Björk er sérhæft námsúrræði í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í Reykjanesbæ sem þjónar nemendum með fjölþættan vanda sem eiga erfitt með að fóta sig í hefðbundnu skólaumhverfi. Markmiðið er að veita nemendum í Björk einstaklingsmiðað nám og stuðning þannig að þeir geti þegar þeir eru tilbúnir snúið aftur í sinn heimaskóla með eða án frekari stuðnings.
Lögð er áhersla á að byggja á styrkleikum hvers nemanda, efla sjálfstraust, félagsfærni og sjálfstæði, ásamt því að styðja þá í að ná námslegum markmiðum í samræmi við hæfni hvers og eins.
Hvernig er starfið skipulagt?
-
Allir nemendur hafa einstaklingsnámsskrá sem er reglulega endurskoðuð.
-
Kennslan tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla en er aðlöguð að þörfum hvers og eins.
-
Megináhersla er á íslensku, stærðfræði og ensku ásamt fjölbreyttum námsgreinum, list- og verkgreinum, lífsleikni og félagsfærni.
-
Unnið er með lífsgildi, sjálfsstjórn og samskipti m.a. í gegnum ART-þjálfun og PBS-hugmyndafræði um jákvæða hegðun.
-
Mikilvægt er að skapa öruggt, styðjandi og jákvætt námsumhverfi þar sem virðing, ábyrgð og vinsemd eru í fyrirrúmi.
Samstarf og ráðgjöf
Starfið er unnið í nánu samstarfi við heimaskóla nemenda, forráðamenn og fjölbreyttar fagstéttir innan menntasviðs Reykjanesbæjar og utan. Björk veitir einnig ráðgjöf til annarra skóla um kennslu og stuðning við nemendur með sambærilegar þarfir.
Markmiðið
-
Að bjóða námsumhverfi sem hentar hverjum og einum.
-
Að auka sjálfstraust, sjálfstæði og færni nemenda.
-
Að þjálfa félagsfærni og vinnuvanda.
-
Að undirbúa nemendur fyrir daglegt líf og frekara nám eða atvinnu.
Björk er þannig brú á milli einstakra þarfa nemenda og möguleikanna sem felast í því að ná árangri – bæði í skólanámi og í lífinu.
Deildarstjóri í Björk er Steindór Gunnarsson.
Starfsáætlun fyrir Björk skólaárið 2025-2026.