Farsæld barna

Tekið hafa gildi lög sem styðja við farsæld barna. Þau eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.

Börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið í heilsugæslu, skóla eða félagsþjónustu. Þar geta þau fengið aðstoð við að sækja viðeigandi þjónustu, án hindrana, á öllum þjónustu­stigum. Í flóknari málum hafa börn og foreldrar aðgang að málstjóra hjá félags­þjónustu eða þar sem þarfir barns liggja hverju sinni.

Nemendum Njarðvíkurskóla býðst að óska eftir samtali við tengilið skólans. Nemendur geta skannað QR kóða sem má finna í skólanum eða með því að smella hérna og óskað eftir samtali við einn af fimm tengiliðum skólans. Tengiliður hefur samband við forráðamenn ef nemandi óskar eftir samtali.

Ýmsar upplýsingar í tengslum við samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
- Upplýsingar um farsæld barna má finna á farsaeldbarna.is
- Hlutverk tengiliða
- Heimasíða Reykjanesbæjar
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Tengiliðir farsældar í Njarðvíkurskóla:
Guðný Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Heiða Ingimundardóttir, náms- og starfsráðgjafi
Kristín Blöndal, deildastjóri Ösp
Ingunn Þormar, verkefnastjóri námsvers
Steindór Gunnarsson, deildastjóri Björk