Stóra upplestrarkeppnin í Njarðvíkurskóla

Jökull, Rósa, Bríet og Ásgerður skólastjóri
Jökull, Rósa, Bríet og Ásgerður skólastjóri

23. febrúar var Stóra upplestrarkeppnin haldin á sal Njarðvíkurskóla. Það er 7. bekkur sem tekur þátt í þessari keppni og voru það 14 nemendur sem tóku þátt en fyrr í febrúar var haldin bekkjarkeppni þar sem þessir 14 nemendur unnu sér rétt til þátttöku á sal.

Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Jóhann Gunnar Sigmarsson íslenskukennari stýrði keppninni. Nemendur lásu hluta af sögunni Kennarinn sem hvarf og komu síðan aftur upp og lásu ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni í ár voru þau Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri og Lára Guðmundsdóttir fyrrum skólastjóri í Njarðvíkurskóla. Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Bergi 6. mars.

Sigurvegarar í Njarðvíkurskóla voru Bríet Silfá Möller og Rósa Kristín Jónsdóttir. Jökull Gautason var svo valinn sem varamaður. Þau þrjú muna halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.

Aðrir nemendur sem tóku þátt í skólakeppninni voru:
Alan Boguniecki
Einar Ernir Kristinsson
Elfa Rut Hreiðarsdóttir
Elin Mia Y Hardonk
Emma Ástrós Gunnarsdóttir
Fanney Helga Grétarsdóttir
Harpa Rós Ívarsdóttir
Helga Björg Bjarkadóttir
Jón Ingi Davíðsson
Kamilla Sigurlaug Miller
Nína Björk Guðjónsdóttir