Fréttir

Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla

Árshátíð Njarðvíkurskóla var í dag, fimmtudaginn 11. apríl. Mikið var um flott atriði sem Filoreta Osmani og Börkur Kristinsson, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með frábæru opnunaratriði, undir stjórn Elmu Rún Kristinsdóttur, sem um 50 nemendur í mörgum árgöngum tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var í dag. Alls voru tíu atriði sýnd í dag sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum og foreldrum. Eftir árshátíðina fóru gestir og starfsmenn yfir í skóla þar sem boðið var uppá kaffihlaðborð, gos, djús og kaffi sem foreldrar höfðu komið með. Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og kennarar þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð. Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Ása Bríet Bergsdóttir, Börkur Kristinsson, Elías Bjarki Pálsson, Elmar Sveinn Einarsson, Elva Lára Sverrisdóttir, Filoreta Osmani, Fróði Kjartan Rúnarsson, Guðrún Lilja Kristjánsdóttir, Gunnar Björn Björnsson, Helena Rafnsdóttir, Jan Baginski, Katý Björt Boumihdi, Krista Gló Magnúsdóttir, Óðinn Snær Ögmundsson, Sóley Sara Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Þórir Ólafsson.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2019 - Stór dagur á morgun

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á morgun fimmtudaginn 11. apríl kl. 12.00. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag en nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Foreldrar/forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér fyrir í salnum. Fjölmargir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn s.s. að vinna að uppsetningu eða æfa sýningaratriði. Þeir mæta því um morguninn samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara. Skemmtidagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla með stórglæsilega opnunaratiði og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti í stúku. Foreldrar/forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin. Það hefur skapast sú hefð að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í þeim efnum treystum við á foreldra/forráðamenn nú sem endranær að útvega veitingar. Það er sérstaklega lofsvert hve vel foreldrar/forráðamenn hafið tekið þessu erindi til þessa og hafa veitingarnar verið stórglæsilegar. Sjáumst á morgun!
Lesa meira

Góður dagur með Háskólalestinni

Frábærum degi lokið hjá nemendum í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla eftir heimsókn frá Háskólalest Háskóla Íslands. Eftir skólasetningu hjá Háskólalestinni í morgun voru margar fjölbreyttar og spennandi vísindasmiðjur í boði fyrir okkar nemendur. Smiðjunar voru í efnafræði, hljóðfræði, fornleifafræði, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vísindaheimspeki. Njarðvíkurskóli þakkar Háskólalestinni fyrir komuna og fróðleikinn í dag.
Lesa meira

Heilsa og lífskjör nemenda í Njarðvíkurskóla í innlendum samanburði

Rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema er íslenskur hluti alþjóðlegs verkefnis sem unnið er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og nefnist Health Behaviour in Schoolaged Children (HBSC). Þetta er ein viðamesta rannsókn samtímans á sviði heilsu og heilsutengdrar hegðunar ungs fólks. Um 44 lönd tóku þátt í þeirri fyrirlögn sem fram fór árið 2018. Meginmarkmiðið er að auka þekkingu og skilning á heilsu og lífskjörum ungs fólks. Viðfangsefni rannsóknarinnar eru víðtæk en meðal annars er spurt um lífstíl, næringu, matmálstíma, hreyfingu, tómstundir, slys, tannhirðu, líðan, félagsleg tengsl og umhverfi nemenda auk þess sem spurt er um ýmsa áhættuhegðun. Þátttaka Íslands í þessari alþjóðlegu rannsókn mun efla og styrkja til muna störf fræðimanna og fólks sem vinnur að forvörnum ungs fólks. Rannsóknastofa í tómstundafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir framkvæmd rannsóknarinnar og fær til þess styrk frá Lýðheilsusjóði. Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri stýrði rannsókninni frá árinu 2005 til 2013 en nú hefur Ársæll Arnarsson prófessor við Menntavísindavið H.Í. tekið við keflinu. Jafnframt taka á fjórða tug sérfræðinga og háskólanema virkan þátt í verkefninu. Stærstan þátt eiga þó kennarar og skólastjórar þeirra skóla sem lögðu spurningalistana fyrir og að sjálfsögðu þeir nemendur sem gáfu sér tíma til að fylla þá út. Fyrirlögnin gekk mjög vel alls staðar á landinu og er það ekki síst að þakka velvilja og stuðningi skólafólks. Alls svöruðu því 7.159 nemendur á landinu öllu. Í viðhengi er hægt að sjá niðurstöður frá Njarðvíkurskóla sem eru bornar saman við niðurstöður landsins alls og höfuðborgarsvæðisins. Við túlkun gagna þarf alltaf að hafa í huga að þegar einn skóli er borinn saman við heildina liggja ekki mörg svör til grundvallar. En samst sem áður eru tölurnar upplýsandi fyrir Njarðvíkurskóla og hjálpar til við að gera gott skólastarf enn betra.
Lesa meira

