Forvarnaráætlun

Forvarnaráætlun Njarðvíkurskóla byggir á skólabrag sem einkennist af virðingu, ábyrgð og vinsemd þegar kemur að forvörnum og viðbrögðum við ýmsum uppákomum. Unnið er markvisst að forvörnum í víðum skilningi með það markmið að stuðla að góðri líðan nemenda, jákvæðri sjálfsmynd, heilbrigðum lífsháttum og virðingu í samskiptum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að tjá hugsanir sínar, skoðanir og tilfinningar. Samskiptahæfni nemenda er efld og þeim kennt að leysa ágreining. Nemendur eru fræddir um ábyrgð og gagnkvæma virðingu. Árlega taka forvarnarverkefni mið af áherslum í skólastarfinu, menntastefnu Reykjanesbæjar og þeirri fræðslu sem er í boði á hverjum tíma. Stjórnendur skólans rýna í niðurstöður úr könnunum eins og Skólapúlsi og öðrum könnunum. Forvarnarstefna Njarðvíkurskóla nær til alls skólasamfélagsins.

Forvarnaráætlun skólans skiptist í sex undirkafla:
- Einelti
- Agamál og viðurlög
- Öryggis- og slysavarnir
- Áfallaáætlun
- Jafnréttisáætlun
- Forvarnir á sviði vímuefna, kynheilbrigðis og netnotkunar


Forvarnaráætlun Njarðvíkurskóla í heild sinni.