Myndlistasýning á vegum Vinakots

Myndlistasýning á vegum Vinakots.
Myndlistasýning á vegum Vinakots.

Vinakot var í fyrsta skipti með myndlistasýningu skólaárið 2021-2022 og voru tveir nemendur í hverjum árgangi í 1.-10. bekk sem tóku þátt. Efniviðurinn sem var notaður voru afgans spýtur úr smíðastofunni hjá Hörpu.

Verkefnið fékk mjög góðar undirtektir og ákváðum við þess vegna að hafa aðra sýningu núna á þessu skólaári og vinna hana með sömu áherslum og áður. Eina breytingin er að nemendur hafa núna meira val á efnivið að vinna með.

Þegar nemendur skólans koma á sýninguna sem er í stigaganginum á milli hæða þá er þar skál með málsháttum sem nemendur geta dregið og tekið með sér í kennslustofuna og unnið meira með þá.

Umsjónarmaður Vinakots og skólavina verkefnisins er Sjöfn Sóley Guðlaugsdóttir.