Fréttir

Skertur nemendadagur

Samkvæmt skóladagatali er mánudaginn 7. júní skertur nemendadagur. Allir nemendur mæta klukkan 8:15 í skólann og lýkur skóla klukkan 10:35. Nemendur þurfa að hafa með sér nesti í skólann þennan dag. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp opna klukkan 10:35 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2021

Skólaslit hjá nemendum í 1.- 9. bekk í Njarðvíkurskóla verður í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur þriðjudaginn 8. júní á eftirfarandi tímasetningum 1.- 2. bekkur kl. 9:00 3.- 4. bekkur kl. 10:00 5.- 6. bekkur kl. 11:00 7.- 9. bekkur kl. 13:00 Mælst er til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitin. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal íþróttahússins á skólaslitum. Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur sama dag kl. 17:30. Vegna fjöldatakmarkanna er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður á sal Njarðvíkurskóla hjá nemendum og kennurum þeirra. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 4. júní er vorhátíð Njarðvíkurskóla sem er skertur nemendadagur og eru frístundaheimilin opin þann dag bæði á undan og eftir vorhátíðina. Mælst er til að nemendur mæti í litríkum fatnaði í tilefni dagsins. Nemendur mæta í skólann kl. 10:30 í sína heimastofu og fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar og leikir úti við þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Um kl. 12:00 kemur Friðrik Dór tónlistarmaður og tekur nokkur lög með nemendum og eftir það verður litahlaup og því gott að koma með eða vera í hvítum bol fyrir hlaupið. Boðið verður upp á pylsur fyrir nemendur á vorhátíðinni. Nemendum í 5. -7. bekk stendur til boða að taka þátt í sápubolta og því er gott að þau séu með aukaföt og handklæði. Foreldrar eru velkomnir að mæta á vorhátíðina en allir þurfa að gæta vel að eigin sóttvörnum. Ef svo illa vill til að veður verði þannig að við þurfum að færa hátíðina inn þá verður vorhátíðin eingöngu fyrir nemendur og starfsmenn. Vorhátíðinni lýkur um kl. 13:00.
Lesa meira

Sigríður Þóra tilnefnd til Söguverðlauna Menntamálastofnunar

Sagan Soffía frænka eftir Sigríði Þóru hefur verið tilnefnd til Söguverðlauna Menntamálastofnunar og RÚV 2021 sem veitt verða á verðlaunahátíð í Hörpu 5. júní í beinni útsendingu á RÚV. Sigríður er ein af 20 krökkum á landinu sem er tilnefnd eftir að hún sendi smásöguna sína í keppnina. Sagan hennar ásamt öðrum tilnefndum sögum munu vera hluti af Risastórum smásögum 2021, rafbók sem gefin verður út í júní af Menntamálastofnun. Þeir nemendur sem fegnu tilnefningu var einnig boðið að taka þátt í meistarabúðum þar sem nemendur fá tækifæri til að taka þátt í ritlistarsmiðjum með fleiri rithöfundum. Njarðvíkurskóli óskar Sigríði Þóru innilega til hamingju með þennan árangur.
Lesa meira

Í takt við tímann og hvað svo?

Í dag var haldin uppskeruhátíð í tengslum við verkefnið Í takt við tímann og hvað svo? Þetta er lestrarverkefni sem var unnið í samstarfi Þorgríms Þráinssonar og Njarðvíkurskóla, þar sem aðalmarkmiðið var að reyna skapa ánægju af lestri meðal nemenda
Lesa meira

Stelpur og tækni

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum, og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki en í þetta skiptið var kynningin í gegnum Zoom og verkefnin unnin í gegnum Youtube. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Miðvikudaginn 19. maí fengu stelpurnar okkar í 9. bekk kynningu á verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur og í framhaldi af því lærðu þær að forrita leiki. Óhætt er að segja að stelpurnar átti bæði fræðandi og skemmtilegan dag. Verkefnið var sett upp á einfaldan og áhuganverðan hátt og skemmtu þær sér vel við að búa til tölvuleiki og ekki minna við að spila þá.
Lesa meira

Skólastarf samkvæmt nýrri reglugerð

Skipulag skólastarfs frá mánudeginum 10. maí er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 26. maí 2021. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira

Próftafla fyrir 7.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fyrir 7.-10. bekk. - Nemendur sem eiga rétt á lengri próftíma mega sitja í 20 mínútur umfram uppgefinn próftíma - Engin heimavinna er hjá 7.-10. bekk í prófaviku nema undirbúningur fyrir próf - Mætingar í valgreinar halda sér Sjúkrapróf verða 21. og 25. maí
Lesa meira

Skemmtileg árshátíð Njarðvíkurskóla 2021

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin í dag mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu var önnur útfærsla á hátíðinni en áður þar sem árshátíðaratriðum var streymt. Nemendur fylgdust með atriðum í heimastofum og foreldar heima. Mikið var um flott atriði sem Helga Vigdís Thordersen og Valur Axel Axelsson, kynntu til leiks. Allir árgangar voru með atriði, hluti atriða voru tekin upp í beinni og önnur voru myndbönd sem nemendur og kennarar höfðu unnið saman. Að loku streymi þá voru nemendum boðið á skúffuköku og drykk í heimastofum.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2021 í beinu streymi

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu verður árshátíðaratriðum streymt þar sem nemendur geta fylgst með atriðum í sinni heimastofu og foreldrar fylgst með heima. Nemendur mæta í skólann kl. 9:45 og hátíðin hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 11:30. Boðið verður upp á skúffuköku og drykk í heimastofu að loknum atriðum. Frístundaheimilin eru lokuð á árshátíðardegi. Allir aðstandendur fengu 30. apríl senda slóð í tölvupósti frá skólastjóra til að geta fylgst með árshátíðinni í streymi.
Lesa meira