Lykilhæfni

Í Njarðvíkurskóla er lagt mat á hæfni nemenda innan hvers sviðs sem byggist á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Slík hæfni er nefnd lykilhæfni við námsmat í grunnskóla og er gefið fyrir hana með fimm mismunandi hæfnitáknum, jafnt og þétt yfir skólaárið.

Nemendum fá mat á lykilhæfni frá mismunandi kennurum eftir árgöngum þar sem nemendur eru metnir út frá viðmiðum sem sett hafa verið fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla.

Eftirfarandi kennarar meta eftirfarandi bekki:
- 1. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir.
- 2. bekkur: umsjónarkennarar, heimilisfræði og hönnun og smíði.
- 3. bekkur: umsjónarkennarar, myndlist og textílmennt.
- 4. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir.
- 5. bekkur: umsjónarkennarar, heimilisfræði og hönnun og smíði.
- 6. bekkur: umsjónarkennarar, myndlist og textílmennt.
- 7. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir.
- 8. bekkur: umsjónarkennarar, stærðfræði og danska.
- 9. bekkur: umsjónarkennarar, enska og náttúrufræði.
- 10. bekkur: umsjónarkennarar, íslenska og samfélagsfræði.

Einnig meta kennarar og þroskaþjálfar í sérdeildum, námsveri og nýbúafræðslu sína nemendur.

Lykilhæfni í Njarðvíkurskóla er metin út frá sex mismunandi hæfniþáttum:
- Tjáning og miðlun.
- Skapandi og gagnrýnin hugsun.
- Nýting miðla og upplýsinga.
- Ábyrgð og mat á eigin námi.
- Sjálfstæði
- Samvinna

Lögð er áhersla á að meta alla sex þættina en í sumum fögum er hluti þáttanna metin og þá er það skilið eftir autt og mat á þeim þætti kemur ekki fram. Í Njarðvíkurskóla eru viðmið fyrir lykilhæfni stigvaxandi eftir árgöngum sem hægt er að sjá með því að smella hérna.

Eins og áður kom fram eru fimm mismunandi hæfnitákn notuð:
- Framúrskarandi: Nemandi sýnir framúrskarandi hæfni – nemandi sýnir hæfni umfram það sem viðmið árgangs segja til um.
- Hæfni náð: Nemandi sýnir góða hæfni – nemandi nær þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
- Á góðri leið: Nemandi er á góðri leið með því að ná þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
- Þarfnast þjálfunar: Nemandi þarfnast þjálfunar til að ná þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
- Hæfni ekki náð: Nemandi nær ekki þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.

Allt mat á lykilhæfni er skráð á Mentor og á að vera fullskráð í byrjun maí hvers skólaárs.