Veikindi og leyfi nemenda

Veikindi nemenda
Opnað hefur verið fyrir þann möguleika að foreldrar geti sjálfir skráð veikindi barna sinna í heilum dögum í gegnum heimasvæði á Mentor.is. Mest er hægt að skrá tvo daga í senn. Til þess að skrá veikindin er farið inn á fjölskylduvefinn á Mentor á spjald barnsins/nemandans, hægra megin efst. Undir ástundun er tengill sem á stendur skrá veikindi. Smellt er á skrá veikindi og þá kemur upp spjald þar sem gefnir eru tveir möguleikar í dag eða á morgun, þar er merkt við það sem við á og færsla send. Þegar starfsmaður skólans hefur móttekið veikindaskráninguna, fá foreldrar sjálfkrafa senda tilkynningu til staðfestingar skráningunni.

Einnig er hægt að hringja á skrifstofu skólans og tilkynna um veikindi nemenda. Ef veikindi eru áframhaldandi eftir helgi er ætlast til að þau séu tilkynnt aftur á mánudegi. Forfallaskráning nemenda fer fram eftir kl. 7:30.

Veikist nemendur á skólatíma hafa kennarar eða starfsfólk skrifstofu samband við forráðamenn til að hafa samráð um heimferð nemenda. Ef talin er þörf á, hafa kennarar eða aðrir starfsmenn samráð við hjúkrunarfræðing vegna veikinda nemenda á skólatíma.

Leyfi nemenda
Skrifstofustjóri getur veitt leyfi í einn dag í einu. Ef óskað er eftir leyfi í tvo daga eða lengur þarf að óska eftir því á heimasíðu skólans með því að smella hérna. Nám nemenda í leyfum og öll sú röskun er kann að verða á námi nemenda vegna þessa, er á ábyrgð foreldra. Ekki er ætlast til að samin séu sér próf eða þau færð til þó barn sé í leyfi. Þó er reynt að meta árangur hvers nemanda eins og kostur er hverju sinni. Ákvörðun um hvernig námsmati skuli háttað sé barn í burtu í lengri tíma skal tekin í samráði við skólastjórnendur. 

Athygli skal vakin á því að skv. 15. gr. grunnskólalaga frá 2008 er öll röskun á námi sem hlýst af leyfum frá skóla á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Þar segir um tímabundna undanþágu barns frá skólagöngu: „Forráðamaður skal sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur.“ Ég geri mér grein fyrir því að öll röskun á námi nemenda sem hlýst af umbeðnu leyfi, er á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Foreldrum/forráðamönnum er bent á að hafa samband við umsjónarkennara eftir leyfið og fylgjast vel með hvernig framvinda verður í námi barnsins.