Um Njarðvíkurskóla

Njarðvíkurskóli er í Ytri Njarðvík í Reykjanesbæ. Skólinn er heildstæður grunnskóli með um 460 nemendur í 1. - 10. bekk og rúmlega 100 starfsmenn.

Sérstaða skólans: Umhverfisvænn grunnskóli sem leggur áherslu á lestrarnám upp allan grunnskólann.

Skólinn hefur undir sinni stjórn tvö sérhæfð námsúrræði sem þjóna öllum Reykjanesbæ. Ösp er fyrir fatlaða nemendur sem eru í brýnni þörf fyrir mjög sérhæft og einstaklingsmiðað námsumhverfi og kennsluhætti. Í Ösp starfa kennarar, þroskaþjálfar, atferlisfræðingar, sérfræðingar og stuðningsfulltrúar. Björk er ætluð nemendum með hegðunarerfiðleika sem yfirleitt eru tímabundið í úrræðinu. Í Björk starfar einn kennari og stuðningsfulltrúar. Námsúrræðin eru í tveimur húsum á lóð skólans. Tónlistarskóli bæjarins hefur aðstöðu til kennslu í skólanum. Í skólanum eru tvo frístundaheimili, fyrir nemendur 1.-4. bekk og fyrir nemendur í Ösp. Íþróttamiðstöð er í næsta húsi þar sem öll íþróttakennsla fer fram.

Skólinn var stofnaður 1942 og var skólahúsið tekið í notkun í febrúar 1943. Þá hefur oft verið byggt við húsið síðan eða fimm sinnum. 

Rafn Markús Vilbergsson er skólastjóri og Guðný Björg Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri. Í skólanum eru þrír deildarstjórar, deildarstjóri yngri deildar, 1.-6. bekkjar er Helena Rafnsdóttir, deildarstjóri eldri deildar, 7.-10. bekkjar er Jóhann Gunnar Sigmarsson og deildarstjóri stoðþjónustu er Ingunn Þormar. Náms- og starfsráðgjafi starfar við skólann.

Skólinn þjónar tveimur svæðum: Ytri- Njarðvík og Höfnum. Þessir staðir tilheyra Reykjanesbæ sem varð til við sameiningu þessara byggðarlaga ásamt Keflavík árið 1994.

Merki Njarðvíkurskóla
Skólasöngur Njarðvíkurskóla