Fréttir

Starfsdagur / teachers work day / Dzień organizacyjny

Mánudaginn 25 . janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. -- Monday 25th. of January is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. -- Poniedzialek 25. Styczen jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira

Skólastarf frá áramótum samkvæmt nýrri reglugerð

Takmarkanir á skólahaldi verða rýmkaðar frá gildandi reglum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 1. janúar 2021 til og með 28. febrúar 2021. Helstu breytingar í grunnskólum eru að frá og með 4. janúar getum við boðið öllum nemendum upp á kennslu samkvæmt stundaskrá án takmarkana í rýmum eða í mötuneyti. Kennsla í valgreinum, hefst 11. janúar. Þetta þýðir að allir nemendur Njarðvíkurskóla mæta í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. janúar 2021 og frístundaheimilin verða opin til kl. 16.15 en ekki til kl. 15.30. Aðrar helstu breytingar eru að nú er heimilt að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Við förum áfram varlega og hugum vel að hreinlæti og persónulegum sóttvörnum. Áfram verður mikilvægt fyrir okkur öll, börn og fullorðna, að mæta ekki í skólann með flensulík einkenni og aðgengi foreldra og annarra aðstandenda þarf eftir sem áður að vera takmarkað. Starfsmenn Njarðvíkurskóla þakka samstarfið á árinu sem er að líða og óska öllum farsældar á nýju ári.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja

Starfsfólk Njarðvíkurskóla sendir nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans bestu jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir samfylgdina á árinu 2020. Kennsla í Njarðvíkurskóla hefst aftur eftir jólaleyfi mánudaginn 4. janúar. Skipulag skólastarfs á nýju ári er ekki alveg ljóst þar sem núverandi reglur um sóttvarnir í grunnskólum gilda til 31. desember. Við upplýsum foreldra/forráðamenn með breytingar eins fljótt og mögulegt er.
Lesa meira

Föndurdagur í Njarðvíkurskóla

Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf, ekki síst á tímum líkt og við búum við í dag. Í dag mánudaginn 14.desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Jólahátíð 18. desember og jólafrí í framhaldi

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 18. desember og er með breyttu sniði í ár þar sem nemendur verða eingöngu í heimastofu með umsjónakennara. Nemendur mega koma með smákökur og drykk en mikilvægt er að hafa í huga að Njarðvíkurskóli er hnetulaus skóli. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp. Nemendur koma á eftirfarandi tímum á jólahátíðina; 1. bekkur kl. 8:15-9:15 2. bekkur kl. 8:15-9:15 3. bekkur kl. 9:30-10:30 4. bekkur kl. 9:30-10:30 5. bekkur kl. 8:15-9:15 6. bekkur kl. 8:15-9:15 7. bekkur kl. 9:30-10:30 8. bekkur A kl. 10:45-11:35 8. bekkur B kl. 11:45-12:35 9. bekkur A kl. 10:45-11:35 9. bekkur B kl. 11:45-12:35 10. bekkur A kl. 10:45-11:35 10. bekkur B kl. 11:45-12:35 Ösp kl. 8:45-9:45 - 8.-10. bekkur kl. 10:00-11:00 - 1.-7. bekkur Björk Kl. 10:00-11:00 Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst á nýju ári mánudaginn 4. janúar 2021. Skipulag skólastarfs á nýju ári er ekki alveg ljóst en ef breytingar verða frá því skipulagi sem nú er á skólastarfi Njarðvíkurskóla þá munum við láta ykkur foreldra vita af þeirri breytingu eins fljótt og mögulegt er. Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar. Hátíðarkveðjur, Stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Jólalegur dagur 4.desember

Á morgun föstudag 4.desember og föstudaginn 11. desember þá ætlum við að hafa jólalega daga hér í Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Appelsínugul viðvörun - Bad weather - Zła pogoda

Eftir hádegi í dag er appelsínugul viðvörun vegna veðurs á okkar svæði. Spáð er suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Vinsamlegast sækið börnin ykkar þegar skóla lýkur í dag eða gerið aðrar ráðstafnir til að tryggja öryggi þeirra. This afternoon there is an orange warning due to the weather in our area. The forecast is southwest 18-25 m / s with gusts. Very low visibility and therefore dangerous driving conditions. Please pick up your children when school ends today. Dzis po poludniu pojawilo sie pomaranczowe ostrzezenie zwiazane z pogoda w naszym regionie. Prognoza to poludniowo-zachodni 18-25 m / s z porywami. Bardzo slaba widocznosc, a tym samym niebezpieczne warunki jazdy. Prosimy o odebranie dzieci po dzisiejszym zakonczeniu szkoly.
Lesa meira

Hannes Þór Halldórsson ræðir um líðan, sjálfsmynd, lestur og að leggja sig fram

Þorgrímur Þráinsson ræddi við Hannes Þór Halldórsson, faðir, landsliðsmann í knattspyrnu og auglýsingaleikstjóra, daginn fyrir landsleik Englands og Íslands sem fór fram í London í vikunni. Í myndbandinu ræðir Hannes meðal annars um líðan, sjálfsmynd og mikilvægi lesturs. Einnig ræðir Hannes um mikilvægi þess að leggja sig fram og gera mikið af því sem viðkomandi ætlar að standa sig vel í. Við hvetjum alla til að horfa á þetta frábæra myndband þar sem dugnaður og hugarfar hans hefur komið Hannesi langt í lífinu. Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson.
Lesa meira

Starfsdagur / Teachers work day / Dzien organizacyjny

Miðvikudaginn 25. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er einnig lokað þennan dag. Wednesday the 25th of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Sroda, 25 Listopad jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjum við skólastarf eftir breyttum sóttvarnareglum. Þessi breyting er til og með 1. desember. 1.-7. bekkur kennsla samkvæmt stundaskrá. Tveggja metra regla og grímuskylda á núna ekki við í 1.-7. bekk. 8.-10. bekkur. Fyrri hópur A mætir frá kl. 9:55-12:00 og seinni hópur B kl. 12:40-14:40. Áfram verður tveggja metra regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. bekk í samræmi við fyrri tillögur. Hópaskipting kemur frá umsjónakennurum í dag. Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum. Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla. Skólamatur: Nemendur sem eru í áskrift fá afgreiddan mat í skólanum. Matur hjá nemendum í 8.-10. bekk fyrri hóp A er kl. 12 eftir að kennslu lýkur áður en þau fara heim. Matur hjá 8.-10. bekk seinni hóp B er áður en tími hefst er afgreiddur frá kl. 12:25-12:40 Frístundaheimilið verður áfram opið til kl. 15:30 fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir: - Frístund 1. bekkur Björk s: 6925959 - Frístund 2. bekkur st. 109 og bókasafn fara út um yngri barna inngang s: 8646788 - Frístund 3/4. bekkur í Brekku. s: 7792395 Foreldrar geta hringja í viðkomandi númer og börnin koma út. Nemendur í frístund mega blandast á útisvæði. Ef breytingar verða hjá Ösp og Björk sérdeild þá verða þær upplysingar sendar til foreldra af deildastjóra. Aðkoma foreldra er enn takmörkuð inn í skólann og við viljum einnig ítreka að nemendur koma ekki í skólann með flensulík einkenni. Bestu kveðjur, Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira