Fréttir

Njarðvíkurskóli er hnetulaus skóli

Frá og með þessu skólaári er Njarðvíkurskóli hnetulaus skóli og má því enginn koma með nesti sem inniheldur hnetur. Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, sumar brauðtegundir, morgunkorn og fleira. Brýnt er að tekið sé tillit til þeirra sem hafa bráðaofnæmi fyrir hnetum því það getur valdið mjög slæmum og hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Við biðjum ykkur því að gæta þess að börnin komi með hnetufrítt nesti í skólann. Það sama gildir um t.d. bakkelsi á árshátíðum eða á bekkjarskemmtunum.
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning fyrir skólaárið 2019-2020 verður á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum: - nemendur í 2.-4. bekk kl. 9:00 - nemendur í 5.-7. bekk kl. 10:00 - nemendur í 8.-10. bekk kl. 11:00 - nemendur í 1. bekk kl. 12:30 Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og foreldrar/forráðamenn í heimastofur þar sem umsjónarkennarar verða með stutta skólakynningu. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla og umbótaþættir

Árlega er unnin sjálfsmatsskýrsla úr skólastarfinu sem er byggð á bæði innri og ytri matstækjum. Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla er hér með birt á heimasíðu skólans sem og umbótaþættir sem unnið verður eftir á næsta skólaári til að gera gott skólastarf enn betra.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur 7. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst 2019. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Ragnheiður Alma tilnefnd til hvatningarverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhend 6. júní í Duus. Rúmlega 20 tilnefningar bárust og af þeim voru þrjú verkefni valin. Þar á meðal var Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir tilnefnd fyrir kennsluhætti í náttúrufræðikennslu í Njarðvíkurskóla. Auk hennar voru Goðheimar í Háaleitisskóla og yoga kennsla í Heiðarskóla tilnefnd en það var yogakennsla Heiðarskóla sem fékk verðlaunin. Við óskum Ragnheiði Ölmu til hamingju með tilnefninguna.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 4. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa.
Lesa meira

Flöskuskeyti frá 2016 fannst á Snæfellsnesi

Nemendur í 5. HF og 5. ÁB sem voru í textílmennt 24. febrúar 2016 bjuggu til flöskuskeyti. Síðan var sjómaðurinn Þórólfur Júlían Dagsson fenginn til að sleppa fjórum flöskum í sjóinn út frá Garðskaga af línubátnum Ólafi Gíslasyni nokkrum dögum síðar. Hugmyndin kom upp eftir að Ævar vísindamaður setti út tvö flöskuskeyti þann 10. janúar sama ár. Á miðvikudaginn barst Njarðvíkurskóla bréf frá nemendum í 2. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellisandi þar sem kom fram að nemandi í bekknum hafi fundið flöskuskeytið á göngu með afa sínum um tvo kílómetra norðan Hólahóla á Snæfellsnesi um mánaðarmótin apríl/maí. Okkar nemendur voru ánægðir og jafnframt hissa að flöskuskeytið þeirra hafi fundist og þökkum nemendum í Snæfellsbæ fyrir að hafa látið okkur vita.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit eru þriðjudaginn 4. júní á eftirfarandi tímum: * 1.-3. bekkur kl. 9:00 * 4.-6. bekkur kl. 10:00 * 7.-9. bekkur kl. 11:00 * 10. bekkur kl. 12:30 Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og foreldrar/forráðamenn með sínum börnum. Mikið er af óskilamunum eftir skólaárið og er búið að raða því öllu upp á ganginum á 2. hæð. Við hvetjum ykkur til að fara yfir óskilamuni og athuga hvort það sé ekki eitthvað sem tilheyrir ykkar barni.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður mánudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 9:30 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum foreldra og aðra aðstandendur að taka þátt í gleðinni með okkur.
Lesa meira

Umhverfisvinurinn Lena

Lena Dominika sem er nemandi í Ösp er til fyrirmyndar í frímínútum. Henni þykir mjög vænt um umhverfið sitt og týnir rusl nánast í hverjum frímínutum og kemur alltaf með fullan poka af rusli sem hún hefur týnt á skólalóðinni. Það er því hægt að segja að við séum heppin að vera með einn umhverfisvænasta nemenda skólans, enda skóli á grænni grein.
Lesa meira