóla á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Þar segir um tímabundna undanþágu barns frá skólagöngu: „Forráðamaður skal sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur.“ Athugið að skóli gefur ekki upp sérstakt heimanám eða sérverkefni til nemenda í leyfum eða gerir tilfærslur á námi vegna leyfistöku. Ég geri mér grein fyrir því að öll röskun á námi nemenda sem hlýst af tilkynntu leyfi, er á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Foreldrum/forráðamönnum er bent á að hafa samband við umsjónarkennara eftir leyfið og fylgjast vel með hvernig framvinda verður í námi barnsins.