Frístund

Hægt er að sækja um í frístund rafrænt á mittreykjanes.is. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vist í frístundaskólanum með tveggja vikna fyrirvara. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanna eða skólaritara fyrir kl. 13:00 þá daga sem nemendur koma ekki í frístundaskólann.

Tvö frístundaúrræði eru starfrækt í Njarðvíkurskóla, yngri deild innan skólans og frístundaúrræði fyrir nemendur í Ösp.

Umsjónarmaður yngri deildar innar skólans er Særós Pálsdóttir, sími 864-6788.
Umsjónarmaður frístundaúrræði fyrir Ösp er Ólöf Rafnsdóttir, sími 420-3010.

Frístundaskóli yngri deildar innan skólans.
Frístundaskólinn, yngri deild er fyrir nemendur í 1.- 4. bekk og starfar frá kl. 13:20-16:15 á starfstíma skóla. Boðið er upp á síðdegishressingu alla daga. Frístundaskólinn starfar ekki í jóla- og páskafríum nemenda né á starfsdögum skóla og vetrarfríi. Frístundaskólinn hefur aðsetur á sal skólans, bókasafni, tölvuveri, íþróttarhúsinu og í húsnæði sérdeildarinnar Bjarkar. Nemendur í valgreininni liðveisla og lestur eru til aðstoðar í frístund.

Frístundaskólinn yngri nemenda er lokaður á skólasetningardegi, skólaslitadegi, á árshátíðardegi sem og jólahátíðardegi. Mikilvægt er að börn séu sótt kl. 16:15. Skólareglur hvers skóla gilda einnig í frístundaskólanum. Í frístund er mest byggt á frjálsum leik og útiveru. Skipulag fyrir hvern dag er eftirfarandi (þó með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar).

Mánudagur: Fer helmingur barna í íþróttarhúsið 14-14:40 (gula, rauða & græna borðið). Einnig er í boði að perla, legó, bland kassi, barbie, domino kubbar.

Þriðjudagur: Hálfur hópurinn byrjar á bókasafninu þar til við förum að borða. eftir hressinguna er farið í Björkina og í boði að föndra, bíló, knex kubba, eldhúsdót, lita og byggja úr ísspýtum.

Miðvikudagur: Hálfur hópurinn byrjar á bókasafninu þar til við förum að borða. Eftir hressinguna er farið í Björkina að leika sér með babie, lita, burstakubba. Þeir sem vilja mega fara í tölvustofuna.

Fimmtudagur: Fer helmingur barna í íþróttarhúsið 14-14:40 (græna, bláa & fjólubláa borðið). Einnig er í boði að perla, legó, bland kassi, barbie, domino kubbar.

Föstudagur: Farið beint í Björkina eftir skóla þar sem nemendur eiga rólega stund. Eftir hressingu er horft á mynd og/eða leikið í frjálsum leik. Í lok dags er frjáls leikur úti eða inni.