Fréttir

Starfsdagur / Teachers work day / Dzien organizacyjny

Föstudaginn 15. febrúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Nemendur eiga frí þann dag. Frístundaskóli yngri deildar sem og frístundaskólinn í Ösp eru lokaðir þennan starfsdag. Dear parents. Friday 15td February is a working day at school. Students have a vacation that day and the after school program is closed. Drodzy rodzice. Piątek 15 luty to dzień roboczy w szkole. Studenci mają wakacje w tym dniu i program po szkole jest zamknięty.
Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 1. febrúar

Dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla föstudaginn 1. febrúar Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi. Á degi stærðfræðinnar voru allir kennarar í Njarðvíkurskóla hvattir til að vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum og horfa til þess að stærðfræði má sjá í flestum viðfangsefnum ef sett eru upp stærðfræðigleraugun. Þemað í ár hjá Fleti, samtökum stærðfræðikennara var rúmfræði og stærðfræði. Í tilefni af deginum var stærðfræðigetraun meðal nemenda, þar sem nemendur í giskuðu á fjölda Lego-kubba í plastkassa. Fjöldi kubba var 170. Vinningshafar fengu bíómiða í Sambíóum Keflavík á sýningu að eigin vali. Sigurvegarar í ár eru: Hulda Elisabeth Danielsdóttir 4.AK, Nadía Líf Pálsdóttir 7.AÁ, Rannveig Guðmundsdóttir 8.ÞRH og Gunnar Björn Björnsson 9.TG. Njarðvíkurskóli óskar sigurvegurum til hamingju og þakkar um leið Sambíóinu í Keflavík fyrir vinningana.
Lesa meira

Forvörn gegn fíkniefnum - Fyrirlestur

Njarðvíkurskóli fékk styrk frá Forvarnarsjóði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir fyrirlestrum frá Hildi Hólmfríði Pálsdóttur. Hildur byggir fyrirlestrana sína á sögu dóttur sinnar sem lést vegna neyslu lyfja fyrir nokkrum árum síðan. Hún segir sögu hennar og er svo með umræður á eftir þar sem nemendur/forráðamenn geta spurt að hverju sem er. Með fyrirlestrinum segir hún sögu dóttur sinnar sem sökk mjög fljótt í djúpt fen fíkniefnaneyslu. Hún var farin að sprauta sig um fimmtán ára aldur og hafði farið nokkrum sinnum í meðferð þegar hún lést. Í sínum fyrirlestrum er Hildur opinská og dregur ekkert undan þegar hún lýsir því hvernig það getur endað þegar byrjað er að fikta með eiturlyf og hversu fljótt það getur gerst. Hildur mun halda fjóra fyrirlestra sem allir verða miðvikudaginn 30. janúar. - 10. bekkur kl. 08:30 - 9. bekkur kl. 10:00 - 8. bekkur kl. 11:00 - Fyrir forráðamenn kl. 17:30 á sal Njarðvíkurskóla – opið fyrir alla forráðamenn og starfsmenn í Njarðvíkurskóla. Allir forráðamenn í Njarðvíkurskóla eru hvattir til að mæta kl. 17:30 á sal skólans 30. janúar.
Lesa meira

Samtalsdagur 24. janúar 2019 í Njarðvíkurskóla

Samtalsdagur 24. janúar 2019 í Njarðvíkurskóla Við minnum á að á morgun, fimmtudaginn 24. janúar, er samskiptadagur í Njarðvíkurskóla. Forráðamenn eiga að vera búnir að bóka viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum Mentor en einnig eru aðrir fag-, list- og verkgreinakennarar til viðtals í sínum stofum og hægt að bóka viðtal hjá þeim líka. Frístundaskólinn er opinn fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá 8:15-16:00. Forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk eru beðnir um að svara stuttri viðhorfskönnun á sal eftir viðtalið en niðurstöður þess eru mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans. Minnum líka á vöfflusölu nemenda í 10. bekk sem eru að safna fyrir vorferðinni sinni. Bestu kveðjur, Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Samskiptadagur 24. janúar

