09.10.2023
Föstudaginn 6. október fengu nemendur í 1.-3. bekk að sjá tónlistarævintýri á sal skólans sem heitir Ævintýrið um Ferðafljóð í flutningi Valgerðar Guðnadóttur söng og leikkonu en með henni voru píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson og Matthías Stefánsson fiðlu og gítarleikari.
Ævintýrið fjallar um stúlkuna Fljóð sem dregst inn í ævintýraveröld þar sem hún ferðast til margra landa og tekur þátt í mismunandi tónlistarflutningi. Nemendur hjálpuðu til við framvindu ævintýrisins, stóðu sig frábærlega og fengu mikið hrós fyrir.
Lesa meira
26.09.2023
Miðvikudaginn 27. september er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Wednesday 27th. of September is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Środa, 27 września jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety
Lesa meira
12.09.2023
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta: almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók (sem er innanhúsrit).
Bekkjarnámskrár er skipt eftir árgöngum. Þar koma fram koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, læsisstefna Njarðvíkurskóla, námsmat, lykilhæfni, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.
Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2023-2024 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans.
Lesa meira
05.09.2023
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 5. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira
31.08.2023
Mikil stemning var í Njarðvíkurskóla í dag í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ sem verður um helgina. Í upphafi dags var Ljósnæturfáninn dreginn að húni við Njarðvíkurskóla.
Í framhaldi tóku nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu þar sem Friðrik Dór stýrði m.a. fjöldasöng og lagið Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson var sungið.
Eftir hádegi var Ljósanæturdanspartý í Njarðvíkurskóla fyrir alla nemendur skólans og elstu nemendur á leikskólanum Gimli þar sem dansað var og nemendur gátu fengið andlitsmálingu.
Lesa meira
30.08.2023
Fimmtudaginn 31. ágúst kl. 9:35 munu Frosti Kjartan Rúnarsson formaður nemendaráðs og Ragna Talía Magnúsdóttir varaformaður draga að húni Ljósanæturfánann við Njarðvíkurskóla.
Nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar taka þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu kl. 10:30- 11:15. Nemendur í 3. bekk fara með strætó báðar leiðir en nemendur í 7. bekk ganga.
Dagskrá í skrúðgarði er eftirfarandi:
-Bryndís Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi stýrir dagskrá.
-Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ávarpar hópinn og setur Ljósanótt formlega.
-Ljósanæturfáni er dreginn að húni stóru hátíðarflaggstangarinnar í garðinum. Fáninn er marglitur og táknar hann fjölbreytileika íbúanna í Reykjanesbæ og nemenda okkar.
-Formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar dregur fánann að húni og er þá hátíðin formlega sett.
-Friðrik Dór stýrir fjöldasöng.
-Að lokum syngja allir lagið, Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson.
Kl. 12:40-13:10 verður haldið Ljósanæturdanspartý í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í 1.-10. bekk og elstu nemendur á leikskólanum Gimli (heimaleikskóli Njarðvíkurskóla) á skólalóð Njarðvíkurskóla. Nemendaráð Njarðvíkurskóla mun stýra tónlistinni og dansinum og stendur nemendum til boða að fá andlitsmálingu.
Við hvetjum bæði nemendur og starfsmenn til að mæta í einhverju grænu í skólann á morgun fimmtudaginn 31. ágúst.
Lesa meira
11.08.2023
Skólasetning fyrir skólaárið 2023-2024 verður á sal Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
- nemendur í 2.-3. bekk kl. 9:00
- nemendur í 4.-5. bekk kl. 10:00
- nemendur í 6.-7. bekk kl. 11:00
- nemendur í 8.-10. bekk kl. 12:00
- nemendur í 1. bekk kl. 13:00
Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og forráðamenn í heimastofur með umsjónarkennurum.
Forráðamönnum er velkomið að fylgja sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira
03.08.2023
Miðvikudaginn 9. ágúst kl. 9:00 hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk í Njarðvíkurskóla og eru skráðir í sumarfrístund. Sumarfrístund er 9.– 21. ágúst frá kl. 9.00 til kl. 15.00 nema 15. ágúst opnar frístundaheimilið kl. 10:00 vegna starfsmannafundar og 21. ágúst lokar frístundaheimilið kl. 12:30 vegna námskeiðs starfsmanna. Frístundaheimilið verður staðsett í húsnæðinu Brekku sem er við hliðina á Njarðvíkurskóla.
Nemendur eiga að koma klæddir eftir veðri þar sem búast má við útiveru alla daga. Gott er að hafa aukaföt með í tösku og merkja allt vel. Boðið verður upp á hádegisverð og síðdegishressingu í skólanum og lögð er áhersla á að nemendur borði morgunmat áður en þeir mæta og hafi með sér létta morgunhressingu. Ef nemendur eru á sérfæði þá þurfa forráðamenn að koma þeim upplýsingum til Skólamatar.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 864-6788 eða með því að senda póst á netfangið arna.l.kristinsdottir@njardvikurskoli.is
Lesa meira
29.06.2023
Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2022-2023 er komin út.
Í sjálfsmatsskýrslu Njarðvíkurskóla er greint frá innra mati skólans og tekur skýrslan mið af niðurstöðum sem þegar liggja fyrir um innra starf og stefnu Njarðvíkurskóla skólaárið 2022-2023. Matið er unnið af stjórnendum og sjálfsmatsteymi skólans á grunni upplýsinga sem liggja fyrir í lok skólaárs. Niðurstöðurnar eru bornar saman við markmið skólans og stefnu Reykjanesbæjar í fræðslumálum.
Lesa meira
16.06.2023
Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður lokuð frá og með 19. júní til og með 7. ágúst. Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst 2023.
Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira