Fréttir

Vetrarleyfi 17. og 20. október

Föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla. Engin kennsla fer fram þessa daga og frístundaheimili skólans, bæði í skólanum og í Ösp, verða lokuð. Vonast er til að öllum líði vel í vetrarleyfinu.
Lesa meira

Nemendur í fjallgönguvalfagi gengu á Helgafell

Nemendur í 8.-10. bekk sem völdu fjallgönguval gengu á Helgafell á dögunum eftir að hafa undirbúið sig með styttri göngum í nærumhverfinu. Fjallgönguvalið er undir stjórn Heiðrúnar Rósar íþróttakennara. Ákveðið var að nýta sér gott veður þriðjudaginn 7. október síðastliðin til þess að komast úr nærumhverfi skólans og eins og áður sagði gengu nemendur með kennurum á Helgafell. Með í för í göngunni á Helgafell var einnig Þórir Rafn íþróttakennari sem veitti hópnum stuðning. Að sögn kennara gekk ferðin vel og nemendur sýndu mikinn dugnað á leiðinni upp og komu allir glaðir heim eftir að hafa sigrast á fellinu líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Ævar Þór heimsótti Njarðvíkurskóla

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson kom í heimsókn í Njarðvíkurskóla í dag, 3. október, og hitti nemendur í 4.-7. bekk á sal skólans. Ævar las upp úr nýjustu bók sinni, Skólastjórinn, ásamt því að ræða einnig aðrar bækur sem hann hefur skrifað við áhugasama nemendur. Heimsóknin vakti mikla lukku meðal nemenda sem fengu tækifæri til að kynnast höfundinum og verkum hans nánar. Í lok heimsóknarinnar fengu nemendur að spyrja Ævar spurninga, og spunnust út frá því fjörlegar og skemmtilegar umræður. Heimsóknin var liður í að efla lestraráhuga nemenda og kynna þeim fyrir íslenskum bókmenntum.
Lesa meira

Samtalsdagur 8. október

Miðvikudaginn 8. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Forráðamenn bóka viðtal við umsjónarkennara í gegnum Mentor. Opnað verður fyrir bókanir 1. október um kl. 10:00 og geta forráðamenn þá bókað sín viðtöl. Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum og fá tölvupóst á næstu dögum með tímasetningunum. Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is. Óski forráðamenn eftir að hafa samtalið á TEAMS þá þarf að senda póst á umsjónarkennara og óska eftir slíku viðtali en mikilvægt er þó að nemandinn sé einnig í viðtalinu. Grunnurinn í viðtalinu er könnun um líðan og almennt gengi nemenda í skólanum sem nemendur svara heima með forráðamönnum og er könnun svarað rafrænt. Tengill á könnunina er: www.njardvikurskoli.is/is/samskiptadagur og mikilvægt er að svara fyrir hvert barn og velja réttan tengil eftir árgangi. Mikilvægt er að könnuninni sé svarað sem fyrst. Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið. Frístundaheimili skólans og í Ösp eru opin á samtalsdeginum frá kl. 8:15-16:15. Á samtalsdeginum verða fulltrúar með kynningu frá fjölmörgum íþrótta- og tómstundafélögum í Reykjanesbæ á sal skólans. Við hvetjum forráðamenn til að staldra við, kynna sér úrvalið og sjá hvaða tækifæri standa börnum og ungmennum til boða í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Nemendur 7. bekkjar sneru heim eftir ánægjulega dvöl í skólabúðum UMFÍ

