Íþróttadagur 19. maí

Frá íþróttadeginum 2022.
Frá íþróttadeginum 2022.

Samkvæmt skóladagatali Njarðvíkurskóla er íþróttadagur föstudaginn 19. maí.

Íþróttadagur er uppbrotsdagur og þá fellur hefðbundið skólastarf niður en í stað þess eru nemendur með bekkjunum sínum og keppa í ýmsum þrautum. Kennsla er frá 8:15-13:20 þennan dag hjá öllum nemendum. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og Ösp hefjast kl. 13:20 hjá þeim nemendum sem eru skráðir þar.

Nemendur í hverjum og einum bekk eru hvattir til að mæta í fatnaði í ákveðnum lit til að setja skemmtilegan brag á daginn.

Litir bekkja í ár eru:
1.bekkur - Gulur
2.bekkur - Rauður
3.bekkur - Grænn
4.bekkur - Blár
5.bekkur - Bleikur
6.BT - Gulur
6.EBG - Rauður
6.IBÓ - Grænn
7.AÁ - Blár
7.HH - Svartur
8.TG - Hvítur
8.ÞBI - Fjólublár
9.HB - Grár
9.MRF - Bleikur
10.bekkur - Appelsínugulur