Íþróttadagur í Njarðvíkurskóla

Miðvikudaginn 8. maí er íþróttadagur í Njarðvíkurskóla. Sá dagur er uppbrotsdagur á skóladagatali og bekkir eru saman með umsjónarkennara og taka þátt í mismunandi þrautum og leikjum. Allir nemendur mæta kl. 8:15 og skóladeginum lýkur kl. 13:20 hjá öllum.

Frístundaheimili tekur við kl. 13:20 hjá þeim nemendum sem eru þar skráðir. Hver bekkur hefur sinn lit og eru nemendur hvattir til að koma í fötum í þeim lit. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar fyrir lit hjá þeirra hópum.

Á íþróttadeginum ætlum við að hafa símalausan dag þannig að allir geyma símana sína heima þennan dag.

Fimmtudagurinn 9. maí er svo Uppstigningardagur og þá er frí hjá öllum, nemendum og starfsmönnum.