Nemendur 7. bekkjar komu þreyttir en ánægðir heim úr skólabúðum UMFÍ að Reykjum í Hrútafirði síðastliðinn fimmtudag, 18. september. Hópurinn dvaldi í skólabúðunum frá mánudeginum 15. september og naut fjölbreyttrar dagskrár undir handleiðslu reynslumikilla leiðbeinenda. Umsjónarkennararnir Kristbjörg og Fríða fylgdu nemendum í ferðina, ásamt stuðningsfulltrúunum Samúel og Magndísi sem veittu ómetanlegan stuðning. Skólabúðir UMFÍ að Reykjum bjóða upp á fræðandi og skemmtilega dagskrá sem styður við námskrá grunnskóla og eflir félagsfærni nemenda. Að sögn kennara tóku nemendur virkan þátt í öllum verkefnum og sýndu samvinnu og hjálpsemi alla dagana. Þrátt fyrir stífa dagskrá og mikla útivist var stemningin góð og andrúmsloftið jákvætt. „Það var ánægjulegt að sjá hvernig hópurinn þjappaðist saman í ferðinni og hvernig nemendur sem ekki höfðu átt mikil samskipti áður mynduðu ný vinatengsl," sagði Kristbjörg umsjónarkennari. Dvölin í skólabúðunum reyndist því ekki aðeins lærdómsrík heldur einnig mikilvæg fyrir félagsþroska nemenda.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður haldinn á sal skólans þriðjudaginn 7. október nk. kl. 17:00-18:00. Dagskrá er eftirfarandi: - skýrsla stjórnar - ársreikningur - kosning nýrrar stjórnar - kosning formanns - önnur mál Í framhaldi af aðalfundi verður samtal um störf bekkjarfulltrúa. Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að stutt verði við bekkjarviðburði með bekkjarsjóði og munum við kynna fyrirkomulagið á fundinum. Við hvetjum bekkjarfulltrúa til að taka þátt í samtalinu og ræða hugmyndir og mögulega viðburði. Bestu kveðjur, foreldrafélag Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Lýðheilsu- og forvarnarvika í Njarðvíkurskóla

Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Í vikunni 29. september til 3. október mun nemendaráð Njarðvíkurskóla vera með fjölbreytta dagskrá í frímínútum og hádegishléi. Við fáum Flotann og Samfélagslögguna í heimsókn á mið- og unglingastig og skólahjúkrunarfræðingur heimsækir yngsta stig með fræðslu. Nemendur í 9. bekk taka þátt í forvarnardeginum þar sem nemendur skoða niðurstöður nýjustu rannsókna á þeirra aldurshóp og vinna verkefni um jákvæð áhrif samveru, íþrótta- og tómstundaiðkunar á líf þeirra. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Göngum í skólann og hvetjum við alla nemendur og starfsfólk til að nýta sér virkan ferðamáta og koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nemendur sem ekki eru í ávaxtaáskrift eru hvattir til að koma með hollt nesti í skólann og kennarar hvattir til að ljúka síðustu kennslustund fyrir hádegishlé með slökun/hugleiðslu. Fara með nemendur í vettvangsferðir/útinám í vikunni t.d. ratleik, umferðafræðslu eða annað  og nýta lífsleiknitíma í slökun/hreyfingu/hópefli/umræður um andlega líðan. Með þessu viljum við efla vellíðan, samveru og heilbrigðan lífstíl nemenda og starfsfólks. Við hlökkum til virkrar þátttöku og skemmtilegrar viku í anda lýðheilsu og forvarna.
Lesa meira

Starfsdagur 23. september

Þriðjudaginn 23. september er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp eru lokuð þennan dag.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Njarðvíkurskóla

Nemendur Njarðvíkurskóla tóku þátt í hinu árlega Ólympíuhlaupi ÍSÍ í dag, 18. september. Hlaupið tókst vel þrátt fyrir smá kulda en hlaupið var í fallegu veðri. Markmið hlaupsins var að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar og útiveru, ásamt því að undirstrika mikilvægi reglulegrar líkamsræktar fyrir heilsu og vellíðan. Með þátttöku sinni sýndu nemendur að þeir skildu mikilvægi þess að hreyfa sig og reyna á líkamann. Ólympíuhlaupið er góð áminning um að hreyfing er ekki aðeins heilsusamleg heldur getur líka verið skemmtileg og gefandi reynsla fyrir alla.
Lesa meira