Fréttir

Setning Ljósanætur í Njarðvíkurskóla

Mikil stemming er í Njarðvíkurskóla í tengslum við Ljósanótt sem fer fram í Reykjanesbæ. Í upphafi dags drógu Kristinn Einar Ingvason formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir varaformaður Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt. Í framhaldi tóku nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu þar sem Friðrik Dór stýrði m.a. fjöldasöng og lagið Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson var sungið.
Lesa meira

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann hefst miðvikudaginn 4.september. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október.
Lesa meira

Skólasetning Njarðvíkurskóla

Skólasetning fyrir skólaárið 2024-2025 verður á sal Njarðvíkurskóla föstudaginn 23. ágúst á eftirfarandi tímasetningum: - nemendur í 2.-3. bekk kl. 8:30 - nemendur í 4.-5. bekk kl. 9:30 - nemendur í 6.-7. bekk kl. 10:30 - nemendur í 8. bekk kl. 11:30 - nemendur í 9.-10. bekk kl. 12:30 - nemendur í 1. bekk kl. 13:00 Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og forráðamenn í heimastofur með umsjónarkennurum þar sem verður skólakynning og farið yfir áherslur í hverjum árgangi fyrir sig. Forráðamenn eru hvattir til að fylgja sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla 2023-2024

Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024 er komin út. Í sjálfsmatsskýrslu Njarðvíkurskóla er greint frá innra mati skólans og tekur skýrslan mið af niðurstöðum sem þegar liggja fyrir um innra starf og stefnu Njarðvíkurskóla skólaárið 2023-2024. Matið er unnið af stjórnendum og sjálfsmatsteymi skólans á grunni upplýsinga sem liggja fyrir í lok skólaárs. Niðurstöðurnar eru bornar saman við markmið skólans og stefnu Reykjanesbæjar í menntamálum.
Lesa meira

