Þróunarstarf

Starfsfólk Njarðvíkurskóla er stöðugt að leita nýrra leiða til að þróa og efla skólastarfið. Í þeirri viðleitni eru jafnt og þétt unnin þróunarverkefni til að stuðla að fjölbreyttu og öflugu skólastarfi.

- Skólaárin 1989 – 1991 tóku 20 kennarar við skólann þátt í starfsleikninámi á vegum endurmenntunardeildar Kennaraháskóla Íslands

- Skólaárið 1995-1996 unnu nokkrir kennarar við Njarðvíkurskóla þróunarverkefni að markvissri lestrarkennslu og heildstæðu móðurmáli

- Skólaárin 2001-2003 var þróunarverkefnið Þrándur í götu unnið af kennurum. Tilgangur með verkefninu var að gera tillögu að móttöku nýbúa og kennslu í íslensku sem öðru máli.

- Skólaárið 2002 – 2003 tók allt starfsfólk Njarðvíkurskóla þátt í SOS námskeiði hjálp fyrir foreldra

- Skólaárin 2003-2006 tók skólinn þátt í Lestarmenningarverkefni Reykjanesbæjar

- Skólaárin 2003-2005 unnu allir starfsmenn að Olweusarverkefninu gegn einelti

- Skólaárið 2004-2005 hófst vinna við að útfæra fjölgreindaval í 3.-4. bekk

- Skólaárin 2005-2007 var unnið að þróunarverkefni þar sem 3. og 4. bekk er kennt saman í samkennslu

- Skólaárið 2007-2008 var unnið að þróunarverkefninu samkennsla í 5. og 6. bekk

- Skólaárin 2004-2006 var unnið að þróun og endurskoðun námsmats

- Skólaárið 2007 hófst þróunarverkefnið PBS. Verkefnið stendur enn yfir

- Skólaárið 2008 var unnið að þróunarverkefni um lotuskipta stærðfræði, verkefnið stendur enn yfir

- Skólaárið 2011 hófst vinna við innleiðingu á lestrarstefnu skólans, verkefnið stendur enn yfir og er í stöðugri þróun

- Skólaárið 2012 hófst innleiðing á nýrri Aðalnámskrá grunnskóla og á hún að vera komin í fulla framkvæmd við lok skólaárs 2014-2015

- Skólaárið 2007 var stofnað umhverfisteymi sem vann að því að fá viðurkenningu Landverndar með því að fá að flagga Grænfánanum. Fáninn var afhentur í fyrsta sinn í febrúar 2010 við hátíðlega athöfn. Síðan þá hefur umhverfisteymi skólans unnið að umhverfismálum og skólinn hefur fengið Grænfánan afhentan 4 sinnum.

- Skólaárin 2014-2016 unnu kennarar skólans að þróunarverkefninu Vegir liggja til allra átta. Kennarar unnu undir leiðsögn Ingvars Sigurgeirssonar, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, þar sem þeir unnu ýmis verkefni sem stuðluðu að fjölbreyttum kennsluháttum í kennslunni þeirra.

- Skólaárið 2017-2018 unnu kennarar og þroskaþjálfar að þróunarverkefni um leiðsagnarmat í samstarfi við Heiðarskóla. Verkefnið bar heitið Leiðsagnarmat er lykill. Verkefnið var stýrt af Kennslumiðstöð háskólans á Akureyri.

- Skólaárið 2019-2020 var unnið að verkefninu Allir konfektmolarnir sem er verkefni sem stuðlar að samvinnu sérkennara í Ösp, sérkennara í námsveri og almennra kennara.

- Skólaárið 2020-2021 unnið að verkefninu Í takt við tímann og hvað svo? Þetta var lestrarverkefni sem var unnið í samstarfi Þorgríms Þráinssonar og Njarðvíkurskóla, þar sem aðalmarkmiðið var að reyna skapa ánægju af lestri meðal nemenda.