12.11.2024
Eitt af áhersluatriðum skólaársins hjá okkur í Njarðvíkurskóla er að efla samstarf heimilis og skóla og af því tilefni buðum við upp á tvö erindi fyrir forráðamenn og starfsfólk.
Miðvikudaginn 30. október fengum við Margréti Lilju Guðmundsdóttur, þekkingarstjóra hjá Planet Youth á kvöldfund með foreldrum og starfsfólki sem koma að nemendum í 6.-10. Bekk. Erindið nefndi hún „Best saman“ þar sem hún fór yfir hversu mikilvæg samvinna milli heimilis og skóla sem og forráðamanna og barna er. Hún ræddi um öryggi og velferð barna, mikilvægi forráðamanna til að setja mörk og byggja upp sterkan grunn fyrir börnin sín. Eins ræddi hún um hvernig við í sameiningu styðjum börn svo þeim líði vel og séu örugg. Í erindi sínu studdist hún við niðurstöður fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla frá Íslensku æskulýðsrannsókninni frá 2023. Frábært erindi og stefnum við á að fá hana aftur til okkar.
Miðvikudaginn 6. nóvember fengum við Dagbjörtu Harðardóttur, sérfræðing frá Heimili og skóla til að kynna fyrir forráðamönnum og starfsfólki sem kemur að kennslu nemenda í 1.-5. bekk farsældarsáttmálann. Frábær mæting var frá forráðamönnum og eftir kynninguna unnu forráðamenn og umsjónarkennarar að gerð farsældarsáttmála fyrir hvern árgang. Mjög gott spjall sem forráðamenn áttu um sameiginlegan ramma fyrir börnin sína og að setja sér gildi og viðmið fyrir farsældarsáttmálann sem tákn um samstöðu forráðamanna. Þá fór hún yfir mikilvægi samstarfs heimilis og skóla sem leiðir til betri líðan nemenda, betri námsárangurs og betri skóla- og bekkjarbrags.
Við þökkum forráðamönnum kærlega fyrir komuna og vera þannig virkir þátttakendur í vinnustað barnanna sinna.
Lesa meira
05.11.2024
6. nóvember kl.19:30-21:00 mun Dagbjört Harðardóttir frá Heimili og skóla kynna og ræða farsældarsáttmálann fyrir forráðamönnum í 1.-5. bekk á sal Njarðvíkurskóla.
Mjög mikilvægt að einn forráðamaður mæti frá hverju heimili.
Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gerir foreldrum og öðrum sem koma að degi barnsins kleift að ræða sín á milli og setja niður ákveðin viðmið eða gildi sem þeim finnast mikilvæg til þess að styðja við þroska og farsæld allra barna í nærsamfélaginu.
Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps auk þess sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins. Farsældarsáttmálinn gefur foreldrum tækifæri til þess að forma samstarf sín á milli og styrkja foreldrastarfið.
Eftir kynninguna koma forráðamenn í hverjum árgangi fyrir sig saman og gera sinn farsældarsáttmála með umsjónarkennara.
Lesa meira
05.11.2024
Njarðvíkurskóli er þátttakandi í þróunarverkefni sem heitir Leikgleði og eru nemendur í 1.-2. bekk þátttakendur. Verkefnið gengur út á að efla hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni barna með aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni. Með því eru börnin virkir þátttakendur í tónlistinni, dansinum, leiknum eða leiksýningunum sem byggja á sögunum sem unnið er með.
Verkefnastjóri verkefnisins er Ólöf Kristín Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi á Menntasviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur verkefnisins er Birte Harksen leikskólakennari sem hefur unnið með málörvandi aðferðir til margra ára.
Fimmtudaginn 5. nóvember fengum við í heimsókn Birte og Immu, samstarfskonu hennar, sem buðu nemendum í 1. og 2. bekk upp á sýninguna Skuggaleikhús við góðar undirtektir nemenda.
Við þökkum Birte og Immu kærlega fyrir heimsóknina.
Lesa meira
30.10.2024
Fimmtudaginn 24. október tóku tveir nemendur í Ösp, þau Birta María Guðbergsdóttir og Bjarki Sölvi Fjeldsted ásamt Eygló Alexandersdóttir þroskaþjálfa í Ösp, á móti rausnarlegum stryk frá Blue bílaleigu sem kemur í framhaldi af góðferðafesti Blue sem haldið er ár hvert.