Háskólalest HÍ heimsækir Njarðvíkurskóla

Mánudaginn 8. apríl fáum við Háskólalest Háskóla Íslands til okkar og verða þau með námskeið fyrir nemendur í 9. og 10. bekk allan þann dag. Hefðbundið skólastarf fellur niður og dagurinn er allur skipulagður fyrir smiðjur sem Háskólalestin býður uppá. Nemendur hafa fengið kynningu á smiðjunum þar sem nemendur völdu sér þær smiðjur sem þau hafa áhuga á að sækja. Dagskrá hefst á skólasetningu á sal kl. 8:45 og kl. 9:00 hefst fyrsta smiðja. Smiðjum lýkur svo kl. 13:50 með því að allir nemendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Spennandi dagur framundan fyrir okkar nemendur.
Lesa meira

Bríet Björk og Lilja Rún fulltrúar Njarðvíkurskóla

Í vetur hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa sig í framsögn og upplestri sem er liður í Stóru upplestrarkeppninni. Í febrúar tóku þeir þátt í bekkjarkeppnum þar sem 12 fulltrúar voru valdir til að keppa í skólakeppninni um að verða fulltrúar Njarðvíkurskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Berginu, Hljómahöll 9. apríl. Í skólakeppninni sem haldin var á sal Njarðvíkurskóla dag voru Bríet Björk Hauksdóttir og Lilja Rún Gunnarsdóttir valdar sem fulltrúar skólans og til vara Sólrún Brynja Einarsdóttir. Dómarar í keppninni voru Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla, Ástríður Helga Sigurðardóttir íslenskukennari og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi. Valið var ekki auðvelt hjá dómurum keppninnar en þátttakendur stóðu sig allir mjög vel sem og áhorfendur en það voru nemendur í 6. og 7. bekk. Njarðvíkurskóli óskar stúlkunum til hamingju og góðs gengis í lokakeppninni.
Lesa meira

Glæsilegur árangur í boðsundskeppni grunnskólanna

Njarðvíkurskóli tók þátt í árlegri boðsundskeppni grunnskólanna sem fór fram 26. mars sl. Njarðvíkurskóli sendi tvö lið til þátttöku, eitt lið af miðstigi og eitt af unglingastigi. Nemendurnir okkar stóðu sig með stakri prýði og enduðu bæði liðin frá okkur í 6. sæti. Þess má geta að 41 skóli sendi lið til leiks á mótið. Eftirfarandi nemendur kepptu fyrir hönd skólans. 5-7. bekkur Ástrós Lovísa Hauksdóttir Bergur Snær Einarsson Bríet Björk Hauksdóttir Guðmundur Leo Rafnsson Jóhanna Arna Gunnarsdóttir Kári Siguringason Louisa Lind Jóhannesdóttir Magnús Orri Lárusson Nadía Líf Pálsdóttir Salvar Gauti Ingibergsson 8-10. bekkur Alda Líf Ívarsdóttir Alexander Logi Chernyshov Jónsson Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir Ásgeir Orri Magnússon Fannar Snævar Hauksson Kara Sól Gunnlaugsdóttir Kári Snær Halldórsson Mikael Freyr Hilmarsson Thelma Lind Einarsdóttir Vilborg Jónsdóttir Glæsilegir fulltrúar Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Flottur árangur í Skólahreysti

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 5. sæti í riðli 3 í ár. Helena Rafnsdóttir, Börkur Kristinsson, Samúel Skjöldur Ingibjargarson og Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir skipuðu lið Njarðvíkurskóla. Varamenn voru Ásgeir Orri Magnússon, Fannar Snævar Hauksson og Karlotta Ísól Eysteinsdóttir. Börkur setti skólamat bæði þegar hann tók 37 dýfur og 34 upphýfingar. Svanhildur tók 28 armbeygjur og hékk í hreystigreip í 1:57 mín. Helena og Samúel Skjöldur voru þremur sekúndum frá besta árangri Njarðvíkurskóla þegar þau fóru hraðabrautina á 2:27 mín. Frábær árangur hjá okkar nemendum sem voru studd áfram af frábærum samnemendum.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli fékk flotta endurgjöf frá Landvernd

Á mánudaginn fékk skólinn heimsókn fá Landvernd til að kanna stöðu umhverfismála í skólanum. Skólinn hefur verið með Grænfánann í rúman áratug og var kominn tími á endurnýjun. Skólinn fékk mikið hrós fyrir þá vinnu sem hefur farið fram innan skólans. Skólinn hefur sett sér þemu sem hann vinnur eftir en þau eru að efla vægi hreyfingar í skólastarfi og útikennslu, að viðhalda flokkunarmenningu skólans, að draga úr matarsóun og að auka þátttöku grenndarsamfélagsins. Skólinn fékk flotta endurgjöf frá Landvernd og fær skólinn afhentan nýjan fána á næstunni sem verður okkar fimmti fáni. Allt er vænt sem vel er grænt !
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2019-2020 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira