Skólaþjónusta RNB

Skólaþjónustan beinist að því að efla skólana á sínu svæði sem faglegar stofnanir til að geta leyst flest þau viðfangsefni sem upp kunna að koma í skólastarfinu. Skólaþjónustan veitir þjónustu í samræmi við áherslur sem fram koma í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga nr. 584 frá 25. júní 2010.

Í skólaþjónustunni er lögð áhersla á þverfaglega teymisvinnu, en í teyminu starfa kennsluráðgjafar, sálfræðingar og talmeinafræðingar. Þjónustan á að mótast af heildarsýn á aðstæður og hagsmuni nemenda óháð starfstéttum sérfræðinga og hver það er sem veitir þjónustuna. Þannig skal velferð nemenda ávallt höfð að leiðarljósi. Þá er lögð áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð, þar sem stuðst er við viðurkenndar aðferðir og klínískar leiðbeiningar.

Lögð er áhersla á að öflugt samstarf milli skólastiga og að veita heildræna þjónustu fyrir börn á aldrinum 2-16 ára. Í því skyni er lögð áhersla á að veita þjónustu sem mótast af þörfum hvers barns, en ekki af skólastigi þess.

Sálfræðingur skólans er Hulda María Einarsdóttir, kennsluráðgjafi er Ólöf Kristín Guðmundsdóttir  og talmeinafræðingur er Erla Hafsteinsdóttir.