Lokun skrifstofu í sumar

Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 24. júní til og með 6. ágúst. Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst 2024. Starfsfólk Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans miðvikudaginn 5. júní hjá nemendum í 1.-10. bekk. 1.-9. bekkur Skólaslit hjá 1.-9. bekk var skipt upp í fjóra hluta: 1., 2. og 3.bekkur, 4., 5. og 6. Bekkur, 7.-9. bekkur og 10. bekk. Skólaslitin byrjuðu á sal þar sem Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, forráðamenn og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 82. starfsár skólans. Að þessu loknu fóru nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur og fengu afhentan vitnisburð sinn. 10. bekkur Á skólaslitunum hjá 10. bekk spilaði Halldór Árni Arnarsson á píanó. Á skólaslitunum í 10. bekk voru fjölmargar viðurkenningar veittar til einstaka nemenda og nemendahópa.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gáfu verðlaunin og kann Njarðvíkurskóli við þeim bestu þakkir fyrir. - Íslenska: Kristín Björk og Nikolai Leo Jónsson - Stærðfræði: Nikolai Leo Jónsson - Stærðfræði (bæði á grunn- og framhaldsskólastigi): Hulda María Agnarsdóttir - Enska: Nikolai Leo Jónsson - Enska (á framhaldsskólastigi): Bergur Snær Einarsson - Danska: Fjóla Osmani - Enska (bæði á grunn- og framhaldsskólastigi): Mathilde Rós Tindsgarð - Samfélagsfræði: Fjóla Osmani - Náttúrufræði: Hulda María Agnarsdóttir og Kristín Björk Guðjónsdóttir - Áhugavert áhugasviðsverkefni í náttúrugreinum: Gabríel Darri Aðalsteinsson - Íþróttir: Kristín Björk Guðjónsdóttir - Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Sara Björk Logadóttir -Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Nikolai Leo Jónsson Valgreinar: - Myndlist: Svala Gautadóttir - Heimilisfræði: Hólmfríður Eyja Jónsdóttir - Umhverfisverðlaun: Patrik Joe Birmingham - Félagsstörf: Frosti Kjartan Rúnarsson og Ragna Talía Magnúsdóttir - Fatalitun: Paulina Cybulska - Fjármálafræðsla: Kristján Freyr Andrason - Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Gunnar Páll Guðnason og Frosti Kjartan Rúnarsson Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í 10. bekk: Nikolai Leo Jónsson Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningar fyrir almennt góðan námsárangur til nemenda sem fengu ekki aðrar viðurkenningar en voru ávallt við það að vera með hæstu einkunn í bóklegum greinum: Viktor Garri Guðnason, Aníta Rut Helgadóttir, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir, Ragna Talía Magnúsdóttir, Svala Gautadóttir og Sara Björk Logadóttir Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir framfarir í námi: Matthildur Mía Halldórsdóttir og Hafþór Nói Hjaltason Njarðvíkurskóli veitti nemendum úr Ösp viðurkenningu fyrir góðan árangur námi: Ari Sævar Júlíusson fyrir leiklist, Baltasar Þór Björnsson fyrir skólaíþróttir og Emilía Ratanhamani Janpaijit fyrir heimilisfræði Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri veitti háttvísisverðlaun fyrir þrautseigju í námi, frumkvæði og fyrirmyndar framkomu: Fjóla Osmani Á skólaslitum 10. bekkjar héldu Frosti Kjartan Rúnarsson formaður nemendaráðs og Ragna Talía Magnúsdóttir varaformaður ræður fyrir hönd útskriftarnema. Hildur Björnsdóttir og Margrét Rósa Friðbjörnsdóttir umsjónakennarar 10. bekkjar héldu einnig ræðu. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf.  Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, forráðamenn, gesti og starfsfólk. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ hélt ræðu og færði Ásgerði skólastjóra blómvönd sem þakklætisvottorð fyrir frábær störf í Njarðvíkurskóla í 40 ár en hún lætur af stöfum sem skólastjóri við lok mánaðar. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 82. starfsár skólans. Myndir í myndasafni eru frá skólaslitum í 10. bekk.
Lesa meira

Karnivalhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 31. maí var karnivalhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu. Síðan var kynnt niðurstaða úr kosningu formanns og varaformanns. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var með tónlistaratriði og í framhaldi var ýmis konar afþreying í boði t.d. leikir, dansstöð, hoppukastali, þotubraut, glimmerbar og poppveisla. Í lok hátíðar var pylsuveisla fyrir nemendur sem foreldrafélagið sá um. Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að hátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.
Lesa meira

Kristinn Einar nýr formaður og Þorgerður Tinna varaformaður

Nú í vor var Kristinn Einar Ingvason kjörinn formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir varaformaður. Njarðvíkurskóli óskar þeim innilega til hamingju! Það eru fjölbreytt og spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit hjá nemendum í Njarðvíkurskóla verða við hátíðlega athöfn á sal skólans miðvikudaginn 5. júní. - 1.- 3. bekkur kl. 8:30 - 4.- 6. bekkur kl. 9:30 - 7.- 9.bekkur kl. 10:30 - 10. bekkur kl. 12:30 Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og forráðamenn með sínum börnum. Eftir skólaslit eru nemendur komnir í sumarfrí.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjanesbæjar 2024

Hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjanesbæjar voru afhent í Bíósal Duus við hátíðlega athöfn 30. maí 2024. Alls bárust 13 tilnefningar og voru verkefnin fjölbreytt að vanda. Að þessu sinni urðu tvö verkefni jöfn og hlutu þau því bæði Hvatningarverðlaunin. Um er að ræða verkefnin Faglegt og fjölbreytt starf í Ösp í Njarðvíkurskóla og Lindin – stofnun og þróun sértæks námsúrræðis í Akurskóla. Að auki hlaut verkefnið Allir í skólann – snemmtæk íhlutun vegna skólaforðunar í Holtaskóla sérstaka viðurkenningu.
Lesa meira