Föndurdagur og hátíðarmatur á aðventunni

Á aðventunni er hefðbundið skólastarf í Njarðvíkurskóla brotið upp og lögð áhersla á að halda í hefðir. Ein þeirra er föndurdagur þar sem nemendur eru hjá sínum umsjónarkennara, föndra saman og eiga notalega stund í heimastofunni.

Föstudaginn 12. desember var föndurdagur í skólanum og höfðu kennarar, ásamt öðru starfsfólki, undirbúið fjölbreytt og skemmtilegt föndur ásamt ýmsu öðru fyrir sína umsjónarbekki.

Sama dag var einnig boðið upp á hátíðarmat. Starfsfólk lagði á borð og var salurinn í sannkölluðum hátíðarbúningi. Nemendur sátu saman í sínum bekkjum og nutu þess að vera þjónað til borðs. Í boði var kalkúnn með salvíu, steiktar kartöflur, hátíðarsósa, eplasalat, vegan Wellington og ísblóm í eftirrétt.

Með fréttinni fylgir myndasafn frá þessum skemmtilega degi.