Skólasöngur Njarðvíkurskóla

Skólasöngur Njarðvíkurskóla

Að öllu góðu er hér gáð
svo ötull megi tjá.
Hér vissu er og visku náð
og vernd má öllum ljá.
::Við æsku unga ölum.
Við unum oss í sölum::

Hér er því frjóa fræi sáð
sem fræðin efla má.
Hér andinn stælir alla dáð
til æðsta marks að ná.
::Við dáum drenglund mesta.
Við drögum fram það besta::

Í lok apríl 2002
Höf.: Gylfi Guðmundsson
Lag: Rúnar Júlíusson

Hér er upptaka af nemendum í 2.-3. bekk skólaárið 2010-2011 að syngja skólasönginn.