Fréttir

Starfsdagur 20. janúar

Þriðjudaginn 20. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístundaheimili í Ösp eru lokuð þennan dag.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja

Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar 2026. Um er að ræða skertan nemendadag þar sem nemendur mæta samkvæmt stundatöflu frá kl. 9:55 og eru í skólanum til kl. 13:20 eða kl. 14:00, auk valgreina eftir því sem við á. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp verða opin þennan dag frá kl. 8:15-9:55 og aftur frá kl. 13:20-16:15. Skrifstofa skólans er lokuð frá 22. desember og opnar aftur 5. janúar. Jólakveðja, Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Jólahátíð Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin með hátíðlegum hætti föstudaginn 19. desember, bæði á sal og í kennslustofum. Nemendur voru hjá umsjónarkennurum sínum þar sem þeir horfðu á helgileik sem nemendur í 6. bekk höfðu tekið upp í Ytri-Njarðvíkurkirkju fyrr í desember og héldu síðan litlu jólin saman. Að venju var dansað í kringum jólatréð áður en nemendur héldu svo inn í jólaleyfið.
Lesa meira

Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Njarðvíkurskóla

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti í dag Njarðvíkurskóla og átti þar samtal við nemendur í 8.–10. bekk skólans. Heimsóknin var hátíðleg og gaf nemendum tækifæri til að hlýða á fróðlegt erindi um hann sjálfan og reynslu hans af forsetaembættinu. Áður en Guðni ávarpaði nemendur fóru Viktoría Sól Sigurðardóttir og Karen Gígja Guðnadóttir yfir æviágrip hans á vandaðan og greinargóðan hátt. Nemendur sýndu Guðna mikla virðingu og voru til fyrirmyndar í framkomu. Njarðvíkurskóli þakkar Viktoríu Sól og Kareni Gígju góða kynningu og Guðna Th. Jóhannessyni kærlega fyrir heimsóknina. Mikill heiður fyrir nemendur skólans að fá hann í heimsókn.
Lesa meira

Jólahátíð Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður haldin föstudaginn 19. desember. Þetta er skertur nemendadagur og mæta nemendur eingöngu á jólahátíðina og fara heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag, bæði í Njarðvíkurskóla og í Ösp. Nemendur í 1.-10. bekk, í Björk og Ösp mæta í heimastofur kl. 09:50. Jólahátíðinni lýkur kl. 11:15. Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á jólahátíðina. Þar sem allir nemendur skólans mæta og fara heim á sama tíma verður bílastæðið milli íþróttahúss og fótboltavallar, sem og bílastæðið við Brekkustíg, eingöngu ætlað forráðamönnum þennan dag. Markmiðið með þessu er að minnka líkur á umferðaröngþveiti við komu og brottför nemenda. Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Á jólahátíðinni eru stofujól, horft er á helgileik sem nemendur í 6. bekk leika og syngja, lesin er jólasaga og svo koma nemendur á sal þar sem gengið er í kringum jólatré og sungið saman. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsfólki skólans. Skólastarf hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar 2026. Um er að ræða skertan nemendadag þar sem nemendur mæta samkvæmt stundatöflu frá kl. 9:55 og eru í skólanum til kl. 13:20 eða kl. 14:00, auk valgreina eftir því sem við á. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp verða opin þennan dag frá kl. 8:15-9:55 og aftur frá kl. 13:20-16:15.
Lesa meira

Föndurdagur og hátíðarmatur á aðventunni

Á aðventunni er hefðbundið skólastarf í Njarðvíkurskóla brotið upp og lögð áhersla á að halda í hefðir. Ein þeirra er föndurdagur þar sem nemendur eru hjá sínum umsjónarkennara, föndra saman og eiga notalega stund í heimastofunni. Föstudaginn 12. desember var föndurdagur í skólanum og höfðu kennarar, ásamt öðru starfsfólki, undirbúið fjölbreytt og skemmtilegt föndur ásamt ýmsu öðru fyrir sína umsjónarbekki. Sama dag var einnig boðið upp á hátíðarmat. Starfsfólk lagði á borð og var salurinn í sannkölluðum hátíðarbúningi. Nemendur sátu saman í sínum bekkjum og nutu þess að vera þjónað til borðs. Í boði var kalkúnn með salvíu, steiktar kartöflur, hátíðarsósa, eplasalat, vegan Wellington og ísblóm í eftirrétt.
Lesa meira

Aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Miðvikudaginn 10. desember fóru nemendur í Njarðvíkurskóla aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í kirkjunni tóku á móti þeim sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, sr. Helga Kolbeinsdóttir, Rafn Hlíðkvist organisti, Svandís Gylfadóttir og Jónína Margrét Hermannsdóttir. Í heimsókninni voru sungin jólalög og flutt jólasaga sem skapaði hátíðlega og notalega stemningu. Heimsóknin var ánægjuleg og nemendur til fyrirmyndar í allri sinni framkomu. Við viljum færa starfsfólki Ytri-Njarðvíkurkirkju bestu þakkir fyrir góðar og hlýjar móttökur.
Lesa meira

Jólaföndur og hátíðarmatur 12. desember

Föstudaginn 12. desember verður uppbrotsdagur í Njarðvíkurskóla þar sem hefðbundið skólastarf víkur fyrir fjölbreyttri dagskrá í tengslum við aðventuna. Nemendur í 1.-4. bekk verða í skólanum frá kl. 8:15-13:20 og nemendur í 5.-10. bekk frá kl. 8:15-14:00. Frístundaheimili Njarðvíkurskóla og Ösp verða opin frá kl. 13:20 til 16:15 þennan dag. Í skólanum er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk eigi saman ánægjulega og notalega stund við jólaföndur og skreytingar þar sem skólabyggingin er sett í hátíðlegan jólabúning. Sama dag verður jafnframt árlegur hátíðarmatur í skólanum. Salurinn verður skreyttur og starfsfólk mun þjóna nemendum til borðs. Þetta er ávallt hátíðleg og skemmtileg stund sem nemendur njóta vel. Í boði verður eftirfarandi: - Hátíðarmatur - Kalkúnn með salvíu, steiktum kartöflum, hátíðarsósu, eplasalati og ísblóm. - Hátíðarmatur/Veganréttur - Vegan Wellington með steiktum kartöflum, hátíðarsósu, eplasalati og ís. - Meðlæti - Rauðkál, gular baunir og úrval af grænmeti.
Lesa meira

Heimsóknir rithöfunda í desember

Á aðventunni hefur sú hefð skapast í Njarðvíkurskóla að taka á móti rithöfundum sem koma og lesa úr bókum sínum fyrir nemendur. Í ár tókum við á móti tveimur rithöfundum sem komu og lásu fyrir nemendur. Þetta voru þeir Bjarni Fritzson sem las fyrir 4.-7. bekk úr nýrri bók sinni úr bókaflokknum um Orra óstöðvandi og Möggu Messi og Gunnar Helgason sem las fyrir 3.-6. bekk úr nýrri bók eftir hann, Birtingur og símabannið mikla.
Lesa meira

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2025-2026

Starfsáætlun fyrir Njarðvíkurskóla, Björk og Ösp skólaárið 2025-2026 var samþykkt af skólaráði 22. október 2025 og í menntaráði Reykjanesbæjar 14. nóvember 2025. Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.
Lesa meira