Fréttir

Stærðfræðidagur í Njarðvíkurskóla

Dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Í tilefni af deginum hefur stærðfræði verið gert hátt undir höfði í vikunni í Njarðvíkurskóla. Nemendur hafa meðal annars verið í stærðfræði á útisvæði, unnið að fjölbreyttum verkefnum og reynt við ýmsar þrautir. Í dag giskuðu nemendur á réttan fjölda af perlum og þeir nemendur sem giskuðu rétt eða voru nálægt tölunni fengu gjafabréf frá Huppu, ísbúð. Vinningshafar á yngsta stigi: Kolbeinn Pétur Hauksson - 1. bekk Emilíana Dís Gunnarsdóttir - 2. bekk Alexander O. Izekor Gíslason - 3. bekk Vinningshafar á miðstigi: Glódís Ýr Eyjólfsdóttir - 5. bekk Eldar Kristján Hafsteinsson - 5. bekk Vinningshafar á elsta stigi: Jón Fannar Haraldsson - 8. bekk Elenborg Ýr Elmarsdóttir - 9. bekk
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl.
Lesa meira

Rafn Markús Vilbergsson ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla

Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla. Rafn Markús lauk B.Sc. prófi í íþróttafræði með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008, M.Ed. í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014 og hóf nám í opinberri stjórnsýslu við sama skóla árið 2023. Rafn Markús hefur starfað í Njarðvíkurskóla frá árinu 2009, sem umsjónarkennari, deildarstjóri, verkefnastjóri, aðstoðarskólastjóri og starfar nú sem deildarstjóri eldra stigs. Rafn Markús tekur við skólastjórastarfinu af Ásgerði Þorgeirsdóttur sem lætur af störfum í sumar eftir langan og farsælan feril í Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Rósa Kristín sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Stapa

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Stapa í gær 6. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Fyrir hönd Njarðvíkurskóla tóku þátt Bríet Silfá Möller og Rósa Kristín Jónsdóttir, varamaður þeirra var Jökull Gautason. Þau stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðustu vikur og mánuði undir handleiðslu Auðar Ásgrímsdóttur, Jóhanns Gunnars Sigmarssonar og Margrétar Rósu Friðbjörnsdóttir íslenskukennara þeirra. Rósa Kristín Jónsdóttir sigraði keppnina í Stapa í ár, sem er frábær árangur þar sem keppnin var einstaklega jöfn og spennandi. Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði og mjög erfitt var fyrir dómara að gera upp á milli þeirra. Það er því ljóst að nemendur í Reykjanesbæ hafa staðið sig afar vel í ræktunarhluta keppninnar í skólunum áður en til lokahátíðarinnar kom. Njarðvíkurskóli óskar Rósu Kristínu innilega til hamingju með frábæran árangur sem og Bríeti Silfá fyrir frábæran flutning.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli í 1. sæti í Lífshlaupinu

Lífshlaupið fór fram dagana 7.-27. febrúar og tók starfsfólk Njarðvíkurskóla þátt eins og síðustu ár. Njarðvíkurskóli tók þátt í flokknum 70-149 starfmenn og voru í efsta sæti allan tímann. Njarðvíkurskóli var með 87% þátttökuhlutfall og sigruðu að lokum í sínum flokki í mesta fjölda daga og endaði skólinn í 4.sæti í fjölda mínútna. Teymið Heilsueflandi Grunnskóli hélt utan um þátttökuna og skipulagði ýmsa viðburði þessar þrjár vikur, t.d. göngu, bocciamót, bingó og lokahóf. Frábær frammistaða hjá okkar góða fólki.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í Njarðvíkurskóla

