Björk

Björk er sértækt námsúrræði í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í Reykjanesbæ. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 8. desember 1999 að hefja rekstur sértækts námsúrræðis fyrir börn með alvarlegar atferlis- og hegðunartruflanir og/eða geðræn vandamál. Björk tekur við nemendum úr öllum skólum bæjarins, að undangengnum inntökufundi.

Njarðvíkurskóli og Björk vinna í stuðningi við jákvæða hegðun og er allt nám einstaklingsmiðað.

Lögð er rík áhersla á að nemendur í Björk reyni að tileinki sér einkunnarorð PBS: Virðing – Ábyrgð – Vinsemd, og stuðst er við umbunarkerfi.

Ávallt er lögð rík áhersla í kennslu á réttri hegðun. Jafnframt er stuðst við ART í Björkinni, en ART er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel. Aðalmarkmið ART er að þjálfa nemendur í sjálfstjórn.

Leitast er við að beita aðferðum sem eru lífsgildismiðaðar fremur en reglumiðaðar. Markmið með Björk er að hjálpa nemendum við að vaxa og þroskast af mistökum sínum, að fara frá ytri stjórn til innri stjórnar, frá talhlýðni til sjálfsaga, frá vonleysi og uppgjöf, til sjálfstrausts og bjartsýni.

Allt nám er einstakling miðað, og byggt upp með það að leiðarljósi að gera nemendur jákvæða fyrir námi. Jafnframt að nemendur öðlist grunnþekkingu í stærðfræði, íslensku og ensku og geti nýtt sér þá þekkingu í daglegu lífi.

Deildarstjóri í Björk er Steindór Gunnarsson og auk hans starfa við deildina stuðningsfulltrúar.

Starfsáætlun fyrir Björk