Nordplus Junior verkefni í Noregi

11 nemendur úr Njarðvíkurskóla
11 nemendur úr Njarðvíkurskóla

Dagana 6. – 10. nóvember fóru 11 nemendur ásamt tveimur kennurum til Noregs, í bæinn Tonsberg. Þetta var þriðja ferðin í verkefni á vegum Nordplus Junior. Í fyrstu tveimur ferðunum, sem voru í Litháen og Svíþjóð, unnu nemendur að hugmyndum, hönnun og útfærslu á vélmenni sem á að flytja tvö egg frá A til B með mögulegri hindrun. Í Noregi var komið að því að byggja og setja saman vélmennið. Nemendur notuðu ýmis efni til byggingar og má þar nefna t.d. þrívíddarprentara. Nemendur kynntu síðan sitt vélmenni fyrir hópnum og það var skemmtilegt að sjá hvað útfærslur nemenda voru mismunandi þrátt fyrir sama lokamarkmið.

Nemendur og kennarar fengu síðan kynningu á bænum Tonsberg. Til þess að kynna Tonsberg útbjuggu norsku nemendurnir skemmtilegan ratleik fyrir okkur og voru með fræðslu á helstu stöðum. Skemmtileg leið til þess að kynna sinn heimabæ. Nemendum var einnig boðið á Edvard Munch safnið þar sem nemendur fengu leiðsögn um safnið ásamt því að fá að prufa að búa til sína eigin klippimynd í stíl expressionisma.

Frábær ferð í alla staði!