Það verður samskiptadagur í Njarðvíkurskóla fimmtudaginn 24. janúar. Bókin viðtala fer fram í gegnum Mentor og má nálgast leiðbeiningar til að bóka viðtal í eftirfarandi myndbandi https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM Opnað er fyrir bókanir viðtala miðvikudaginn 16. janúar nk. Á samskiptadeginum eru foreldrar/forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk beðnir um að svara stuttri viðhorfskönnun á sal eftir viðtalið á spjaldtölvur en niðurstöðurnar eru mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans. Einnig hvetjum við foreldra/forráðamenn um að skoða vel í óskilamuni en mikið af þeim er að safnast saman hjá okkur.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny Þriðjudaginn 15. janúar er starfdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaskóli yngri nemenda er lokaður þennan dag og frístund í Ösp er opin frá 11:10-16:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar. Tuesday 15th. of January is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day but after school program in Ösp is open from 11:10-16:00 for those that are signed in that after school program. Wtorek 15. luty jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest w tym dniu zamkniety, ale po programie szkoly w Ösp jest otwarty od 11:10-16: 00 dla tych, które sa podpisane w tym programie po szkole.
Lesa meira

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmta og síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og lýkur 1. mars. Allir nemendur í 1-10. bekk geta tekið þátt í lestrarátakinu. Nýbreytni er að foreldrar/forráðamenn geta einnig tekið þátt og sent inn lestrarmiða fyrir þær bækur sem þeir lesa. Fimm börn og eitt foreldri verða dregin úr lestrarmiðapottinum ásamt þeim skóla sem les hlutfallslega mest í átakinu og verða þau öll sett í síðustu bókina, Bernskubrek Ævars vísindamanns sem kemur út næsta vor en næsta bók verður æsispennandi risaeðlu-, vélmenna-, geimveru-, ofurhetjubók! Læsi skiptir sköpum og er lykill að lífsgæðum okkar til framtíðar. Í ár geta foreldrar/forráðamenn líka tekið þátt, sem er frábær nýbreytni, þar sem þeir eru bestu fyrirmyndirnar. Lestrarátak Ævars vísindamanns er góð hvatning til okkar að vera dugleg að lesa og við hvetjum ykkur að taka þátt. Hér fyrir neðan eru lestrarmiðar fyrir nemendur og foreldra og reglur átaksins einnig má finna upplýsingar um fyrirkomulag átaksins og lestrarmiða á heimasíðu Ævars, www.visindamadur.com Bæði nemendur og foreldrar geta skilað lestrarmiðunum á bókasafn skólans. Fimmta og síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og lýkur 1. mars. Allir nemendur í 1-10. bekk geta tekið þátt í lestrarátakinu. Nýbreytni er að foreldrar/forráðamenn geta einnig tekið þátt og sent inn lestrarmiða fyrir þær bækur sem þeir lesa. Fimm börn og eitt foreldri verða dregin úr lestrarmiðapottinum ásamt þeim skóla sem les hlutfallslega mest í átakinu og verða þau öll sett í síðustu bókina, Bernskubrek Ævars vísindamanns sem kemur út næsta vor en næsta bók verður æsispennandi risaeðlu-, vélmenna-, geimveru-, ofurhetjubók! Læsi skiptir sköpum og er lykill að lífsgæðum okkar til framtíðar. Í ár geta foreldrar/forráðamenn líka tekið þátt, sem er frábær nýbreytni, þar sem þeir eru bestu fyrirmyndirnar. Lestrarátak Ævars vísindamanns er góð hvatning til okkar að vera dugleg að lesa og við hvetjum ykkur að taka þátt. Hér fyrir neðan eru lestrarmiðar fyrir nemendur og foreldra og reglur átaksins einnig má finna upplýsingar um fyrirkomulag átaksins og lestrarmiða á heimasíðu Ævars, www.visindamadur.com Bæði nemendur og foreldrar geta skilað lestrarmiðunum á bókasafn skólans.
Lesa meira

