Fréttir

Frábær mæting á jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Frábær mæting var á árlegt jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla sem haldið var á sal skólans miðvikudaginn 29. nóvember. Bæði nemendur og forráðamenn mættu meðal annars til að föndra myndir, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.
Lesa meira

Nordplus Junior verkefni í Noregi

Dagana 6. – 10. nóvember fóru 11 nemendur ásamt tveimur kennurum til Noregs, í bæinn Tonsberg. Þetta var þriðja ferðin í verkefni á vegum Nordplus Junior. Í fyrstu tveimur ferðunum, sem voru í Litháen og Svíþjóð, unnu nemendur að hugmyndum, hönnun og útfærslu á vélmenni sem á að flytja tvö egg frá A til B með mögulegri hindrun. Í Noregi var komið að því að byggja og setja saman vélmennið. Nemendur notuðu ýmis efni til byggingar og má þar nefna t.d. þrívíddarprentara. Nemendur kynntu síðan sitt vélmenni fyrir hópnum og það var skemmtilegt að sjá hvað útfærslur nemenda voru mismunandi þrátt fyrir sama lokamarkmið. Nemendur og kennarar fengu síðan kynningu á bænum Tonsberg. Til þess að kynna Tonsberg útbjuggu norsku nemendurnir skemmtilegan ratleik fyrir okkur og voru með fræðslu á helstu stöðum. Skemmtileg leið til þess að kynna sinn heimabæ. Nemendum var einnig boðið á Edvard Munch safnið þar sem nemendur fengu leiðsögn um safnið ásamt því að fá að prufa að búa til sína eigin klippimynd í stíl expressionisma. Frábær ferð í alla staði!
Lesa meira

Grænfáninn afhentur Njarðvíkurskóla í sjöunda sinn

Í dag fékk Njarðvíkurskóli afhentan Grænfánann í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn. Grænfáninn er afhentur skólum sem leggja áherslu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Njarðvíkurskóli vinnur samkvæmt umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Meginmarkmið með umhverfismennt er að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og skapa jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála. Með aukinni þekkingu á umhverfismálum og jákvæðu viðhorfi nemenda og starfsmanna er auðveldara að fá þau til að flokka sorp og ganga betur um náttúruna. Nemendur og starfsfólk skólans hafa verið að taka sig á í umhverfismálum síðustu ár.
Lesa meira

Bjarni Fritzson með upplestur fyrir nemendur

Bjarni Fritzson kom í dag í Njarðvíkurskóla og las fyrir nemendur í 2.-7. bekk. Bækurnar sem Bjarni las úr voru Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma og Salka – Hrekkjavakan. Mikil ánægja var með upplestur Bjarna. Orri óstöðvandi: Jólin eru að koma Um bókina: Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman var rosaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo voru foreldrar mínir hársbreidd frá því að aflýsa jólunum. Ég get ekki sagt meira en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír.Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman varð vægast sagt svakaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo munaði minnstu að jólagóðmennska okkar Möggu yrði einhverjum að bana. Foreldrar mínir voru líka hársbreidd frá því að aflýsa jólunum og ógurlegur öryggisvörður sigaði sérsveitinni á mig. Magga tókst á við sinn stærsta ótta og við urðum að kenna grautfúlum Valsstrákunum lexíu í flughálum lokabardaga. Ég vil alls ekki ljóstra of miklu upp en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír. Salka - Hrekkjavakan Um bókina: Í tilefni af hrekkjavökunni setti TikTok-stjarnan Gabbi Galdur af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar í boði og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns. Í tilefni af hrekkjavökunni setti Gabbi Galdur, frægasta TikTok-stjarna Íslands, af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda elskum við að bregða fólki og svo voru verðlaunin svakaleg: VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns. Ég get alls ekki sagt þér meira og er í raun búin að segja þér alltof mikið, en ef þú elskar hræðilega hrekkjavöku-hrekki, TikTok og alvöru spennutrylli, þá er þetta bókin fyrir þig.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny

Fimmtudaginn 23. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Thursday the 23rd. of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Czwartek, 23 Listopada, jest dniem pracy nauczycieli w Njardvikurskoli. Wszyscy uczniowie maja w tym dniu wakacje. Tego dnia zajecia pozalekcyjne sa zamkniete.
Lesa meira

Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla verður með jólaföndur í sal skólans miðvikudaginn 29. nóvember frá kl. 17:00 til 18:30. Foreldrafélagið býður upp á fjölbreytt efni fyrir skapandi börn og fullorðna. Nemendur í 10. bekk munu selja veitingar. Við mælum með að taka með sér skæri, lím og liti og nokkra klósettpappírshólka. Ekki gleyma jólapeysunni. Öll velkomin. ----- The Njarðvíkurskóli parents' association announces its Christmas craft gathering on Wednesday November 29th from 17:00 until 18:30 in the school hall. The parents' association offers a variety of materials for children's and parents' creative Christmas crafts and the pupils of the 10th grade will offer snacks for sale. We recommend that you bring scissors, glue, crayons/color markers and a few empty toilet paper rolls. And don't forget the Christmas sweater. All welcome.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í dag 16. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla með gleðistund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu lögin Gengur betur næst og Dropalagið. Þetta er í 16. skipti sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á degi íslenskrar tungu. Hátíðin var tvískipt, fyrst 1.-6. bekkur og elstu nemendur á leikskólanum Gimli og síðan 7.-10. bekkur. Frosti Kjartan og Ragna Talía voru kynnar á hátíðinni. Dagskrá yngra stigs: - Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn og Geirþrúður forskólakennari sá um undirleik. - Nemendur í 1. bekk sungu lagið, Skýin. - Nemendur af leikskólanum Gimli sungu lögin, Gengur betur næst og Dropalagið. - Viktoría Líf Jónsdóttir, nemandi í 7. KR lék á píanó lagið Morgun eftir norska tónskáldið Edvard Grieg. - Nemendur í 4. bekk fluttu Mánaðarvísur. - Hafdís Inga í 8. HH las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Elís Einar í 8. AÁ flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson. - Nemendur í 6. bekk fluttu S.T.A.F.R.Ó.F. með Orðbragði. - Nemendur í 2. bekk sungu Á Sprengisandi. Geirþrúður forskólakennari spilaði undir á píanó. - Að lokum sungu allir Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla. Dagskrá eldra stigs: - Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn. - Hafdís Inga í 8. HH las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Elís Einar í 8. AÁ flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson. - Viktoría Líf Jónsdóttir, nemandi í 7. KR lék á píanó lagið Morgun eftir norska tónskáldið Edvard Grieg. - Nemendur í 9. bekk voru með spurningarkeppnina Kappsmál milli nemenda og starfsmanna. - Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla. - Nemendur í 10. bekk sýndu tvær frábærar stuttmyndir úr Gíslasögu. - Dagskráin endaði á spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs.
Lesa meira

Dagur gegn einelti - Vináttudagur

Dagur gegn einelti- Vináttudagur er haldinn 8. nóvember ár hvert og er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2011 og þá til að vekja athygli á því að einelti er ofbeldi og á aldrei að líðast. Frá árinu 2017 hefur dagurinn verið tileinkaður einelti meðal barna, einelti í skólum. Einelti er brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þennan dag unnu nemendur og starfsfólk saman á fjölbreyttan hátt að því að hvetja til jákvæðra samskipta með t.d. umræðu og fræðslu um mikilvægi vináttu og virðingar og að einelti er ofbeldi sem verður ekki liðið. Nýtum okkar styrkleika, setjum okkur í spor annarra og hugum að okkar eigin hegðun. Við erum öll fyrirmyndir á einn eða annan hátt.
Lesa meira

Vegna óvissustigs Almannavarna

Í ljósi óvissustigs Almannavarnar vegna jarðhræringa á Reykjanesi hvetjum við forráðamenn að skoða Rýmingaráætlun Njarðvíkurskóla (Viðbrögð við vá) sem er að finna á heimasíðunni.
Lesa meira

Skólaslit 3 - Öskurdagur

Í október tóku nemendur og starfsmenn Njarðvíkurskóla þátt í verkefninu SKÓLASLIT 3 – Öskurdagur sem er spennandi hrollvekja sem hefur það markmið að vekja lestrarupplifun fyrir lesendur sem taka þátt í verkefninu. Skólaslit 3 - Öskurdagur er samstarfsverkefni Menntasviðs Reykjanesbæjar og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Þriðjudaginn 31. október var Öskurdanshátíð í Njarðvíkurskóla þar sem þemað var sagan sjálf. Allir voru hvattir til alla að mæta í búningum og var salur skólans skreyttur í anda Skólaslita 3 - Öskurdagur af nemendaráði og starfsmönnum með tilheyrandi reyk og hryllilegum hljóðum. Þar var mikið danspartý þar sem nemendur skemmtu sér konunglega.
Lesa meira