Styrkurinn hljóðar upp á 1,4 milljón króna sem kemur til með að nýtast starfsemi Aspar á komandi skólaári. Það er mikilvægt fyrir Ösp, sérhæft námsúrræði, að finna fyrir velvild nærsamfélagsins í sínu starfi.
Við þökkum eigendum og starfsmönnum Blue bílaleigu kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk.
Lesa meira
29.10.2024
Miðvikudaginn 30.október mun verða haldin fyrirlestur á sal Njarðvíkurskóla fyrir forráðamenn og starfsfólk nemenda í 6.-10. bekk, frá klukkan 19:30-21:00.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir þekkingarstjóri hjá Planet Youth mun kynna og ræða niðurstöður rannsókna sem tengjast mikilvægi forráðamanna í að byggja upp sterkan grunn fyrir börnin sín.
Við viljum að börnunum okkar líði vel, því þurfum við að geta átt gott samtal um öryggi þeirra og velferð. Fjallað eru um mikilvægi forráðamanna og hvaða þátt þeir spila í að byggja upp sterkan grunn og bakland fyrir börnin sín. Hvað vitum við? Hverjar eru áskoranirnar og hverju þurfa forráðamenn að huga að til að styðja við börn sín á sem bestan hátt.
Mikilvægt er að sem flestir forráðamenn mæti og sýni í verki að þeir séu virkir þátttakendur á vinnustað barnanna sinna.
Lesa meira
22.10.2024
Föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október er vetrarfrí í Njarðvíkurskóla. Enginn kennsla er þessa daga og frístundaheimili skólans, bæði í skóla og í Ösp er lokað. Vonum að allir hafi það gott í vetrarleyfinu.
Friday, October 25th. and Monday, October 28th. is the school's winter break. There are no classes these days and the after school program, both in school and in Ösp, is closed. We wish everyone a good winter break.
Piątek, 25 października. i poniedziałek 28 października. jest w szkole przerwa zimowa. W tych dniach nie ma zajęć, a zajęcia pozaszkolne, zarówno w szkole, jak i w Ösp, są zamknięte. Życzymy wszystkim udanych ferii zimowych.
Lesa meira
11.10.2024
Nemendur í 5. bekk og umsjónarkennarar þeirra þær Nana og Júlía stóðu fyrir umhverfismennt og trjárækt þriðjudaginn 24. september.
Þau gróðursettu 100 birkiplöntur sem Njarðvíkurskóli fékk í gjöf frá Yrkju. Þannig hjálpa þau til við að kolefnisbinda andrúmsloftið, ásamt því að fegra bæinn okkar.
Plönturnar gróðursettu nemendurnir við hlið göngustígsins í Grænásbrekkunni og nutu við það hjálpar og leiðsagnar frá Steindóri í umhverfisteymi skólans.
Njarðvíkurskóli þakkar nemendunum, kennurunum og öllum þeim sem komu að gróðursetningunni kærlega fyrir þeirra framlag.
Lesa meira
04.10.2024
Í tilefni samtalsdags í Njarðvíkurskóla þann 8.október næstkomandi mun 10.bekkur bjóða til sölu vöfflur og drykki með þeim.
10.bekkur er að safna fyrir skólaferðalagi sem þau stefna að í maí 2025 að Bakkaflöt í Skagafirði.
Í boði verða vöfflur, kaffi og djús og verður posi á staðnum þannig að hægt verður að borga með korti og síma fyrir þá sem vilja.
Lesa meira
24.09.2024
Miðvikudaginn 25. september er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Wednesday the 25h of September is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Sroda, 25 wrzesnia, jest dniem pracy nauczycieli w Njardvikurskoli. Wszyscy uczniowie maja w tym dniu wakacje. W tym dniu zajecia pozalekcyjne sa zamkniete.
Lesa meira
19.09.2024
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta: almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók (sem er innanhúsrit).
Bekkjarnámskrár er skipt eftir árgöngum. Þar koma fram koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, læsisstefna Njarðvíkurskóla, námsmat, lykilhæfni, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.
Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2023-2024 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans og hægt er að smella hér til að nálgast þær.
Lesa meira