Fréttir

Karnivalhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 31. maí var karnivalhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu. Síðan var kynnt niðurstaða úr kosningu formanns og varaformanns. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var með tónlistaratriði og í framhaldi var ýmis konar afþreying í boði t.d. leikir, dansstöð, hoppukastali, þotubraut, glimmerbar og poppveisla. Í lok hátíðar var pylsuveisla fyrir nemendur sem foreldrafélagið sá um. Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að hátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.
Lesa meira

Kristinn Einar nýr formaður og Þorgerður Tinna varaformaður

Nú í vor var Kristinn Einar Ingvason kjörinn formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir varaformaður. Njarðvíkurskóli óskar þeim innilega til hamingju! Það eru fjölbreytt og spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit hjá nemendum í Njarðvíkurskóla verða við hátíðlega athöfn á sal skólans miðvikudaginn 5. júní. - 1.- 3. bekkur kl. 8:30 - 4.- 6. bekkur kl. 9:30 - 7.- 9.bekkur kl. 10:30 - 10. bekkur kl. 12:30 Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og forráðamenn með sínum börnum. Eftir skólaslit eru nemendur komnir í sumarfrí.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjanesbæjar 2024

Hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjanesbæjar voru afhent í Bíósal Duus við hátíðlega athöfn 30. maí 2024. Alls bárust 13 tilnefningar og voru verkefnin fjölbreytt að vanda. Að þessu sinni urðu tvö verkefni jöfn og hlutu þau því bæði Hvatningarverðlaunin. Um er að ræða verkefnin Faglegt og fjölbreytt starf í Ösp í Njarðvíkurskóla og Lindin – stofnun og þróun sértæks námsúrræðis í Akurskóla. Að auki hlaut verkefnið Allir í skólann – snemmtæk íhlutun vegna skólaforðunar í Holtaskóla sérstaka viðurkenningu.
Lesa meira

Kappleikir milli nemenda og starfsmanna

Árlegir kappleikir milli nemenda í 10. bekk og starfsmanna fóru fram í íþróttahúsinu fyrir helgi. Karlkyns nemendur unnu í fótbolta og kvenkyns starfsmenn í körfubolta.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny

Miðvikudagurinn 29. maí er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Wednesday 29th. of May is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Sroda 15. Móc jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira

Íþróttadagur í Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla 8. maí en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 10.MRF sem unnu bikarinn góða. 10.HB endaði í 2. sæti og 8.HH í 3. sæti.
Lesa meira

Íþróttadagur í Njarðvíkurskóla

Miðvikudaginn 8. maí er íþróttadagur í Njarðvíkurskóla. Sá dagur er uppbrotsdagur á skóladagatali og bekkir eru saman með umsjónarkennara og taka þátt í mismunandi þrautum og leikjum. Allir nemendur mæta kl. 8:15 og skóladeginum lýkur kl. 13:20 hjá öllum. Frístundaheimili tekur við kl. 13:20 hjá þeim nemendum sem eru þar skráðir. Hver bekkur hefur sinn lit og eru nemendur hvattir til að koma í fötum í þeim lit. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar fyrir lit hjá þeirra hópum. Á íþróttadeginum ætlum við að hafa símalausan dag þannig að allir geyma símana sína heima þennan dag. Fimmtudagurinn 9. maí er svo Uppstigningardagur og þá er frí hjá öllum, nemendum og starfsmönnum.
Lesa meira

Próftafla fyrir 8.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir 8.-10. bekk. Þarna kemur einnig fram hvaða daga sjúkrapróf eru fyrir þessi próf.
Lesa meira

Frístundaheimili skólaárið 2024-2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vetrarfrístund skólaárið 2024-2025. Sótt er um í gegnum mittreykjanes.is og sækja þarf um fyrir 31. maí. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Reykjanesbæjar á þessari slóð: https://www.reykjanesbaer.is/is/moya/news/opnad-fyrir-umsoknir-i-vetrarfristund
Lesa meira