Fréttir

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit eru þriðjudaginn 4. júní á eftirfarandi tímum: * 1.-3. bekkur kl. 9:00 * 4.-6. bekkur kl. 10:00 * 7.-9. bekkur kl. 11:00 * 10. bekkur kl. 12:30 Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og foreldrar/forráðamenn með sínum börnum. Mikið er af óskilamunum eftir skólaárið og er búið að raða því öllu upp á ganginum á 2. hæð. Við hvetjum ykkur til að fara yfir óskilamuni og athuga hvort það sé ekki eitthvað sem tilheyrir ykkar barni.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður mánudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 9:30 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum foreldra og aðra aðstandendur að taka þátt í gleðinni með okkur.
Lesa meira

Umhverfisvinurinn Lena

Lena Dominika sem er nemandi í Ösp er til fyrirmyndar í frímínútum. Henni þykir mjög vænt um umhverfið sitt og týnir rusl nánast í hverjum frímínutum og kemur alltaf með fullan poka af rusli sem hún hefur týnt á skólalóðinni. Það er því hægt að segja að við séum heppin að vera með einn umhverfisvænasta nemenda skólans, enda skóli á grænni grein.
Lesa meira

Grænfáninn afhentur Njarðvíkurskóla í fimmta sinn

Í dag fékk Njarðvíkurskóli afhentan Grænfánann í fimmta sinn við hátíðlega athöfn. Grænfáninn er afhentur skólum sem leggja áherslu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Nemendur í umhverfisteymi skólans flögguðu grænfánanum og Sóley Sara Rafnsdóttir í 10. bekk flaggaði fána með nýju umhverfismerki skólans sem hún hannaði. Í lok athafnar fluttu nemendur í 1. bekk lag um plastið í sjónum.
Lesa meira

Prófadagur 15. maí - skertur nemendadagur

Samkvæmt skóladagatali er prófadagur hjá öllum nemendum í Njarðvíkurskóla miðvikudaginn 15. maí. Þetta er skertur nemendadagur og mæta allir nemendur í próf kl. 8:15 og eru í skólanum til kl. 9:35. Frístundaskólinn bæði Njarðvíkurskóla sem og í Ösp er opinn til kl. 16:00 þennan dag, fyrir þá nemendur sem þar er skráðir.
Lesa meira

Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa

Hæfileikahátíð grunnskólanna var haldin í Stapa fimmtudaginn 9. maí og er það hluti af Barnahátíð Reykjanesbæjar. Á hátíðinni eru sýnd atriði frá grunnskólum Reykjanesbæjar auk danskóla bæjarins og tónlistarskóla. Atriðið sem Njarðvíkurskóli var með var opnunaratriði árshátíðar skólans sem var dansatriði nemenda í 4.-10. bekk. Atriðið sem var unnið með Elmu og Júlíu frá Danskompani tókst frábærlega og stóðu krakkarnir okkar sig mjög vel. Áhorfendur á hátíðinni eru alltaf nemendur í 5.-6. bekk og voru þau til fyrirmyndar.
Lesa meira

Vinna hafin við viðbyggingu við sérdeildina Ösp

Fyrir skömmu var hafist handa við nýja viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282m2 sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig verða gerðar endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð. Stefnt er á að viðbyggingin klár eigi síðar en 1. október 2019. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á slíku skólaúrræði að halda. Allir nemendur Asparinnar tilheyra sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi í skipulagningu á náminu þeirra. Í Öspinni er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur Asparinnar sækja sérgreinatíma og aðra kennslustundir með sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla eins og kostur er á. Þegar skóla lýkur er boðið upp á frístundarúræði fyrir nemendur Asparinnar. Deildarstjóri er Kristín Blöndal og auk hennar starfa við deildina grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, félagsliðar og stuðningsfulltrúa.
Lesa meira

Árlegur hátíðarkvöldverður í Njarðvíkurskóla

Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 29. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn 1984. Foreldrar höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á þriggja rétta máltíð. Matreiðslumeistarinn Rafn Heiðar Ingólfsson, foreldri í hópnun, hafði veg og vanda við að matreiða frábæra máltíð. Það var sveppasúpu í forrétt, kjúklingabringu og lambalæri ásamt öllu tilheyrandi í aðalrétt og síðan var súkkulaðiterta og ís í eftirrétt. Vala Rún Vilhjálmsdóttir og Bergþóra Halla Kristjánsdóttir, úr röðum foreldra, voru veislustjórar og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.
Lesa meira

Próftafla fyrir 1.-10. bekk vorið 2019

Undanfarin ár höfum við sett upp próftöflu fyrir nemendur í 1.-10. bekk til upplýsingar fyrir nemendur og foreldra. Próftaflan er birt hér en með fyrirvara um breytingar. Viljum þó vekja athygli á því að ekki öll matsverkefni eða kannanir eru á próftöflunni en aðeins þau sem við teljum nemendur þurfa að vera undirbúin undir.
Lesa meira

Mánudagurinn 6. maí er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla

Mánudagurinn 6. maí er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá frá 8:15-10:35 og lýkur þá skóladegi nemenda. Opið er í frístundaskólanum fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá klukkan 10:35. Við vekjum einnig athygli á þvi að það er frí í skólanum miðvikudaginn 1. maí þar sem það er verkalýðsdagurinn og lögboðinn frídagur. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira