Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Bergi í Hljómahöll þann 03.mars. Þar komu saman keppendur úr 7.bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Stóra upplestrarkeppnin heldur upp á 25 ára afmæli sitt núna í ár og má því segja að keppnin sé fyrir löngu orðin hluti af skólastarfi hvers skóla. Fyrir hönd Njarðvíkurskóla tóku þátt Kristín Björk Guðjónsdóttir og Viktor Garri Guðnason, varamaður þeirra var Ragna Talía Magnúsdóttir. Þau stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðustu vikur og mánuði undir handleiðslu Margrétar Rósu íslenskukennara þeirra. Kristín Björk lenti í öðru sæti keppninnar í Hljómahöll, sem er frábær árangur þar sem keppnin var einstaklega jöfn og spennandi. Þá las Fjóla Osmani, einnig nemandi úr 7.bekk Njarðvíkurskóla, ljóð á sínu móðurmáli albönsku um Ísland og náttúru Íslands. Sigurvegari keppninnar var Guðný Kristín Þrastardóttur úr Myllubakkaskóla og í þriðja sæti var Rúna María Fjelsted úr Holtaskóla. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nokkrar myndir frá keppninni sjálfri.
Lesa meira

Breyting á skóladagatali

Gerðar hafa verið breytingar á skóladagatali þessa skólaárs. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar: Árshátíð 25. mars, skertur nemendadagur færist til 3. maí, sem er skertur dagur á skóladagatali Skertur nemendadagur 25. mars færist til 7. júní og útinám/ferðir þann dag færast til 1. júní.
Lesa meira

Þemadagar í Njarðvíkurskóla, dagur 2

Hér í Njarðvíkurskóla héldu þemadagar áfram í dag. Þemað í ár var Heilbrigð sál í hraustum líkama. Líkt og má sjá á myndum í meðfylgjandi myndasafni þá var dagskráin fjölbreytt og vonandi skemmtileg fyrir alla nemendur. Það er alltaf gaman að brjóta upp hefðbundina kennslu og gera eitthvað sem er ekki gert dags daglega í skólanum.
Lesa meira

Niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra í 3., 6. og 9. bekk í Njarðvíkurskóla

Hérna eru niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra í 3., 6. og 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Viðhorfskönnunin var nafnlaus og var send foreldrum í gegnum tölvupóst sem innihélt tengil þar sem óskað var eftir því að foreldrar svöruðu könnuninni. Hjá 3. og 6. bekk voru 19 spurningar og hjá 9. bekk 22 spurningar. Í niðurstöðum er búið að taka saman svörin í öllum þrem árgöngunum. Svörin í spurningu 21, 21 og 22 eru aðeins svör frá foreldrum í 9. bekk. Í niðurstöðum er einnig búið að draga saman svarmöguleikana, Mjög sammála og Frekar sammaála og einnig svarmöguleikana Mjög ósammála og frekar ósammála. Svarhlutfall var 29/32 í 3. bekk, 32/48 í 6. bekk og 25/37 í 9. bekk.
Lesa meira

Mikil ánægja með hafragrautinn í morgun

Í tilefni af þemadögum í Njarðvíkurskóla var hafragrautur í boði fyrir nemendur í morgun og verður aftur í boði í fyrramálið. Mikil ánægja var með hafragrautinn í morgun þar sem fjöldi nemenda mættu fyrr og borðuðu morgunmatinn í skólanum. Nemendum stendur til boða að fá hafragraut aftur á morgun frá 7:45-8:10.
Lesa meira

Íþróttatreyjudagur í Njarðvíkurskóla

Nemendaráð Njarðvíkurskóla ætlar að standa fyrir íþróttatreyjudegi á morgun, 25. febrúar. Er það gert í tilefni þemadaga sem eru í skólanum 25. og 26. febrúar. Yfirskrift þemadaga í Njarðvíkurskóla er Heilbrigð sál í hraustum líkama. Það væri gaman ef sem flestir myndu mæta í íþróttatreyju, er þá sama hvort um sé að ræða til dæmis fótboltatreyju eða körfuboltatreyju.
Lesa meira

Þemadagar 25. og 26. febrúar

Dagana 25. og 26. febrúar eru þemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Á þemadögunum hefst skóladagur hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu. Nemendum verður boðið upp á hafragraut báða morgnana á sal skólans frá kl. 7:45-8:10. Tímasetningar eftir árgöngum: Fimmtudagur 25. febrúar 1.-4. bekkur - kl. 8:15-13:20 5.-10. bekkur - kl. 8:15-14:00 Föstudagur 26. febrúar 1.-10. bekkur - kl. 8:15-13:20
Lesa meira

Vetrarleyfi og starfsdagur - English below - Polski ponizej

Samkvæmt skóladagatali þá er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla föstudaginn 19. febrúar og starfsdagur mánudaginn 22. febrúar. Frístundaheimili yngri nemenda og frístundaheimili í Ösp er einnig lokuð báða dagana. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og foreldrar hafi það gott í fríinu. -- English below - Dear parents/legal guardians. Friday 19th of February will be winter vacation and Monday the 22th of February is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. The after school centres is closed both days. School will resume on 23sth of February with its regular schedule. The staff at our school wishes students and their families an enjoyable holiday. -- Polski ponizej -- Drodzy Rodzice/Opiekunowie prawni, Piatek 19 lutego to ferie zimowe, a poniedzialek 22 lutego to dzien pracy nauczycieli w Njarðvíkurskóli. Zajecia pozaszkolne sa zamkniete w oba dni. Szkola zostanie wznowiona 23 lutego zgodnie z regularnym harmonogramem. Pracownicy naszej szkoly zyczy uczniom i ich rodzinom udanych wakacji.
Lesa meira