Nordplus Junior verkefni í Svíþjóð

Nemendur úr Njarðvíkurskóla
Nemendur úr Njarðvíkurskóla

Kennarar og nemendur í skólanum Ava gymnasium í Täby í Svíþjóð buðu nemendum og kennurum frá Íslandi, Noregi og Litháen velkomin þann 24. – 28. apríl til að halda áfram með verkefnið „Eggciting“ sem nemendur byrjuðu á í Litháen. Í Litháen unnu nemendur með hugmyndir og í Svíþjóð voru hugmyndirnar færðar yfir á næsta stig sem var hönnun. Nemendahópnum var skipt upp í fimm hópa og hver hópur vann með sína hönnun. Fyrsti hluti verkefnis var að vinna úr tæknilausnum, útreikningum, efnisvali og velja aðferð við að byggja upp sitt módel. Í öðrum hluta verkefnisins bjuggu nemendur til þrívíddarmynd af sínu módeli og kynntu það fyrir nemendum og kennurum.

Við fengum einnig að kynnast Stokkhólm þar sem sænsku nemendurnir fórum með hópinn í skoðunarferð um Gamla Stan. Farið var í heimsókn á Nóbel safnið, gengið um þrengstu götu Stokkholm og hæsta kirkja borgarinnar skoðuð svo dæmi séu nefnd.

„Eggciting“ verkefnið mun halda áfram á næsta skólaári þar sem nemendur munu fara til Noregs og klára sitt módel og í framhaldi mun nemendahópurinn frá Litháen, Svíþjóð og Noregi koma til Íslands vorið 2024 og ljúka þessu verkefni þar sem módel nemenda munu þurfa að klára ákveðin verkefni.