Ösp

Ösp er sértækt námsúrræði í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í Reykjanesbæ. Ösp er skipt í þrjár deildir, yngra stig, miðstig og eldra stig. Allir nemendur í Ösp tilheyra sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi í skipulagningu á náminu þeirra. Í Ösp er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur í Ösp sækja sérgreinatíma og aðra kennslustundir með sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla eins og kostur er á. Þegar skóla lýkur er boðið upp á frístundarúræði fyrir nemendur í Ösp til 16:00.


Ösp tekur við nemendum úr öllum skólum bæjarins, að undangengnum inntökufundi. Deildarstjóri er Kristín Blöndal og auk hennar starfa við deildina grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, atferlisfræðingar, sérfræðingar, og stuðningsfulltrúar. 

Ösp var stofnun haustið 2002 af þeim Gyðu Margréti Arnmundsdóttur, sérkennara í Njarðvíkurskóla og Önnu Dóru Antonsdóttur, sérkennsluráðgjafa hjá Reykjanesbæ.  

Starfsáætlunun fyrir Ösp.