Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta, þ.e. almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók sem er innanhúsrit. Allir þessir hlutar taka mið af Aðalnámskrá grunnskóla og erum við að innleiða nýja Aðalnámskrá sem á að vera komin í fulla framkvæmd í lok skólaársins 2015-2016. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla er því birt hér með fyrirvara um breytingar þar sem þetta eru virk vinnugögn sem eru í sífelldri þróun og endurbótum.
1. Almennan hluta - fyrir skólaárið 2016-2019, samþykkt af skólaráði 13. október 2016 og af Fræðsluráði Reykjanesbæjar 28. október 2016
2. Starfsáætlun skóla - fyrir skólaárið 2019-2020 - samþykkt af skólaráði 3. október 2019 og í fræðsluráði Reykjanesbæjar 25. október 2019.
3. Bekkjarnámskrár hvers námshóps. Þar koma fram námsmarkmið sem sett eru fram eftir Aðalnámskrá grunnskóla 2011 (almennur hluti) og 2013 (greinasvið). Í bekkjarnámskrám koma fram hæfniviðmið, kennsluaðferðir og námsmat auk upplýsinga um námsgögn, tímafjölda í fagi og nafn kennara (kemur inn í september 2019).
___________________________________________________________________________________________
___________________________________________________________________________________________
Valfög skólaárið 2019-2020 (verður uppfært yfir veturinn)
Upplýsingar um valáfönga má finna í bæklingum um Valfög hér neðar, eftir bekkjum.
Valfög í 8. bekk, skólaárið 2019-2020 - Valblað fyrir nemendur 7. bekkjar
Valfög í 9. bekk, skólaárið 2019-2020 - Valblað fyrir nemendur 8. bekkjar
Valfög í 10. bekk, skólaárið 2019-2020 - Valblað fyrir nemendur 9. bekkjar
4. Starfsmannahandbók skólans sem er innanhúsrit.