Ösp

Ösp er sértækt námsúrræði í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í Reykjanesbæ. Ösp er skipt í þrjár deildir, yngra stig, miðstig og eldra stig. Allir nemendur í Ösp tilheyra sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi í skipulagningu á náminu þeirra. Í Ösp er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur í Ösp sækja sérgreinatíma og aðra kennslustundir með sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla eins og kostur er á. Þegar skóla lýkur er boðið upp á frístundarúræði fyrir nemendur í Ösp til 16:00.


Ösp tekur við nemendum úr öllum skólum bæjarins, að undangengnum inntökufundi. Deildarstjóri er Kristín Blöndal og auk hennar starfa við deildina grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, atferlisfræðingar, sérfræðingar, og stuðningsfulltrúar. 
 

Starfsáætlunun fyrir Ösp.