Heimavinna

Heimanám í Njarðvíkurskóla

Almenn markmið:
Að heimanám hafi skýran tilgang.
Að þjálfa og efla færni nemanda.
Að efla ábyrgð nemenda á námi sínu.

Hlutverk kennara:
Setja fyrir og hafa eftirlit með að heimanám sé unnið.
Fara yfir heimanám og gefa nemendum endurgjöf.
Sjá til þess að heimanám sé við hæfi nemenda.

Hlutverk nemenda:
Að jafnt og þétt upp skólagönguna beri nemandinn meiri ábyrgð á sínu heimanámi.
Ljúka heimanámi á tilsettum tíma.

Hlutverk foreldra:
Vera jákvæð og skapa barninu góðar aðstæður fyrir heimanámi.
Sýna barninu stuðning og hvatningu.
Leiðbeina barninu sínu með það að það taki smám saman sjálft meiri ábyrgð á heimanámi.
Vera í sambandi við skólann, kennara barnsins, ef heimavinna er ekki við hæfi ( of létt/erfið,of lítið/mikið).

Heimavinna:
Heimanám nemenda í 1. – 5. bekk hefst í annarri viku skólaárs.
Heimanám nemenda í 6. – 10. bekk hefst í fyrstu viku skólaárs.
Í síðustu viku fyrir jólafrí er ekki heimanám að undanskyldum heimalestri.
Heimavinna hefst í fyrstu vikunni eftir jólafrí hjá öllum nemendum.
Heimanám fellur niður alla þemadaga nema heimalestur.
Ekkert heimanám er sett fyrir í vetrar-, páska- og jólafríum.

Allar upplýsingar um heimanám í Njarðvíkurskóla eru skráðar á Mentor.