Frístundaheimili

Hægt er að sækja um í frístund rafrænt á mittreykjanes.is. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vist í frístundaheimili með tveggja vikna fyrirvara. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanna eða skólaritara fyrir kl. 13:00 þá daga sem nemendur koma ekki í frístundaskólann.

Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaheimili. Fast mánaðargjald er kr. 21.887 á mánuði. Innifalið í því gjaldi er síðdegishressing. Tímagjald er kr. 476 ef foreldrar óska ekki eftir fullri vistun en þá er einungis verið að greiða fyrir frístundavistun. Síðdegishressing kostar þá kr. 180 fyrir hvern dag.

Tvö frístundaúrræði eru starfrækt í Njarðvíkurskóla, yngri deild innan skólans og frístundaúrræði fyrir nemendur í Ösp.

Umsjónarmaður yngri deildar innar skólans er Arna Lind Kristinsdóttir, sími 864-6788.
Umsjónarmaður frístundaúrræði fyrir Ösp er Marta Caber, sími 853-3610

Frístundaheimili yngri deildar innan skólans.
Frístundaheimili yngri deildar er fyrir nemendur í 1.- 4. bekk og starfar frá kl. 13:20-16:15 á starfstíma skóla. Boðið er upp á síðdegishressingu alla daga. Frístundaheimili starfar ekki í jóla- og páskafríum nemenda né á starfsdögum skóla og vetrarfríi. Frístundaheimilið hefur aðsetur á sal skólans, bókasafni, tölvuveri, íþróttarhúsinu og í húsnæði sérdeildarinnar Bjarkar. Nemendur í valgreininni liðveisla og lestur eru til aðstoðar í frístund.

Frístundaheimili yngri nemenda er lokaður á skólasetningardegi, skólaslitadegi, á árshátíðardegi sem og jólahátíðardegi. Mikilvægt er að börn séu sótt kl. 16:15. Skólareglur hvers skóla gilda einnig í frístundaheimilinu. Í frístund er mest byggt á frjálsum leik og útiveru. 

Gjaldskrá fyrir árið 2024
Image preview