Fréttir

Skólaslit 3 - Öskurdagur

Í október tóku nemendur og starfsmenn Njarðvíkurskóla þátt í verkefninu SKÓLASLIT 3 – Öskurdagur sem er spennandi hrollvekja sem hefur það markmið að vekja lestrarupplifun fyrir lesendur sem taka þátt í verkefninu. Skólaslit 3 - Öskurdagur er samstarfsverkefni Menntasviðs Reykjanesbæjar og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Þriðjudaginn 31. október var Öskurdanshátíð í Njarðvíkurskóla þar sem þemað var sagan sjálf. Allir voru hvattir til alla að mæta í búningum og var salur skólans skreyttur í anda Skólaslita 3 - Öskurdagur af nemendaráði og starfsmönnum með tilheyrandi reyk og hryllilegum hljóðum. Þar var mikið danspartý þar sem nemendur skemmtu sér konunglega.
Lesa meira

Veglegur styrkur í Ösp

Ellefu aðilar, félög og góðgerðarsamtök á Suðurnesjum fengu veglega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car Rental sem haldið var fyrr í október. Alls söfnuðust rúmar tuttugu milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum samhliða Góðgerðarfestinu. Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk styrk að upphæð 1.250.000 krónur. Styrknum hefur þegar verið ráðstafað í kaup á boltabaði og hringekjum sem fara í hreyfisal í Ösp. Njarðvíkurskóli þakkar eigendum Blue Car Rental kærlega fyrir velvild í garð skólans og sérdeildarinnar síðustu ár.
Lesa meira

Kvennaverkfall 2023

Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls.
Lesa meira

Vetrarleyfi 20. og 23. október - English below - Polski ponizej

Föstudaginn 20. október og mánudaginn 23. október er vetrarfrí í Njarðvíkurskóla. Enginn kennsla er þessa daga og frístundaheimili skólans, bæði í skóla og í Ösp er lokað. Vonum að allir hafi það gott í vetrarleyfinu. Friday, October 20th. and Monday, October 23th. is the school's winter break. There are no classes these days and the after school program, both in school and in Ösp, is closed. We wish everyone a good winter break. Piątek, 20 października. i poniedziałek 23 października. jest w szkole przerwa zimowa. W tych dniach nie ma zajęć, a zajęcia pozaszkolne, zarówno w szkole, jak i w Ösp, są zamknięte. Życzymy wszystkim udanych ferii zimowych.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins og fræðsluerindi

Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður haldinn á sal skólans miðvikudaginn 25. október kl. 19:00. Í framhaldi af aðalfundi verður fræðsluerindi fyrir forráðamenn. Bjarni Fritzson verður með erindið "Efldu barnið þitt" Hvað geta foreldrar gert til að hafa jákvæð áhrif á börn sín. Forráðamenn eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn og á fræðsluerindið í kjölfarið.
Lesa meira

Rýmingaræfing í Njarðvíkurskóla

Njarðvíkurskóli var rýmdur eftir hádegi í dag í rýmingaræfingu sem skólinn hélt í samstarfi við Brunavarnir Suðurnesja. Rýmingaræfingar eru mikilvægar í byggingum þar sem mannfjöldi kemur reglulega saman og eru órjúfanlegur hluti af rýmingaráætlunum þeirra. Reglulegar rýmingaræfingar tryggja skjótari rýmingu bygginga ef upp kemur eldur eða annað ástand sem kallar á rýmingu. Æfingin í tókst vel þar sem það gekk vel að rýma skólabygginguna.
Lesa meira

List fyrir alla - Ævintýrið um Ferðafljóð tónlistarleikhús

Föstudaginn 6. október fengu nemendur í 1.-3. bekk að sjá tónlistarævintýri á sal skólans sem heitir Ævintýrið um Ferðafljóð í flutningi Valgerðar Guðnadóttur söng og leikkonu en með henni voru píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson og Matthías Stefánsson fiðlu og gítarleikari. Ævintýrið fjallar um stúlkuna Fljóð sem dregst inn í ævintýraveröld þar sem hún ferðast til margra landa og tekur þátt í mismunandi tónlistarflutningi. Nemendur hjálpuðu til við framvindu ævintýrisins, stóðu sig frábærlega og fengu mikið hrós fyrir.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny

Miðvikudaginn 27. september er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Wednesday 27th. of September is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Środa, 27 września jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety
Lesa meira

Bekkjarnámskrár fyrir skólaárið hafa verið birtar á heimasíðunni

Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta: almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók (sem er innanhúsrit). Bekkjarnámskrár er skipt eftir árgöngum. Þar koma fram koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, læsisstefna Njarðvíkurskóla, námsmat, lykilhæfni, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat. Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2023-2024 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2023

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 5. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira