ÍSAT - nemendur

Móttaka og kennsla ÍSAT nemenda

Um móttöku nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT - nemendur) í grunnskólum Reykjanesbæjar gilda sömu reglur og um móttöku annarra nemenda í skólanum.

Stefna skólans er að fylgja eftir ákvæðum Aðalnámskrár grunnskóla um markmið, kennsluhætti og námsmat í íslensku sem öðru tungumáli.
Í upphafi skólaárs og í byrjun síðari annar er skipulagður kennslustundafjöldi fyrir hvern nemanda. Gengið er út frá því að ÍSAT - nemendur með fylgi jafnöldrum sínum í öllu námi, fylgi sinni bekkjardeild og íslenskunám þeirra verði samþætt kennslu í öðrum námsgreinum. Skipulag þetta er sveigjanlegt vegna mismunandi þarfa nemenda. Samin er einstaklingsbundin námskrá í samráði við umsjónarkennara hvers ÍSAT - nemenda og þeir, ásamt kennurum halda utan um kennslu, námsefni og námsmat.

Námsmat á að sýna hvort markmiðin í námsgreinunum eru raunhæf og kennsla sé við hæfi. Áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra nemenda og unnið er að því að fá þá til aukinnar þátttöku í foreldrafélagi skólans. Reynt er að hafa samráð við foreldra um námsáætlanir, líðan og skipulag fyrir ÍSAT - nemenda með því að boða foreldra til viðtals með túlk ef með þarf. Upplýsingum er komið á framfæri við foreldra með þýðingum á tilkynningum eins oft og mögulegt er. Nemendum er boðin kennsla í móðurmáli þeirra ef slíkt er til staðar á svæðinu. Allir kennarar skólans bera sameiginlega ábyrgð á námi og líðan innflytjenda. Samvinna milli allra aðila sem við skólann starfa er nauðsynleg svo að góður árangur náist í velferð þessara nemenda. Skólinn reynir eftir fremsta megni að vinna gegn fordómum gegn þeim sem eru af erlendum uppruna og stuðla að velferð og gagnkvæmum jákvæðum, samskiptum milli nemenda. Tekið er tillit til mismunandi trúarbragða nemenda með því að finna námsefni sem tilheyrir mismunandi trúarbrögðum heims og fá aðrir nemendur einnig kynningar á því efni. Skólinn vinnur einnig eftir fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar og er Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi Fræðsluskrifstofu, kennurum til aðstoðar.

Rakel Ósk Eiríksdóttir er verkefnastjóri fyrir ÍSAT - nemendur en auk hennar koma aðrir kennarar að kennslu fyrir ÍSAT - nemendur.

 

Handbók: Heildrænn stuðningur við nemendur í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskólum Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs