Fréttir

Vegna fyrirhugaðs verkfalls STFS

Skólastarf í Njarðvíkurskóla ef til verkfalls starfsfólks í STFS kemur dagana 23., 24. og 25. maí Boðað verkfall starfsfólks STFS mun hafa mikil áhrif á skólastarf þá daga sem það stendur yfir. Í fyrstu er búið að boða til verkfalls dagana 23. maí til kl. 12.00, 24. maí allan daginn og 25. maí til kl. 12.00. Starfsmannahópurinn sem þetta varðar eru umsjónarmaður fasteignar, skrifstofustjóri, stuðningsfulltrúar, starfsmenn skóla og starfsmenn í frístund. Þetta hefur í för með sér mjög skerta starfsemi á skrifstofu skólans þessa daga og ekki verður svarað í síma. Störf sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla sinna falla niður s.s. gæsla frá 8:00-8:15, stuðningur inni í bekk, gæsla í frímínútum, aðstoð í hádegi, gæsla í hádegi og frístundaskólinn verður lokaður 24. maí. Við vonum að foreldrar sýni þessum aðgerðum og skertu skólastarfi skilning en við höfum leitað allra leiða til að hafa sem mest skólastarf þessa daga. Á sama tíma leggjum við okkur fram um að virða þær leikreglur sem gilda þegar til verkfalls kemur og göngum ekki í störf fólks sem berst fyrir bættum kjörum enda er það lögbrot. Ef til verkfalls kemur þessa daga verður kennsla í Njarðvíkurskóla með eftirfarandi hætti: Þriðjudagurinn 23. maí - verkfall boðað kl. 8.00-12.00 - Skólinn opnar kl. 8.15. - 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Nemendur fara heim 9:35 og mæta aftur í skólann kl. 12:00. Nemendur taka hádegismat heima. Frístundaheimilið opið frá kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir. - 9. bekkur: Kennsla kl. 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12:00 og í kennslu kl. 12:40 samkv. stundaskrá. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12:40. - 7.-8. bekkur: Kennsla frá 8:15-9:35. Nemendur geta farið heim í kaffitímanum og koma aftur í kennslu kl. 9:55 -12:00. Matartími 12:00 - 12:40 og svo kennsla samkv. stundaskrá frá 12:40. - 10. bekkurinn í vorferðalagi. - Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa. - Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00. Miðvikudagur 24. maí-verkfall boðað kl. 8:00 -16:00 - Skólinn opnar kl. 8.15. - 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og frístundaheimili lokað. - 8. bekkur: Kennsla kl. 8.15 -9:35. - 7.og 9. bekkur: Kennsla frá 8:15-9:35. Nemendur geta farið heim í kaffitímanum og koma aftur í kennslu kl. 9:55 -12:00. Nemendur fara heim í matartíma 12:00-12:40 og mæta aftur í kennslu kl. 12:40 samkvæmt stundaskrá. - 10. bekkurinn í vorferðalagi. - Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa. - Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður allan daginn. Fimmtudagur 25. maí-verkfall boðað kl. 8:00-12:00 - Skólinn opnar kl. 8:15. - 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Nemendur fara heim 9:35 og mæta aftur í skólann kl. 12:00. Nemendur taka hádegismat heima. Frístundaheimilið opið frá kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir. - 7. bekkur: Kennsla kl. 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12.00 og í kennslu kl. 12.40 samkv. stundaskrá. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12.40. - 8.-9 bekkur: Kennsla frá 9:55-12:00. Matartími 12:00 - 12:40 og svo kennsla samkv. stundaskrá frá 12:40. - 10. bekkurinn í vorferðalagi. - Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa. - Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00. Sérdeildin Ösp - Nemendum skipt upp í þrjá hópa og hver hópur mætir 1x verkfallsdagana frá kl. 8:15-9:35. - Þriðjudag og fimmtudag mæta nemendur aftur í skólann kl. 12:00 og frístundaheimili eftir kennslu til kl. 16:15. - Kristín Blöndal deildarstjóri verður í sambandi við foreldra nemenda upp á skipulagið í deildinni þessa daga. Sérdeildin Björk - Eðlilegt skólastarf alla dagana.
Lesa meira

Íþróttadagur í Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla föstudaginn 19. maí en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 9.MRF sem unnu bikarinn góða. 10. bekkur endaði í 2. sæti og 9.HB í 3. sæti. Myndasafn fylgir fréttinni.
Lesa meira

Íþróttadagur 19. maí

Samkvæmt skóladagatali Njarðvíkurskóla er íþróttadagur föstudaginn 19. maí. Íþróttadagur er uppbrotsdagur og þá fellur hefðbundið skólastarf niður en í stað þess eru nemendur með bekkjunum sínum og keppa í ýmsum þrautum. Kennsla er frá 8:15-13:20 þennan dag hjá öllum nemendum. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og Ösp hefjast kl. 13:20 hjá þeim nemendum sem eru skráðir þar. Nemendur í hverjum og einum bekk eru hvattir til að mæta í fatnaði í ákveðnum lit til að setja skemmtilegan brag á daginn. Litir bekkja í ár eru: 1.bekkur - Gulur 2.bekkur - Rauður 3.bekkur - Grænn 4.bekkur - Blár 5.bekkur - Bleikur 6.BT - Gulur 6.EBG - Rauður 6.IBÓ - Grænn 7.AÁ - Blár 7.HH - Svartur 8.TG - Hvítur 8.ÞBI - Fjólublár 9.HB - Grár 9.MRF - Bleikur 10.bekkur - Appelsínugulur
Lesa meira

Skertur nemendadagur 17. maí

Samkvæmt skóladagatali Njarðvíkurskóla er skertur nemendadagur á morgun miðvikudaginn 17. maí. Nemendur í 1.-5. bekk eru í skólanum frá kl. 8:15-10:35 og tekur frístundaheimilið þá við til 16:15 fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir. Nemendur í 6.-10. bekk eru í skólanum frá kl. 9:30-11:20. Minnum á lokapróf samkvæmt próftöflu hjá nemendum í 8.-10. bekk. Ekki er hádegismatur fyrir nemendur nema þá sem eru í frístundaheimili. Nemendur í Ösp eru í skólanum frá kl. 8:15-11:10 og þá tekur við frístundaheimili í Ösp fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Lesa meira

Sérdeildin Ösp 20 ára

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla var stofnuð haustið 2002 og fagnar því 20 ára afmæli á þessu skólaári. Í tilefni þess var afmælisboð í Ösp föstudaginn 12. maí með opnu húsi. Frábær mæting var þar sem stórfjölskyldur nemenda mættu á ásamt núverandi og fyrrverandi starfsmönnum, skólastjórnendum í Reykjanesbæ, starfsmönnum af Menntasviði Reykjanesbæjar og velunnurum. Sérdeildin Ösp var stofnum þegar skólaúrræði vantaði í Reykjanesbæ fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á mjög sérhæfðu námsúrræði að halda. Í Ösp eru á þessu skólaári eru 25 nemendur í 1.-10. bekk. Kristín Blöndal er deildarstjóri sem stýrir starfinu og auk hennar starfa í Ösp sérkennarar, þroskaþjálfar, sérfræðingar, félagsliðar og stuðningsfulltrúar. Íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar Njarðvíkurskóla koma einnig að kennslu nemenda í Ösp. Starfsmenn í Ösp vinna einnig náið með Menntasviði Reykjanesbæjar. Sérdeildinni er skipt í þrjár deildir, yngra stig, miðstig og eldra stig. Allir nemendur í Ösp tilheyra sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi í skipulagningu á náminu þeirra. Í Ösp er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur í Ösp sækja sérgreinatíma og aðra kennslustundir með sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla eins og kostur er. Þegar skóla lýkur er boðið upp á frístundarúræði fyrir nemendur í Ösp til 16:00. Ólöf Elín Rafnsdóttir umsjónarmaður frístundaheimilisins Fjórum sinnum hefur deildin verið stækkuð og nú síðast árið 2019. Deildin nýtur mikils velvilja grenndarsamfélagsins bæði fyrirtækja og félagssamtaka sem hafa verið dugleg að styrkja deildina í gegnum árin og þá gert starfsmönnum kleift að halda úti mjög metnaðarfullu starfi og kann starfsfólk Njarðvíkurskóla þeim aðilum bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Í Ösp er unnið mjög gott starf og er oft horft til sérdeildarinnar frá öðrum fagaðilum vegna þess metnaðarfulla og faglega starfs sem fer fram í deildinni og fær starfið mikið hrós frá utanaðkomandi fagaðilum.
Lesa meira

Nordplus Junior verkefni í Svíþjóð

Kennarar og nemendur í skólanum Ava gymnasium í Täby í Svíþjóð buðu nemendum og kennurum frá Íslandi, Noregi og Litháen velkomin þann 24. – 28. apríl til að halda áfram með verkefnið „Eggciting“ sem nemendur byrjuðu á í Litháen. Í Litháen unnu nemendur með hugmyndir og í Svíþjóð voru hugmyndirnar færðar yfir á næsta stig sem var hönnun. Nemendahópnum var skipt upp í fimm hópa og hver hópur vann með sína hönnun. Fyrsti hluti verkefnis var að vinna úr tæknilausnum, útreikningum, efnisvali og velja aðferð við að byggja upp sitt módel. Í öðrum hluta verkefnisins bjuggu nemendur til þrívíddarmynd af sínu módeli og kynntu það fyrir nemendum og kennurum. Við fengum einnig að kynnast Stokkhólm þar sem sænsku nemendurnir fórum með hópinn í skoðunarferð um Gamla Stan. Farið var í heimsókn á Nóbel safnið, gengið um þrengstu götu Stokkholm og hæsta kirkja borgarinnar skoðuð svo dæmi séu nefnd. „Eggciting“ verkefnið mun halda áfram á næsta skólaári þar sem nemendur munu fara til Noregs og klára sitt módel og í framhaldi mun nemendahópurinn frá Litháen, Svíþjóð og Noregi koma til Íslands vorið 2024 og ljúka þessu verkefni þar sem módel nemenda munu þurfa að klára ákveðin verkefni.
Lesa meira

