Frábær frammistaða nemenda á Litlu upplestrarhátíðinni

Nemendur í 4. bekk
Nemendur í 4. bekk

Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin með glæsibrag í Njarðvíkurskóla.

Nemendur 4. bekkjar hafa æft sig í upplestri síðustu daga og vikur. Markmið hátíðarinnar er að verða betri í dag en í gær. Það er gaman að segja frá því að nemendur 4. bekkjar náðu því markmiði svo sannarlega því þeir efldust og styrktust dag frá degi.

Dagskráin var fjölbreytt og var meðal annars söngur, upplestur á ljóðum, þjóðsögum, tónlistaratriði og Hafdís Inga Sveinsdóttir úr 7. bekk var gestalesari.

Gestir á hátíðinni voru nemendur í 3. bekk, forráðamenn, fjölskyldumeðlimir og fulltrúar frá Menntasviði Reykjanesbæjar.

Að lokinni hátíðinni var öllum boðið í heimastofur þar sem gestir gátu skoðað afrakstur nemenda í 4. bekk á áhugasviðsverkefnum.