23. febrúar var Stóra upplestrarkeppnin haldin á sal Njarðvíkurskóla. Það er 7. bekkur sem tekur þátt í þessari keppni og voru það 14 nemendur sem tóku þátt en fyrr í febrúar var haldin bekkjarkeppni þar sem þessir 14 nemendur unnu sér rétt til þátttöku á sal. Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Jóhann Gunnar Sigmarsson íslenskukennari stýrði keppninni. Nemendur lásu hluta af sögunni Kennarinn sem hvarf og komu síðan aftur upp og lásu ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni í ár voru þau Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri og Lára Guðmundsdóttir fyrrum skólastjóri í Njarðvíkurskóla. Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Bergi 6. mars. Sigurvegarar í Njarðvíkurskóla voru Bríet Silfá Möller og Rósa Kristín Jónsdóttir. Jökull Gautason var svo valinn sem varamaður. Þau þrjú muna halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina. Aðrir nemendur sem tóku þátt í skólakeppninni voru: Alan Boguniecki Einar Ernir Kristinsson Elfa Rut Hreiðarsdóttir Elin Mia Y Hardonk Emma Ástrós Gunnarsdóttir Fanney Helga Grétarsdóttir Harpa Rós Ívarsdóttir Helga Björg Bjarkadóttir Jón Ingi Davíðsson Kamilla Sigurlaug Miller Nína Björk Guðjónsdóttir
Lesa meira

Öskudagur í Njarðvíkurskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 14. febrúar 2024. Nemendur tóku þátt í fjölbreyttum þrautum í skólanum og í íþróttahúsinu auk þess að fara í draugahús. Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-11:20 og eftir það lauk skóla. Að loknum skóladegi fóru mörg börn niður í bæ og sungu fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum.
Lesa meira

Skólastarf í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum

Skólastarf verður í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar nema eitthvað óvænt komi upp á. Þetta á einnig við um starfsemi frístundaheimila. Þess má geta að skipulagt íþróttastarf hjá börnum og ungmennum fellur niður og því er engin frístundarúta í gangi. Vel gengur að koma og halda hita á skólabyggingum en starfsfólk sveitarfélaganna og aðgerðastjórn Suðurnesja hafa nýtt helgina til að koma fyrir hitablásurum í allar byggingar. Þó að hiti sé góður þá getur verið gólfkalt og því eru nemendur hvattir til að nota inniskó eða vera í ullarsokkum. Ekki er víst að Skólamatur geti afgreitt mat og væri því gott að foreldrar gerðu ráð fyrir að nesta börnin sín að minnsta kosti á morgun. Nánari upplýsingar frá Skólamat koma í kvöld. Staðan verður tekin reglulega og upplýsingar verða sendar frá skólastjórnendum til forráðamanna ef gera þarf breytingar og aðlaga skólastarf að þeim.
Lesa meira

Skólastarf í næstu viku

Eins og staðan er núna er stefnt að eins miklu skólastarfi og hægt er í komandi viku miðað við aðstæður. Skólastarf fer þó ekki af stað nema við getum tryggt hita í öllum rýmum. Nú erum við að vinna í að útvega hitagjafa og það verður ekki ljóst fyrr en á morgun sunnudaginn hvort það tekst fyrir mánudaginn. Við munum senda út nánari upplýsingar seinnipartinn á sunnudaginn
Lesa meira

Öskudagur, starfsdagur og vetrarleyfi - English below - Polski ponizej

Miðvikudaginn 14. febrúar er Öskudagur og er það skertur nemendadagur. Skóla lýkur kl. 11:15 og geta nemendur borðað hádegismat áður en þeir fara heim. Frístundaheimili í skóla og Ösp er opið eftir að skóla lýkur til kl. 16:15. Nánara skipulag dagsins kemur frá umsjónarkennara. Fimmtudaginn 15. febrúar er starfsdagur og föstudaginn 16. febrúar er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þessa tvo daga og frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað báða dagana. Wednesday February 14th is "Öskudagur" and it is a shortened school day. School ends at 11:15 and students can have their lunch before going home. The after-school center in Njarðvíkurskóli and Ösp are open until 16:15. Further information will come from supervising teacher. Thursday February 15th. we have scheduled teacher's workday and on Friday February 16th we have scheduled winter break at Njarðvíkurskóli. All students are off those two days and the after-school center for younger students and in Ösp is closed both days.
Lesa meira