Foreldrafærninámskeið á vorönn 2019

Uppeldi barna með ADHD Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma. Foreldrar barna sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) samkvæmt formlegri skimun eða fullnaðargreiningu geta sótt námskeiðið. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5 - 12 ára, sem ekki hafa margar eða flóknar fylgiraskanir. Fyrirkomulag Kennt verður í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ, Skólavegi 1. Námskeiðið er alls sex skipti, tvær klukkustundir í senn. Kennt verður á miðvikudögum sem hér segir: - 30. janúar kl 17.00 - 19.00 - 6. febrúar kl 17.00 - 19.00 - 13. febrúar kl 17.00 - 19.00 - 20. febrúar kl 17.00 - 19.00 - 27. febrúar kl 17.00 - 19.00 - 13. mars kl 17.00 - 19.00 Leiðbeinendur eru Hulda María Einarsdóttir og Kristín Guðrún Reynisdóttir sálfræðingar. Skráning og námskeiðsgjald Skráningin er rafræn á Mitt Reykjanes (www.mittreykjanes.is). Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af skólaþjónustu. Námskeiðskostnaður fyrir par er 10.000 krónur en 8.000 krónur fyrir einstakling. Greiðsla fyrir námskeið þarf að berast viku fyrir upphaf námskeiðs. Hægt er að greiða með því að millifæra á reikning nr. 121-26-1 kt. 470794-2169, með skýringunni: Uppeldi barna með ADHD. Kvittun greiðslu skal senda á netfangið einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is. Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Kristín í síma 421-6700 og í tölvupósti kristin.g.reynisdottir@reykjanesbaer.is __________________________________________________ Klókir litlir krakkar Forvarnarnámskeiðið Klókir litlir krakkar er námskeið fyrir foreldra barna í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólans, sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til þess að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku forvarnarnámskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir. Foreldrar barna á aldrinum 3 - 8 ára sem farin eru að sýna fyrstu merki óöryggis og kvíða geta sótt námskeiðið. Við skráningu eru foreldrar beðnir um að svara stuttum spurningalista um stöðu barnsins. Fyrirkomulag Kennt verður í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ, Skólavegi 1. Námskeiðið verður kennt á tímabilinu 26. febrúar til 16. apríl sem hér segir: - 26. febrúar kl 17.00 - 19.00 - 5. mars kl 17.00 - 19.00 - 12. mars kl 17.00 - 19.00 - 19. mars kl 17.00 - 19.00 - 26. mars ENGIN KENNSLA - 2. apríl kl 17.00 - 19.00 - 9. apríl ENGIN KENNSLA - 16. apríl kl 17.00 - 19.00 Leiðbeinendur eru Einar Trausti Einarsson og Kristín Guðrún Reynisdóttir sálfræðingar hjá skólaþjónustu. Skráning og námskeiðsgjald Skráningin er rafræn á Mitt Reykjanes (www.mittreykjanes.is). Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af skólaþjónustu. Námskeiðskostnaður fyrir par er 10.000 krónur en 8.000 krónur fyrir einstakling. Greiðsla fyrir námskeið þarf að berast viku fyrir upphaf námskeiðsins. Hægt er að greiða með því að millifæra á reikning nr. 121-26-1 kt. 470794-2169, með skýringunni: Klókir litlir krakkar. Kvittun greiðslu skal senda á netfangið einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is. Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Einar Trausti í síma 421-6700 og í tölvupósti einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is
Lesa meira

Skemmtileg jólahátíð í dag

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum. Á sal léku Eygló Ósk Pálsdóttir og María Lovísa Davíðsdóttir dúett á klarinett ensk/franska lagið Englakór frá himnahöll og Embla Sól Sverrisdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir léku á píanó og fiðlu lagið Við óskum þér góðra jóla. Rannveig Guðmundsdóttir og Alexander Logi Chernyshov Jónsson lásu ljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Börkur Kristinsson og Filoreta Osmani voru kynnar á hátíðinni. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar Stúfur og Skyrgámur kíktu í heimsókn.
Lesa meira

Jólahátíð 20. desember

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður fimmtudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaskólinn í Ösp. Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi: - Nemendur í 1., 2., 5., 7. og 9. bekk mæta kl. 8:30 og eru til 10:20. - Nemendur í 3., 4., 6., 8. og 10. bekk mæta kl. 9:40 og eru til 11:00. Nemendur eru bæði á stofujólum þar sem það er lesin upp jólasaga, skipts á pökkum og nemendur koma með smákökur og gos/safa til að gæða sér á. Svo er farið á sal þar sem nemendur í 5. bekk sýna helgileik. Lesið er jólaljóð og svo er tónlistaratriði. Eftir það dansa allir í kringum jólatréð og það er aldrei að vita nema jólasveinarnir kíki í heimsókn. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar 2019. Starfsfólk Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Lesa meira