Fréttir

Gróðursetning á birkiplöntum

5. bekkur og umsjónarkennarar þeirra létu hendur standa fram úr ermum 15. september og gróðursettu 160 birkiplöntur sem Njarðvíkurskóli fékk í gjöf frá Yrkju. Þannig hjálpa nemendur til við að kolefnisbinda andrúmsloftið, ásamt því að fegra bæinn okkar. Þau gróðursettu plönturnar við hlið göngustígsins í Grænásbrekkunni og nutu við það hjálpar og leiðsagnar frá Kristjáni Bjarnasyni hjá Reykjanesbæ og umhverfisteymi skólans. Njarðvíkurskóli þakkar nemendunum, kennurum og öllum þeim sem komu að gróðursetningunni kærlega fyrir þeirra framlag.
Lesa meira

Tiltekt á skólalóð

Allir bekkir Njarðvíkurskóla fá ákveðnar vikur til að sjá um tiltekt á skólalóðinni. Börnin standa sig vel í þessari vinnu og er lóðin okkar til fyrirmyndar. 1. bekkur var um daginn og nú hafa 2. og 3. bekkur einnig lagt sitt af mörkum. Vel gert kæru nemendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Skólaslit 2: Dauð viðvörun

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur kom í gær og las fyrir nemendur úr 5.-8.bekk úr bókinni Skólaslit. Bókin Skólaslit kemur út frá verkefni sem Ævar Þór vann að með nemendum og kennurum úr Reykjanesbæ í október á síðasta ári, þar sem hann samdi nýjan kafla á hverjum degi sem nemendur lásu eða hlustuðu á í skólanum og unnu verkefni upp úr. Í lok október var síðan haldin uppskeruhátíð þar sem sal Njarðvíkurskóla var breytt í risastórt draugahús í stíl við söguna. Það var því skemmtilegt að Ævar skildi koma hingað og lesa upp úr bókinni sem var að koma út núna. Þá kynnti Ævar líka fyrir nemendum söguna Skólaslit 2: Dauð viðvörun, en það hefur verið ákveðið að framlengja þetta verkefni sem við unnum með Ævari í fyrra og næstkomandi október verður undirlagður af nýrri sögu sem verður spennandi að fylgjast með.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Njarðvíkurskóla

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 7. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira

Ljósanæturfáninn dreginn að húni

Íris Björk Davíðsdóttir formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Yasmin Petra Younesd. Boumihdi varaformður sáu um að draga Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt í Reykjanesbæ sem fram fer dagana 1.-4. september.
Lesa meira

Ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema

Í Njarðvíkurskóla mælum við með að nemendur taki með sér ávexti og grænmeti í nesti í skólann. Nemendur eru hins vegar misjafnir og ávextir og grænmeti duga ekki öllum fram að hádegismat. Því viljum við benda forráðamönnum á ráðleggingar um heppilegt morgunnesti frá Embætti landlæknis.
Lesa meira

Tiltekt hjá 1. bekk á skólalóð

Nemendur í 1. bekk nýttu góða veðrið í gær, sem var jafnframt þeirra fyrsti skóladagur, til að tína rusl af skólalóðinni. Þau láta sannarlega til sín taka í umhverfismennt skólans. Duglegir nemendur!
Lesa meira

Skólasetning Njarðvíkurskóla

Skólasetning fyrir skólaárið 2022-2023 verður á sal Njarðvíkurskóla mánudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum: - nemendur í 2.-3. bekk kl. 9:00 - nemendur í 4.-5. bekk kl. 10:00 - nemendur í 6.-7. bekk kl. 11:00 - nemendur í 8.-10. bekk kl. 12:00 - nemendur í 1. bekk kl. 13:00 Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og forráðamenn í heimastofur með umsjónarkennurum. Forráðamönnum er velkomið að fylgja sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira

Lokun skrifstofu í sumar

Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður opin kl. 9:00-14:00 til og með 16. júní. Skrifstofan verður lokuð frá og með 20. júní. Við opnum aftur 3. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst 2022. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 7. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Dalrós María Árnadóttir á Suzuki-blokkflautu, Berglind Elva Rafnsdóttir, Hugrún Jóna Ingvadóttir, Salka Sigurlilja Gísladóttir, Þorgerður Tinna og Ástríður Auðbjörg á klarinett, Elin Mia Y Hardonk á selló og Unnur Ísold Kristinsdóttir söng og spilaði á píanó.
Lesa meira