Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfi í Njarðvikurskóla er: Agnes Ýr Kristbjörnsdóttir 

Starf þroskaþjálfa í grunnskólum er fjölbreytt og aðlagað að þörfum nemenda. Unnið er með nemendum frá 1. – 10. bekk sem sýna ýmis konar frávik í þroska eða hegðunarvanda. Hlutverk þroskaþjálfa er að finna leiðir að bættri líðan og hegðun. Leiðirnar geta verið margvíslegar, í formi hefðbundis námsefnis, samtala sem byggja oftar en ekki á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og félagsfærniþjálfun er stór hluti af starfinu. Til að þjálfa þann hluta eru m.a. notaðar félagsfærnisögur sem eru einstaklingsmiðaðar, hlutverkjaleikir og sýnikennsla. Unnið er með reglufylki PBS sem aðstoðar/kennir skólasamfélaginu hvernig æskileg hegðun lítur út og hvernig við eigum að koma fram í skólanum með virðingu, ábyrgð og vinsemd. Ein aðferð hentar ekki öllum og þarf að nálgast hvern og einn nemanda á hans forsendum.

Verkfærin sem eru notuð í tímum eru m.a. :
- ART (Aggression Replacement Training) sem byggist á félagsfærni, reiðistjórnun (sjálfstjórnun) og siðferði. ART hefur verið kennt sjötta bekk í nokkur ár í Njarðvíkurskóla. ART er notað í einstaklingskennslu og litlum hópum hjá yngri nemendum.
- CAT-kassinn (Cognitive Affective Traing) þar er unnið með hugsanir, upplifun, skynjanir og til að skilja samhengið milli hugsana, tilfinninga og viðbragða.
- Margskonar bækur er unnið með sem hjálpa nemendum að vinna með sjálfan sig, t.d.;
        - Ráð handa kvíðnum krökkum
        - Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi.
        - Verum vinir
        - Ertu?