Fréttir

Orka og tækni í Njarðvíkurskóla

Í Njarðvíkurskóla eru fjölbreyttir valáfangar fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Á þessu skólaári er nýtt val sem HS Veitur hf. bjóða nemendum að taka sem nefnist Orka og tækni. Í tímum kynnast nemendur starfsemi HS Veitna, læra um eðlis- og hugmyndafræði á bak við vatn og rafmagn auk þess að fara yfir öryggismál, nýsköpun og þróun hjá fyrirtækinu. Nokkrir nemendur frá Gerðaskóla í Suðurnesjabæ koma einnig inn í þessa tíma. Í lokin verður farið í vettvangsferð og stöðvar HS Veitna skoðaðar. Mikil ánægja er hjá nemendum með þessa valgrein og samstarfið við HS veitur er til fyrirmyndar. Valgrein sem þessi sýnir mikilvægi þess að auka vægi verklegrar kennslu hjá nemendum.
Lesa meira

Öskudagur í Njarðvíkurskóla - skertur nemendadagur

Miðvikudagurinn 2. mars er öskudagur, þá er uppbrotsdagur og skertur nemendadagur í Njarðvíkurskóla. Nemendur mega koma í búningum í skólann og þeir taka þátt í skemmtilegri stöðvavinnu. Nemendur í 1.-5. bekk eru að mestum hluta í íþróttahúsinu í leikjum og nemendur í 6.-10. bekk fara á milli kennslustofa í leiki. Skóli hefst kl. 8:15 og lýkur kl. 11:15 en þá er í boði pítsa fyrir þá sem eru í áskrift eða eru með pítsamatarmiða en umsjónarkennarar senda póst heim varðandi fyrirkomulag á þeim miðum. Frístund yngri deildar sem og í Ösp er opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar til kl. 16:15.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Um hádegi í dag spáir miklu hvassviðri og ofankomu. Forráðamenn eru beðnir um að gera ráðstafanir og vera viðbúnir því að sækja börn sín í skólann í lok skóladags.
Lesa meira

Vegleg gjöf frá Rótarýklúbb Keflavíkur

Allir grunnskólar Reykjanesbæjar taka þátt í Sísköpunarspretti sem er verkefni til hvatningar hönnunar og sköpunar. Markmiðið er að efla endurvinnslu og endurnýtingu á vörum og hráefnum til að stuðla að betri nýtingu og skynsamari endurnýtingu samfélagsins á hlutum úr hversdagslífinu. Að þessu tilefni gaf Rótarýklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara við hátíðlega athöfn í Stapaskóla þar sem verkefninu Sísköpunarspretti var einnig fylgt úr hlaði. Njarðvíkurskóli þakkar félögum okkar í Rótarýklúbbnum kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna veðurs

Þar sem veðurspá er frekar slæm í fyrramálið þá biðjum við forráðamenn að skoða eftirfarandi verklagsreglur grunnskóla við óveðri. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Forráðamenn leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forráðamenn aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í Njarðvíkurskóla

Í dag, 15. febrúar var Stóra upplestrarkeppnin haldin á sal Njarðvíkurskóla. Það er 7. bekkur sem tekur þátt í þessari keppni og voru það 12 nemendur sem tóku þátt en fyrir helgi var haldin bekkjarkeppni þar sem þessir 12 nemendur unnu sér rétt til þátttöku á sal. Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Nemendur lásu hluta af sögunni Kennarinn sem hvarf og komu síðan aftur upp og lásu ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni í ár voru þau Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi. Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll 3. mars. Sigurvegarar í Njarðvíkurskóla voru þau Kristjana Ása Lárusdóttir og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir. Logi Örn Logason og Freydís Ósk Sæmundsdóttir voru svo valin sem varamenn þeirra. Þau fjögur muna halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.
Lesa meira

Vetrarleyfi og starfsdagur - English below - Polski ponizej

Fimmtudaginn 17. febrúar er starfsdagur og föstudaginn 18. febrúar er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þessa tvo daga og frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað báða dagana. Thursday 17th. of February is teacher's workday and Friday 18th. of February is a winter break at Njarðvíkurskóli. All students have a vacation these two days and the after-school program for younger students and in Ösp is closed both days. Czwartek 17. lutego jest dzien pracy nauczyciela, a piatek 18. lutego to ferie zimowe w Njarðvíkurskóli. Wszyscy uczniowie maja wakacje przez te dwa dni, a program zajec pozalekcyjnych dla mlodszych uczniów iw Ösp jest zamkniety w oba dni.
Lesa meira

Lifandi danspartý

Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ ásamt FFGÍR hafa skipulagt viðburð til þess að gefa starfsfólki grunnskóla og nemendum tækifæri til að gleyma sér í söng, dans og gleði fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10:00. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór að halda tónleika fyrir starfsfólk og nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar. Tónleikunum verður streymt frá Hljómahöll og þannig hægt að bjóða upp á frábæra skemmtun í hverri kennslustofu fyrir sig. Markmiðið er að koma inn með smá gleði, dansa og syngja saman í gegnum vonandi síðustu metra Covid faraldursins með því að bjóða upp á skemmtilegan viðburð.
Lesa meira

Röskun á skólahaldi mánudaginn 7. febrúar / English below

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði í nótt og snemma í fyrramálið verður upphafi skólastarfs í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar seinkað til kl. 10:00. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á skólastarfi. https://vedur.is/vidvaranir Due to a very bad weather forecast for tomorrow both preschools and elementary schools in Reykjanesbær will not start until 10.00 tomorrow morning. Parents should monitor information from the school if the weather will have more effect on the school day.
Lesa meira

Appelsínugul veðurviðvörun í dag

Í lok skóladags í dag er appelsínugul veðurviðvörun á okkar svæði og er ansi hvasst nú um hádegi. Forráðamenn eru beðnir um meta það hvort fylgja þurfi börnum sínum úr skóla í samræmi við aldur þeirra og þroska.
Lesa meira