Fréttir

Appelsínugul viðvörun - Bad weather - Zła pogoda

Eftir hádegi í dag er appelsínugul viðvörun vegna veðurs á okkar svæði. Spáð er suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Vinsamlegast sækið börnin ykkar þegar skóla lýkur í dag eða gerið aðrar ráðstafnir til að tryggja öryggi þeirra. This afternoon there is an orange warning due to the weather in our area. The forecast is southwest 18-25 m / s with gusts. Very low visibility and therefore dangerous driving conditions. Please pick up your children when school ends today. Dzis po poludniu pojawilo sie pomaranczowe ostrzezenie zwiazane z pogoda w naszym regionie. Prognoza to poludniowo-zachodni 18-25 m / s z porywami. Bardzo slaba widocznosc, a tym samym niebezpieczne warunki jazdy. Prosimy o odebranie dzieci po dzisiejszym zakonczeniu szkoly.
Lesa meira

Hannes Þór Halldórsson ræðir um líðan, sjálfsmynd, lestur og að leggja sig fram

Þorgrímur Þráinsson ræddi við Hannes Þór Halldórsson, faðir, landsliðsmann í knattspyrnu og auglýsingaleikstjóra, daginn fyrir landsleik Englands og Íslands sem fór fram í London í vikunni. Í myndbandinu ræðir Hannes meðal annars um líðan, sjálfsmynd og mikilvægi lesturs. Einnig ræðir Hannes um mikilvægi þess að leggja sig fram og gera mikið af því sem viðkomandi ætlar að standa sig vel í. Við hvetjum alla til að horfa á þetta frábæra myndband þar sem dugnaður og hugarfar hans hefur komið Hannesi langt í lífinu. Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson.
Lesa meira

Starfsdagur / Teachers work day / Dzien organizacyjny

Miðvikudaginn 25. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er einnig lokað þennan dag. Wednesday the 25th of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Sroda, 25 Listopad jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjum við skólastarf eftir breyttum sóttvarnareglum. Þessi breyting er til og með 1. desember. 1.-7. bekkur kennsla samkvæmt stundaskrá. Tveggja metra regla og grímuskylda á núna ekki við í 1.-7. bekk. 8.-10. bekkur. Fyrri hópur A mætir frá kl. 9:55-12:00 og seinni hópur B kl. 12:40-14:40. Áfram verður tveggja metra regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. bekk í samræmi við fyrri tillögur. Hópaskipting kemur frá umsjónakennurum í dag. Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum. Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla. Skólamatur: Nemendur sem eru í áskrift fá afgreiddan mat í skólanum. Matur hjá nemendum í 8.-10. bekk fyrri hóp A er kl. 12 eftir að kennslu lýkur áður en þau fara heim. Matur hjá 8.-10. bekk seinni hóp B er áður en tími hefst er afgreiddur frá kl. 12:25-12:40 Frístundaheimilið verður áfram opið til kl. 15:30 fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir: - Frístund 1. bekkur Björk s: 6925959 - Frístund 2. bekkur st. 109 og bókasafn fara út um yngri barna inngang s: 8646788 - Frístund 3/4. bekkur í Brekku. s: 7792395 Foreldrar geta hringja í viðkomandi númer og börnin koma út. Nemendur í frístund mega blandast á útisvæði. Ef breytingar verða hjá Ösp og Björk sérdeild þá verða þær upplysingar sendar til foreldra af deildastjóra. Aðkoma foreldra er enn takmörkuð inn í skólann og við viljum einnig ítreka að nemendur koma ekki í skólann með flensulík einkenni. Bestu kveðjur, Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu - Rafræn hátíðarhöld 2020

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember. Hátíðarhöld voru með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana. Hátíðardagskrá Njarðvíkurskóla var tekin upp og sett saman í myndband sem formenn nemendaráðs, Valur Axel og Helga Vigdís kynntu. Allir nemendur í skólanum horfðu á myndbandið í sínum heimastofum í dag. Rafræn dagskrá Njarðvíkurskóla - 1. bekkur - Krummavísur - 2. bekkur - Sprengisandur - 3. bekkur - Hafið bláa hafið - Ösp - Söngur, jóga og Fólkið í blokkinni - 10. bekkur - Myndbrot úr verkefnum nemenda í Gísla sögu - Kristín Arna Gunnarsdóttir - Sáuð þið hana systur mína - Mjólkurbekkur Njarðvíkurskóla - 4. bekkur - Íslenskuljóðið - Nína Björk, Bríet Silfá, Elísabet Agla, Hanna Steinunn - Signir sól - Ánægja af lestri - Hvatning til nemenda Allir eru hvattir til þess að fagna deginum með sínum hætti og hafa íslenskt mál í öndvegi.
Lesa meira

