03.06.2022
Föstudaginn 3. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu og í framhaldi kepptu nemendur við starfsmenn í fótbolta og körfubolta. BMX brós voru með frábæra hjólasýningu sem nemendur voru mjög ánægðir með. Úti voru fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrafélagið sá um að afgreiða pylsur og svala.
Í lok dags var litahlaup sem vakti mikla lukku meðal allra.
Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að hátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.
Lesa meira
31.05.2022
Í lok maí varð til svokallaður ,,Starfsmannalundur'' við Njarðvíkurskóla. Lundurinn sem eru átta afar falleg íslensk birkitré sem keypt voru í Glitbrá í Sandgerði.
Tilurð lundarins er vegna námsferðar starfsfólks skólans til Alicante haustið 2019, en þá var peningur afgangs sem við létum renna í að kolefnisjafna ferðina okkar með uppbyggingu á þessum lundi.
Lundurinn stendur milli Aspar og klifurgrindarinnar en þar voru beð sem átti eftir að klára að gróðursetja í.
Umhverfisteymið naut dyggrar hjálpar nemanda í Björk sem og yngri nemenda Njarðvíkurskóla sem kepptust viða við að stinga upp og hreinsa beðið og moka fínar holur. Guli herinn kom síðan og færði okkur húsdýraáburð og hjálpaði til við gróðursetninguna. Við hlökkum til með að fylgjast með vexti trjánna.
Lesa meira
30.05.2022
Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 10:00 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við hvetjum forráðamenn og aðra aðstandendur að taka þátt í gleðinni með okkur.
Lesa meira
24.05.2022
Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur miðvikudaginn 25. maí í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Wednesday the 25th of May is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Sroda 25. Maj jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira
24.05.2022
Mánudaginn 16. maí var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg á sal Njarðvíkurskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk.
Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær. Nemendur hafa því æft undir handleiðslu umsjónarkennara sinna í vetur.
Forráðamönnum nemenda, nemendum í 3. bekk og fulltrúa frá Fræðsluskrifstofunn var boðið að koma á sal og fylgjast með. Nemendur í 4. bekk tóku þátt og lásu upp margskonar texta, bæði ljóð og sögur hvort sem það var sem einstaklingur eða hluti af hóplestri. Fyrir marga nemendur var þetta stórt skref að standa fyrir framan stóran hóp og lesa upp og stóðu því allir nemendur sig eins og hetjur.
Á milli upplestra voru flutt tvö tónlistaratriði, Lilja Björk lék á klarinett og Geirþrúður Bogadóttir lék undir á píanó og Freyja Kristín, Helena Rós og María Lilja voru með gítarleik. Einnig voru Þorgerður Tinna og Kristjana Ása fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk með upplestur fyrir nemendur, bæði texta og ljóð. Að lokum fengu nemendur afhent viðurkenningaskjöl fyrir þátttöku í keppninni.
Lesa meira
23.05.2022
Skólaslit Njarðvíkurskóla verða við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 7. júní á sal skólans.
Tímasetningar eru eftirfarandi:
1.-2. bekkur kl. 8:30.
3.-4. bekkur kl. 9:30.
5.-6. bekkur kl. 10:30.
7.-9. bekkur kl. 11:30
10. bekkur kl. 13:00.
Nemendum og forráðamönnum er boðið upp á kaffiveitingar að lokinni útskrift nemenda í 10. bekk.
Mælst er til þess að forráðamenn komi með sínum börnum á skólaslitin.
Lesa meira
17.05.2022
Miðvikudagurinn 18. maí er skertur nemendadagur samkvæmt skóladagatali.
Nemendur í 1.- 6. bekk eru í skólanum frá kl. 8:15-9:35 og frístundaheimilið er opið frá þeim tíma fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir. 7.-10. bekkur eru í skólanum frá kl. 10:00-11:20.
Lesa meira
09.05.2022
Undanfarin ár höfum við sett upp próftöflu fyrir nemendur í 1.-10. bekk til upplýsingar fyrir nemendur og foreldra. Próftaflan er birt hér en með fyrirvara um breytingar. Viljum þó vekja athygli á því að ekki öll matsverkefni eða kannanir eru á próftöflunni en aðeins þau sem við teljum nemendur þurfa að vera undirbúin undir.
Lesa meira
03.05.2022
Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2022-2023 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira
28.04.2022
Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 5.-6. sæti í riðli 1 í ár. Lið Njarðvíkurskóla skipuðu Hildur Rún Ingvadóttir, Keeghan Freyr Kristinsson, Íris Björk Davíðsdóttir og Sæþór Kristjánsson. Hekla Sif Ingvadóttir var varamaður.
Liðið stóð sig með mikilli prýði og voru vel studd áfram af fjölmörgum og eldhressum áhorfendum frá Njarðvíkurskóla.
Keppnin var einnig sýnd beint á RÚV.
Lesa meira