Reglur um símanotkun nemenda

Í Njarðvíkurskóla gilda reglur um snjallsíma.

Nemendur í 1.–6. bekk eiga ekki að koma með snjalltæki í skólann.

Nemendur í 7.–10. bekk mega hafa snjallsíma með sér í skólann og nota þá á opnum svæðum. Í kennslustundum er hins vegar ekki leyfilegt að hafa snjalltæki uppi og er skýrt verklag til staðar ef nemendur fara ekki eftir þeim reglum - sjá verklag.