Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla fyrir troðfullu húsi

Íris Björk Davíðsdóttir og Heimir Gamalíel Helgason
Íris Björk Davíðsdóttir og Heimir Gamalíel Helgason

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin 24. mars fyrir troðfullu húsi. Mikið var um flott atriði sem Íris Björk Davíðsdóttir og Heimir Gamalíel Helgason, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með frábæru opnunaratriði, undir stjórn Heiðrúnar Rós Þórðardóttur, sem nemendur úr nokkrum árgöngum tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var. Alls voru átta atriði sýnd sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum, starfsmönnum, forráðamönnum og öðrum gestum.

Eftir árshátíðina fóru allir yfir í skóla þar sem boðið var uppá skúffuköku og gos.

Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð.

Nemendur sem unnu að hátíðinni voru:
Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir, Embla Sól Sverrisdóttir, Frosti Kjartan Rúnarsson, Heiðdís Birta Davíðsdóttir, Heiðrún Edda Davíðsdóttir, Heimir Gamalíel Helgason, Helena Líf Elvarsdóttir, Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir, Íris Björk Davíðsdóttir, Kári Steinn Matthíasson, Keeghan Freyr Kristinsson og Sölvi Steinn Sigfússon. 

Myndasafn frá æfingum fyrir árshátíðina
Myndsafn frá árshátíðinni