Fréttir & tilkynningar

14.02.2024

Öskudagur í Njarðvíkurskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 14. febrúar 2024. Nemendur tóku þátt í fjölbreyttum þrautum í skólanum og í íþróttahúsinu auk þess að fara í draugahús. Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-11:20 og eftir það lauk skóla. Að loknum skóladegi fóru mörg börn niður í bæ og sungu fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla