Fréttir

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Njarðvíkurskóla

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 7. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Samtals hlupu nemendur í Njarðvíkurskóla 1936 km.
Lesa meira

Skólasetning Njarðvíkurskóla

Skipulag skólasetningar Njarðvíkurskóla mánudaginn 23. ágúst 2021 Nemendur í 1.bekk koma á skólasetningu á sal skólans kl. 13:00. Nemendur mæta með 1-2 foreldri/forráðamanni. Skólasetning hjá nemendum í 2.-10. bekk er án foreldra/forráðamanna í heimastofum nemenda á eftirfarandi tímum. Tekur um 40 mínútur. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta kl. 9:00. 2. bekkur stofur 201 og 202 3. bekkur stofur 207 og 208 4. bekkur í Brekku Nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta kl. 10:00 5. bekkur stofur 209, 210 og 211 6. bekkur stofur 310 og 311 7. bekkur stofur 307 og 308 Nemendur í 8., 9. og 10. bekk mæta kl. 11:00 8. bekkur stofur 309 og 106 9. bekkur stofur 301 og 104 10. bekkur stofur 304 og 103 Ösp sérdeild: Skólasetning í Ösp, 1-2 foreldri/forráðamaður mæta með hverju barni. Haft verður samband við foreldra/forráðamenn fyrir skólasetningu. Í upphafi á nýju skólaári og enn á tímum Covid-19 þá verðum við að biðja ykkur foreldra/forráðamenn að gæta alltaf upp á fjarlægðamörk við aðra fullorðna í rýmum og grímuskylda er hjá öllum fullorðnum sem eiga erindi í skólann. Eins viljum við biðja ykkur um að halda nemendum heima og senda nemendur í Covid-próf ef þeir sýna einkenni Covid-19 og láta skrifstofustjóra skólans vita. Við höfum staðið okkur vel hingað til og höfum fulla trúa á því að náum að gera það áfram. Hér í skólanum erum við tilbúin fyrir upphaf skólaársins 2021-2022 og mikil tilhlökkun að taka á móti nemendum eftir sumarfrí. Munum að huga vel að persónulegum sóttvörnum og líðan okkar allra.
Lesa meira

Akstur á æfingar fyrir nemendur í Frístund / English below - Polski ponizej

Reykjanesbær hefur mikinn áhuga á að auka þátttöku barna í íþróttum og tómstundum og hefur ákveðið að bjóða upp á frístundaakstur fyrir þau börn sem eru að taka þátt í starfi frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar. Reykjanesbær is very interested in increasing the participation of children in sports and leisure and has decided to offer driving for the children who are registered in Frístund in Reykjanesbær's primary schools. Reykjanesbær jest zainteresowany zwiększeniem udziału dzieci w zajęciach sportowych i rekreacyjnych i zdecydowalismy się zaoferować dojazd dla dzieci, które uczestniczą w pracach ośrodków rekreacyjnych w szkołach podstawowych w Reykjanesbær.
Lesa meira

Lokun skrifstofu í sumar

Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur 6. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst 2021. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Skólavinir og verkefnastjórar í leik og starfi

Verkefnið Skólavinir í Njarðvíkurskóla gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í fyrri frímínútum alla daga. Nemendur í 3. til 5. bekk sjá um og bera ábyrgð á ýmsum leikjum sem eiga að höfða til allra nemenda á fyrstu skólastigum. Markmiðið með verkefninu er að bjóða nemendum fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2021

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram 8. júní við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöð Njarðvíkur fyrir 1.-9. bekk og á sal skólans fyrir 10. bekk. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Rósa Kristín Jónsdóttir á túbu, Þorgerður Tinna Kristinsdóttir á klarinett, Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir á klarinett og Unnur Ísold Kristinsdóttir söng og spilaði á píanó.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 4. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu og í framhaldi voru fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars var boðið upp á dans, skotbolta, bílasýningu, sipp, teygjutvist, stultur, húllahopp, sápukúlur o.fl. Starfsmenn kepptu við nemendur í 10. bekk í fótbolta og körfubolta, þar sem starfsmenn unnu fótboltann og nemendur körfuboltann. Mikil ánægja var með komu Friðriks Dórs tónlistarmanns sem tók nokkur lög við góðar undirtektir. Í framhaldi var litahlaup sem vakti mikla lukku. Nemendur fengu pylsur og safa.
Lesa meira

Nadía Líf nýr formaður og Lilja Rún varaformaður

Nú í vor var Nadía Líf Pálsdóttir kjörin formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Lilja Rún Gunnarsdóttir varaformaður. Njarðvíkurskóli óskar þeim innilega til hamingju! Það eru fjölbreytt og spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Lesa meira

Skertur nemendadagur

Samkvæmt skóladagatali er mánudaginn 7. júní skertur nemendadagur. Allir nemendur mæta klukkan 8:15 í skólann og lýkur skóla klukkan 10:35. Nemendur þurfa að hafa með sér nesti í skólann þennan dag. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp opna klukkan 10:35 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2021

Skólaslit hjá nemendum í 1.- 9. bekk í Njarðvíkurskóla verður í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur þriðjudaginn 8. júní á eftirfarandi tímasetningum 1.- 2. bekkur kl. 9:00 3.- 4. bekkur kl. 10:00 5.- 6. bekkur kl. 11:00 7.- 9. bekkur kl. 13:00 Mælst er til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitin. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal íþróttahússins á skólaslitum. Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur sama dag kl. 17:30. Vegna fjöldatakmarkanna er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður á sal Njarðvíkurskóla hjá nemendum og kennurum þeirra. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00.
Lesa meira