10.02.2024
Miðvikudaginn 14. febrúar er Öskudagur og er það skertur nemendadagur. Skóla lýkur kl. 11:15 og geta nemendur borðað hádegismat áður en þeir fara heim. Frístundaheimili í skóla og Ösp er opið eftir að skóla lýkur til kl. 16:15. Nánara skipulag dagsins kemur frá umsjónarkennara.
Fimmtudaginn 15. febrúar er starfsdagur og föstudaginn 16. febrúar er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þessa tvo daga og frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað báða dagana.
Wednesday February 14th is "Öskudagur" and it is a shortened school day. School ends at 11:15 and students can have their lunch before going home. The after-school center in Njarðvíkurskóli and Ösp are open until 16:15. Further information will come from supervising teacher.
Thursday February 15th. we have scheduled teacher's workday and on Friday February 16th we have scheduled winter break at Njarðvíkurskóli. All students are off those two days and the after-school center for younger students and in Ösp is closed both days.
Lesa meira
08.02.2024
Í ljósi þess að heitt vatn er farið af Suðurnesjum þarf að grípa til lokana víða í starfsemi sveitarfélagsins þar til varalögn kemst í gagnið.
Af þessum sökum fellur allt skólastarf niður í Njarðvíkurskóla föstudaginn 9. febrúar.
Lesa meira
23.01.2024
Þriðjudaginn 30. janúar er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla.
Forráðamenn bóka viðtal við umsjónarkennara í gegnum Mentor og hér má finna myndband með leiðbeiningum um bókun viðtala: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM - Opnað verður fyrir bókanir 24. janúar kl. 00:01 og geta forráðamenn þá bókað sín viðtöl. Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið.
Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum og fá tölvupóst á næstu dögum með tímasetningunum.
Óski forráðamenn eftir að hafa samtalið á TEAMS þá þarf að senda póst á umsjónarkennara og óska eftir slíku viðtali en mikilvægt er þó að nemandinn sé einnig í viðtalinu.
Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.
Í viðtalinu verður farið yfir almennt gengi nemandans í skólanum og það námsmat sem lokið er á skólaárinu auk annars. Forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk svara viðhorfskönnun eftir viðtalið og biðjum við þá forráðamenn um að staldra við og svara. Niðurstöður viðhorfskönnunar eru mikilvægur hluti í sjálfsmati skóla og notum við svörin til að gera gott skólastarf enn betra.
Frístundaheimili skólans er opið á samtalsdaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.
Lesa meira
22.01.2024
Á aðventunni fékk sérdeildin Ösp veglega gjöf frá Lilju Líf Aradóttur, fyrrverandi nemanda í Ösp. Lilja Líf gaf sérdeildinni körfuboltatæki sem er mikið notað af nemendum í leik og starfi. Njarðvíkurskóli og sérdeildin Ösp þakkar Lilju Líf og fjölskyldu hennar kærlega fyrir gjöfina.
Lesa meira
11.01.2024
Mánudaginn 15. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Monday 15th. of January is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Poniedzialek 15. Stycznia jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira
20.12.2023
Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur.
Þökkum ánæjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 21. desember og opnar aftur 3. janúar.
Jólakveðja,
Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira
20.12.2023
Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin.
Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir frábærir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira
13.12.2023
Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 13. desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning.
Sama dag var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum sem var haldinn sama dag. Boðið var upp á kalkún með salvíusmjöri, vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat, heita sveppasósa og ísblóm.
Lesa meira
12.12.2023
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður miðvikudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp.
Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
Nemendur 1.b, 3.b, 5.b,7.b, og 10. bekk mæta kl. 9:00-10:30
Nemendur í 2. b, 4.b, 6.b, 8.b, og 9.b mæta kl. 9:45-11:15
Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Hátíðarkveðjur,
Stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
11.12.2023
Nemendur í 8.AÁ og 8.HH fóru á skauta í Aðventugarðinum í Reykjanesbæ 8. desember í björtu og fallegu en nokkuð köldu veðri. Allir skemmtu sér konunglega eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Margir sýndu frábær tilþrif á svellinu og dagurinn var svo kláraður með heitu kakói og piparkökum áður en haldið var inn í helgina.
Mælum eindregið með þessari skemmtun fyrir allar fjölskyldur.
Lesa meira