Árlegur hátíðarkvöldverður í Njarðvíkurskóla

Frá hátíðarkvöldverði í Njarðvíkurskóla
Frá hátíðarkvöldverði í Njarðvíkurskóla

Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 13. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn árið 1984. Forráðamenn höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á tveggja rétta máltíð frá Soho, lambalæri með bérnaise, tex mex kjúkling með ostasósu og nachos og meðlæti. Í eftirrétt var ísterta.

Kristján Jóhannsson var veislustjóri og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.