Forvarnir gegn einelti - Vinátta forvarnaverkefni Barnaheilla

Fyrir þremur árum 9. nóvember 2017 hóf Njarðvíkurskóli innleiðingu á vináttuverkefni Barnaheilla í grunnskólum. Njarðvíkurskóli var einn af 15 grunnskólum sem voru tilraunaskólar í verkefninu. Í dag hafa 25% grunnskóla á Íslandi tekið upp verkefnið, auk 60% leikskóla. Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti fyrir börn 0 - 9 ára, ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki, námskeiðum fyrir starfsfólk og stuðningi við skóla. Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Mikil ánægja hefur verið með Vináttuverkefnið í Njarðvíkurskóla og hefur það gefið afar góða raun. Það er Njarðvíkurskóla sannkallaður heiður að hafa fengið að vera þátttakandi í þessu verkefni í þrjú ár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari Vináttuverkefnisins.
Lesa meira

Sylvía Erla Melsteð hvetur nemendur í Njarðvíkurskóla til að leggja sig fram

Sylvía Erla Melsteð fjöllistakona, söngkona og frumköðull er með hvatningamyndband til nemenda í Njarðvíkur í tengslum við lestur og nám. Sylvía sem er lesblind kláraði Verzlunarskóla Íslands með stæl, þrátt fyrir mikið mótlæti. Hún er að skrifa barnabók um ákveðna tækni sem hún notar við lesblindu og svo kemur heimildarmyndin Verkfærakistan eftir hana um lesblindu eftir jól. Hún ræðir um í myndbandinu um hvernig hún komst í gegnum grunnskóla og þrátt fyrir erfiðleika í námi og þann stóra sigur að komast inn í þann skóla sem henni langaði mest að komast inn í.
Lesa meira

Samkomutakmarkanir og börn

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Lesa meira

Skólastarf 3. - 17. nóvember

Vegna hertra aðgerða almannavarna verður skólastarf með breyttu sniði frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember. Skóladagurinn hjá 1.-4. bekk er frá kl. 8:15-13:20 eins og venjulega. Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum og getum við því boðið þeim upp á nokkurn veginn hefðbundið skólastarf þessa daga. Nemendur í 5. - 10. bekk þurfa að fara eftir 2ja metra reglunni eða bera grímu annars. Þar sem ekki er hægt að bjóða upp á 2ja metra inni í hefðbundinni kennslustofu og ekki hægt að bjóða börnum upp á að sitja allan daginn í sama rými með grímu skiptum við hverjum árgangi upp í tvo hópa sem mæta í tvo og hálfa klukkustund á dag. Fyrri hópurinn mætir kl. 8:30 -10:55 og seinni hópurinn mætir 11:30 -13:55. Umsjónarkennarar senda hópaskiptingu síðar í dag á foreldra/forráðmenn. Algjör grímuskylda er hjá nemendum í 5. - 10. bekk í sameiginlegum rýmum svo sem á göngum og þegar gengið er inn í skólann. Við biðjum foreldra um að sjá til þess að nemendur mæti með grímu í skólann á morgun og alla daga á meðan á þessu ástandi varir. _____ Tomorrow, Tuesday 3 November, we will start school according to changed and stricter infection control rules. The activities are until November 17. Students in 1st - 4th grade are exempt from the obligation to wear masks and distance restrictions, and we can therefore offer them traditional school work these days. Students in 5th - 10th grade must follow the 2 meter rule or wear a mask. Since it is not possible to offer 2 meters inside a traditional classroom and it is not possible to offer children to sit all day in the same room with a mask, we divide each class into two groups that meet for two and a half hours each day. Teachers will send a group division later today to parents / guardians. Students in 5th - 10th grade are obliged to wear masks in common areas such as corridors and when entering the school. We ask parents to make sure that students come to school with a mask tomorrow and every day during this situation. ____ Jutro, wtorek 3-go listopada zaczynamy pracę szkoły po zmienionych zaostrzeniach epidemiologicznych. Zaostrzenia obowiązują do 17-go listopada czyli 11 dni nauki w szkole. Uczniowie klas 1-4 są wyłączeni z obowiązku używania masek i zachowania dystansu, więc jesteśmy w stanie zapewnić im prawie normalny tryb nauczania w szkole. Uczniowie klas 5-10 są zobowiązani do zachowania dystansu lub noszenia masek. Ponieważ nie jest możliwe zachowanie 2 m odległości w klasach oraz nie możemy pozwolić uczniom na przebywanie w maskach cały dzień w jednym pomieszczeniu każdy rocznik został podzielony na 2 grupy, które będą przychodzić do szkoły na 2,5 godz dziennie. Niedługo wychowawcy klas wyślą rodzicom/opiekunom podział na grupy. Całkowity nakaz używania masek obowiązuje uczniów klas 5-10 w pomieszczeniach wspólnego użytku, na korytarzach oraz przy wejściu do szkoły. Prosimy rodziców o zaopatrzenie dzieci w maski jutro i przez cały okres obowiązywania zaostrzeń.
Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 2. nóvember í grunnskólum

Vegna hertra sóttvarnaráðstafana í grunnskólum landsins verður mánudagurinn 2. nóvember notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
Lesa meira