Fréttir

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

Í tilefni af árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsótti slökkviliðið 3. bekk í vikunni. Sýnd var ný teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Myndin byggir á fræðsluefni sem notað hefur verið í eldvarnarátakinu undanfarin ár. Einnig fengu börnin afhenda handbók um eldvarnir heimilisins og fleira fræðsluefni. Farið er yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu. Reynslan sýnir að þessir fræðslufundir með börnunum eru mjög áhrifarík leið til að fá þau og foreldra þeirra til að efla eldvarnir heima fyrir. Að lokinni fræðslu í skólastofunni fóru nemendur út þar sem þau fengu að prufa að halda á brunaslöngu.
Lesa meira

Bjarni Fritzson las úr bókinni Orri óstöðvandi

Bjarni Fritzson kom í gær í Njarðvíkurskóla og las upp úr nýjustu bókinni sinni Orri óstöðvandi fyrir 2.-7. bekk. Þetta er fyrsta bókin um þau Orra og Möggu en uppátækjum þeirra virðast engin takmörk sett og útkoman er bráðskemmtileg. Orri óstöðvandi er ofurhetjuútgáfan af Orra sem hann breytir sér í þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti á að halda. Hugmyndin að baki bókinni var að gera fyndna og spennandi bók sem væri í senn sjálfstyrkjandi fyrir lesandann. Bókin er með u.þ.b. 100 sérlega skemmtilegum myndum og ætti að höfða jafnt til stelpna og stráka frá aldrinum 9-13 ára.
Lesa meira

Starfsdagur 21. nóvember

Fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Thursday the 21st of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Czwartek, 21 listopada jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety. Bestu kveðjur, Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Jólaföndrið er miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17.30 – 19.30 á sal skólans. The parent council at Njarðvíkurskóli is having a christmas crafts day. Spotkanie świąteczne zostanie zorganizowane w sroda, 27 listopada, w godzinach 17.30 – 19.30
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem dagurinn í ár hittir á laugardag þá var haldið upp á daginn í Njarðvíkurskóla 15. nóvember með gleiðstund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta er fjórtánda árið í röð sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á Degi íslenskrar tungu.
Lesa meira

Fjölmörg skemmtileg verkefni á vináttudegi í Njarðvíkurskóla

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileika og mikilvægi hans í öllu samfélaginu.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirtæki og stofnanir voru beðin um að vigta matarúrgang í eina viku og flokka eftir því hvort um var að ræða matarúrgang sem er ónýtanlegur til manneldis (bein og sinar, hrat o.s.frv.) eða mat sem hefði mátt nýta til manneldis. Rannsóknin fór fram vikuna 14. til 18. október, í matartíma. Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla sá um að framfylgja rannsókninni og var ákveðið að hafa samkeppni milli árganga um matarsóun. Nemendur settu sinn matarúrgang í fötu merkta sínum árgangi sem var svo vigtaður. Niðurstöður tóku mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi. Samkeppnin var hörð en voru það nemendur út 6. bekk sem sigruðu þessa keppni með 20 grömm af úrgangi á hvern nemanda yfir þessa 5 daga sem er frábært! 10. bekkur var skammt undan með 26 grömm á hvern nemanda. Heildarúrgangur nemenda í Njarðvíkurskóla þessa viku var 43,65 kg eða um 100 grömm á nemanda. Rannsóknin vakti mikla lukku meðal starfsfólks og nemenda Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Skertur dagur og starfsdagar framundan

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við viljum minna á að fimmtudaginn 24. október er skertur kennsludagur á skóladagatali. Nemendur eru í kennslu samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar eða til kl. 9:35 og fara heim að því loknu. Fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilin þá hefst frístundastarfið þann dag kl. 9:35 og eru bæði frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla sem og í Ösp opin til kl. 16:15. Föstudaginn 25., mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. október eru starfsdagar í Njarðvíkurskóla þar sem starfsmenn eru í námsferð erlendis. Engin kennsla er þessa starfsdaga auk þess sem bæði frístundaheimilin eru lokuð. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira

Ævar vísindamaður las upp úr nýrri bók

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kom í heimsókn í morgun og las upp úr nýju bókinn sinni, Þinn eigin tölvuleikur, fyrir 3.-7. bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir, hlustuðu spenntir á upplesturinn og spurðu skemmtilegra spurninga.
Lesa meira

Nemendur frá Gimli mættu í íþróttatíma

Gott samstarf er á milli leikskólans Gimli og Njarðvíkurskóla. Samstarfið er byggt upp á áhuga og samstarfsvilja milli kennara beggja stofnana og jákvæðni foreldra. Markvissir fundir og heimsóknir byggja upp traust og vináttu á milli skólastiga, nemendum og kennurum til góðs. Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Mikilvægt er að flutningur yfir í grunnskóla sé vel undirbúinn. Nám barna þarf að vera samfellt. Sú þekking og færni sem börnin öðlast í leikskóla verður sá grunnur sem grunnskólanám byggir á. Gagnkvæmar heimsóknir nemenda eru skiplagðar fyrir allt skólaárið. Í morgun mættu drengir í skólahóp í íþróttatíma í Njarðvíkurskóla með 1.MLM.
Lesa meira