Sérdeildin Ösp - Afmælisboð 12. maí

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla var stofnuð í október 2002 af Gyðu Arnmundsdóttur og Önnu Dóru Antonsdóttur. Sérdeildin Ösp er því 20 ára á skólaárinu og í því tilefni verður afmælisveisla í Ösp föstudaginn 12. maí kl. 15:00-16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Mat á lykilhæfni

Í Njarðvíkurskóla er lagt mat á hæfni nemenda innan hvers sviðs sem byggist á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Slík hæfni er nefnd lykilhæfni við námsmat í grunnskóla og er gefið fyrir hana með fimm mismunandi hæfnitáknum, jafnt og þétt yfir skólaárið. Nemendum fá mat á lykilhæfni frá mismunandi kennurum eftir árgöngum þar sem nemendur eru metnir út frá viðmiðum sem sett hafa verið fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla. Viðmið fyrir lykilhæfni eru stigvaxandi eftir árgöngum - viðmið fyrir alla árganga er hægt að skoða með því að smella á https://www.njardvikurskoli.is/static/files/Skjol/Ymislegt/vidmid.pdf Eftirfarandi kennarar meta eftirfarandi bekki: - 1. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir. - 2. bekkur: umsjónarkennarar, heimilisfræði og hönnun og smíði. - 3. bekkur: umsjónarkennarar og textílmennt. - 4. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir. - 5. bekkur: umsjónarkennarar, heimilisfræði og hönnun og smíði. - 6. bekkur: umsjónarkennarar og textílmennt. - 7. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir. - 8. bekkur: umsjónarkennarar og stærðfræði - 9. bekkur: umsjónarkennarar, enska og náttúrufræði. - 10. bekkur: umsjónarkennarar, íslenska og samfélagsfræði. - Einnig meta kennarar og þroskaþjálfar í sérdeildum, námsveri og ÍSAT sína nemendur. Lykilhæfni í Njarðvíkurskóla er metin út frá sex mismunandi hæfniþáttum: - Tjáning og miðlun. - Skapandi og gagnrýnin hugsun. - Nýting miðla og upplýsinga. - Ábyrgð og mat á eigin námi. - Sjálfstæði. - Samvinna. Lögð er áhersla á að meta alla sex þættina en í sumum fögum er hluti þáttanna metin og þá er það skilið eftir autt og mat á þeim þætti kemur ekki fram. Eins og áður kom fram eru fimm mismunandi hæfnitákn notuð: - Framúrskarandi: Nemandi sýnir framúrskarandi hæfni - nemandi sýnir hæfni umfram það sem viðmið árgangs segja til um. - Hæfni náð: Nemandi sýnir góða hæfni - nemandi nær þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um. - Á góðri leið: Nemandi er á góðri leið með því að ná þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um. - Þarfnast þjálfunar: Nemandi þarfnast þjálfunar til að ná þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um. - Hæfni ekki náð: Nemandi nær ekki þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um. Allt mat á lykilhæfni er skráð á Mentor og hægt að nálgast á Mentor undir flipanum námsmat. Umsagnir fylgja öllum táknum fyrir utan hæfni náð.
Lesa meira

Próftafla fyrir 8.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir 8.-10. bekk. Próftöfluna má nálgast hér. Þarna kemur einnig fram hvaða daga sjúkrapróf eru fyrir þessi próf.
Lesa meira

Frábær frammistaða nemenda á Litlu upplestrarhátíðinni

Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin með glæsibrag í Njarðvíkurskóla. Nemendur 4. bekkjar hafa æft sig í upplestri síðustu daga og vikur. Markmið hátíðarinnar er að verða betri í dag en í gær. Það er gaman að segja frá því að nemendur 4. bekkjar náðu því markmiði svo sannarlega því þeir efldust og styrktust dag frá degi. Dagskráin var fjölbreytt og var meðal annars söngur, upplestur á ljóðum, þjóðsögum, tónlistaratriði og Hafdís Inga Sveinsdóttir úr 7. bekk var gestalesari. Gestir á hátíðinni voru nemendur í 3. bekk, forráðamenn, fjölskyldumeðlimir og fulltrúar frá Menntasviði Reykjanesbæjar. Að lokinni hátíðinni var öllum boðið í heimastofur þar sem gestir gátu skoðað afrakstur nemenda í 4. bekk á áhugasviðsverkefnum.
Lesa meira