Forvarnaráætlun

Í Njarðvíkurskóla er lögð áhersla á að skapa jákvæðan skólabrag sem einkennist af virðingu, ábyrgð og vinsemd. Þessi gildi eru leiðarljós bæði í forvörnum og í viðbrögðum við ýmsum uppákomum.

Unnið er markvisst að forvörnum í víðum skilningi með það markmið að stuðla að vellíðan nemenda, jákvæðri sjálfsmynd, heilbrigðum lífsháttum og virðingu í samskiptum. Nemendur fá þjálfun í að tjá hugsanir, skoðanir og tilfinningar á uppbyggilegan hátt. Einnig er samskiptahæfni þeirra efld og þeim kennt að leysa ágreining á jákvæðan og virðingarfullan máta.

Fræðsla um ábyrgð og gagnkvæma virðingu er mikilvægur hluti af skólastarfinu. Árlega er forvarnarstarfið mótað út frá áherslum skólans, menntastefnu Reykjanesbæjar og þeirri fræðslu sem stendur til boða hverju sinni. Stjórnendur rýna reglulega í niðurstöður úr könnunum, svo sem Skólapúlsi og öðrum sambærilegum mælingum, til að greina styrkleika og áskoranir.

Forvarnarstefna Njarðvíkurskóla nær þannig til alls skólasamfélagsins og stuðlar að öruggu, heilbrigðu og jákvæðu námsumhverfi.


Forvarnaráætlun skólans skiptist í sex undirkafla:
- Einelti
- Agamál og viðurlög
- Öryggis- og slysavarnir
- Áfallaáætlun
- Jafnréttisáætlun
- Forvarnir á sviði vímuefna, kynheilbrigðis og netnotkunar


Forvarnaráætlun Njarðvíkurskóla í heild sinni.