Fréttir

Þemadagar í Njarðvíkurskóla, dagur 2

Hér í Njarðvíkurskóla héldu þemadagar áfram í dag. Þemað í ár var Heilbrigð sál í hraustum líkama. Líkt og má sjá á myndum í meðfylgjandi myndasafni þá var dagskráin fjölbreytt og vonandi skemmtileg fyrir alla nemendur. Það er alltaf gaman að brjóta upp hefðbundina kennslu og gera eitthvað sem er ekki gert dags daglega í skólanum.
Lesa meira

Niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra í 3., 6. og 9. bekk í Njarðvíkurskóla

Hérna eru niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra í 3., 6. og 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Viðhorfskönnunin var nafnlaus og var send foreldrum í gegnum tölvupóst sem innihélt tengil þar sem óskað var eftir því að foreldrar svöruðu könnuninni. Hjá 3. og 6. bekk voru 19 spurningar og hjá 9. bekk 22 spurningar. Í niðurstöðum er búið að taka saman svörin í öllum þrem árgöngunum. Svörin í spurningu 21, 21 og 22 eru aðeins svör frá foreldrum í 9. bekk. Í niðurstöðum er einnig búið að draga saman svarmöguleikana, Mjög sammála og Frekar sammaála og einnig svarmöguleikana Mjög ósammála og frekar ósammála. Svarhlutfall var 29/32 í 3. bekk, 32/48 í 6. bekk og 25/37 í 9. bekk.
Lesa meira

Mikil ánægja með hafragrautinn í morgun

Í tilefni af þemadögum í Njarðvíkurskóla var hafragrautur í boði fyrir nemendur í morgun og verður aftur í boði í fyrramálið. Mikil ánægja var með hafragrautinn í morgun þar sem fjöldi nemenda mættu fyrr og borðuðu morgunmatinn í skólanum. Nemendum stendur til boða að fá hafragraut aftur á morgun frá 7:45-8:10.
Lesa meira

Íþróttatreyjudagur í Njarðvíkurskóla

Nemendaráð Njarðvíkurskóla ætlar að standa fyrir íþróttatreyjudegi á morgun, 25. febrúar. Er það gert í tilefni þemadaga sem eru í skólanum 25. og 26. febrúar. Yfirskrift þemadaga í Njarðvíkurskóla er Heilbrigð sál í hraustum líkama. Það væri gaman ef sem flestir myndu mæta í íþróttatreyju, er þá sama hvort um sé að ræða til dæmis fótboltatreyju eða körfuboltatreyju.
Lesa meira

Þemadagar 25. og 26. febrúar

Dagana 25. og 26. febrúar eru þemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Á þemadögunum hefst skóladagur hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu. Nemendum verður boðið upp á hafragraut báða morgnana á sal skólans frá kl. 7:45-8:10. Tímasetningar eftir árgöngum: Fimmtudagur 25. febrúar 1.-4. bekkur - kl. 8:15-13:20 5.-10. bekkur - kl. 8:15-14:00 Föstudagur 26. febrúar 1.-10. bekkur - kl. 8:15-13:20
Lesa meira

Vetrarleyfi og starfsdagur - English below - Polski ponizej

Samkvæmt skóladagatali þá er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla föstudaginn 19. febrúar og starfsdagur mánudaginn 22. febrúar. Frístundaheimili yngri nemenda og frístundaheimili í Ösp er einnig lokuð báða dagana. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og foreldrar hafi það gott í fríinu. -- English below - Dear parents/legal guardians. Friday 19th of February will be winter vacation and Monday the 22th of February is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. The after school centres is closed both days. School will resume on 23sth of February with its regular schedule. The staff at our school wishes students and their families an enjoyable holiday. -- Polski ponizej -- Drodzy Rodzice/Opiekunowie prawni, Piatek 19 lutego to ferie zimowe, a poniedzialek 22 lutego to dzien pracy nauczycieli w Njarðvíkurskóli. Zajecia pozaszkolne sa zamkniete w oba dni. Szkola zostanie wznowiona 23 lutego zgodnie z regularnym harmonogramem. Pracownicy naszej szkoly zyczy uczniom i ich rodzinom udanych wakacji.
Lesa meira

Andlát - Kveðja frá Njarðvíkurskóla

Mér er það afar ljúft að minnast Láru Maríu Ingimundardóttur en Lára hóf störf við Njarðvíkurskóla haustið 2017. Kynni okkar af Láru eru þó lengri þar sem Lára gekk í Njarðvíkurskóla og var afar stolt af skólanum sínum alla tíð, þetta var hennar skóli. Þegar hún sótti eftir að starfa við skólann þá tókum við vel í þá beiðni og fundum henni starfsvettvang sem hentaði henni best. Hún var mjög þakklát að fá að starfa við skólann enda fannst henni hún feta í fótspor móður sinnar sem hafði starfað sem kennari hér við skólann á árum áðum. Lára setti mark sitt á starfið hér með sinni einlægni, jákvæðni og litríka karakter. Lára var mjög sýnileg í okkar nærumhverfi og þegar við hittumst utan skólans heilsaði hún mér alltaf með „hæ boss“ og svo kom skemmtilegt glott í framhaldinu. Hún var mikill félagsmaður UMFN og dyggur stuðningsmaður körfunnar hér í Njarðvík. Á leikdögum vorum við hér í skólanum minnt á leikinn, þá sérstaklega ef það var heimaleikur, því á þeim leikjum vann hún sem sjálfboðaliði. Hún stóð með sínum mönnum og studdi þá alla leið. Láru var margt til lista lagt og hafði einstaklega gaman af því að syngja og var gaman þegar við í skólanum fengum boð frá henni á tónleikana Hljómlist fyrir alla, þegar hún söng með Jóni Jónssyni. Lára stóð sig líka vel í bocciakeppnum með Nesi og mætti hlaðin verðlaunagripum í skólann eftir þá sigra og stoltið skein úr andliti hennar. Lífið var svo skemmtilegt. Við vorum því afar döpur þegar hún lét okkur vita að nú væri hún komin með annað verkefni sem væri að vinna bug á krabbameininu sem hún greindist með og hún ætlaði að hafa sigur þar. Lára ætlaði ekki að láta það mein stöðva sig og mætti í vinnuna eins og heilsan leyfði og stundum var það meira af vilja en mætti, hún vildi standa sig. Við getum mörg tekið Láru okkur til fyrirmyndar hvernig hún tókst á við lífið og þær áskoranir sem það hafði upp á að bjóða, en öll verkefni, bæði lítil og stór, leysti hún með bros á vör. Við í Njarðvíkurskóla þökkum Láru einstaka samfylgd og sendum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Vegna jarðarfarar Láru Maríu Ingimundardóttur starfsmanns Njarðvíkurskóla fimmtudaginn 18. febrúar, fellum við niður allt skólahald frá 12:40 þann dag og þar með talin frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp.
Lesa meira