Fréttir

Njarðvíkurskóli í 3.-4. sæti í 7. riðli

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 3.-4. sæti í riðli 7 í ár. Lið Njarðvíkurskóla skipuðu Hildur Rún Ingvadóttir, Keeghan Freyr Kristinsson, Hulda María Agnarsdóttir og Nikolai Leo Jónsson. Hekla Sif Ingvadóttir og Kári Siguringason voru varamenn. Nikolai Leo setti skólamet í upphýfingum þegar hann tók 35 upphýfingar. Fyrra metið átti Börkur Kristinsson frá árinu 2019. Liðið stóð sig með mikilli prýði og voru vel studd áfram af fjölmörgum og eldhressum áhorfendum frá Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024.

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Enrolment in primary school 2023-2024. Rekrutacja przyszłych pierwszoklasistów do szkoły podstawowej na rok szkolny 2023-2024.
Lesa meira

Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2023-2024 er tilbúið og samþykkt af starfsmönnum Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar. Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024 Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra með samþykki frá starfsmönnum í Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar. Hérna er útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi: Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og íþróttadaga. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Njarðvíkurskóla verða átta uppbrotsdagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með (U) á skóladagatalinu. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á uppbrotsdögum. - Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Vináttudagur (8. nóvember), föndurdagur (13. desember), þemadagar (16., 17. og 18. apríl), íþróttadagur (3. maí) og útinám og ferðir (3. og 4. júní). Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, samtalsdaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Í Njarðvíkurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með bláum lit á skóladagatalinu. - Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á eftirfarandi skertum skóladögum: Samtalsdagar (10. október og 30. janúar), skertir dagar (31. október og 16. maí), öskudagur (14. febrúar) og vorhátíð (31. maí). - Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru lokuð á eftirfarandi skertum skóladögum: Skólasetning (22. ágúst), jólahátíð (20. desember), árshátíð (21. mars) og skólaslit (5. júní). Vetrarleyfi er dagana 20. október, 23. október og 16. febrúar. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Vetrarleyfisdagar eru tilgreindir með rauðum lit á skóladagatalinu. Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu. - Starfsdagar á skólaárinu eru: 27. september, 23. nóvember, 15. janúar, 15. febrúar og 29. maí. Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.
Lesa meira

Mikilvæg skilaboð frá Njarðvíkurskóla

Núna á starfsdögum fór stór hluti starfsmannahóps Njarðvíkurskóla í námsferð til Berlínar. Heimkoma átti að vera á morgun mánudaginn 24. apríl en í gær kom í ljós að öryggisverðir á flugvellinum í Berlín hafa boðað til verkfalls þennan mánudag. Það gerir það að verkum að flugfélög hafa fellt niður flug frá Keflavíkurflugvelli til Berlínar á morgun mánudaginn 24. apríl og því verður heimferð frá Berlín fyrir starfsmenn Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 25. apríl. Þessar ófyrirséðu aðstæður kalla á breytt skipulag á skólastarfi fyrir þriðjudaginn 25. apríl. Við ætlum að halda úti kennslu þriðjudaginn 25. apríl, með þeim starfsmönnum sem við erum með hér heima fyrir nemendur í 1.-3. bekk (frá 8:15-13:20), aðrir nemendur verða í fríi. Við höfum því miður ekki tök á að vera með starfsemi í frístundaheimilinu hér í skóla. Eðlileg stundatafla víkur þennan dag og nemendur í 1.-3. bekk fara ekki í list - og verkgreinar eða íþróttir/sund. Eðlileg starfsemi þennan dag verður fyrir alla nemendur í Ösp sérdeild og frístundaheimilið verið einnig opið fyrir nemendur í Ösp. Engin starfsemi verður í Björk sérdeild. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum miðvikudaginn 26. apríl.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny

Föstudaginn 21. apríl og mánudaginn 24. apríl eru starfsdagar í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þessa daga. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp eru lokuð þessa daga. Friday the 21th of Apríl and Monday the 24th of April is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation these days. The after school program is closed these days. Piatek 21 kwietnia i poniedzialek 24 kwietnia to dzien pracy nauczycieli w Njarðvíkurskóli. Wszyscy studenci maja dzis wakacje. Program zajec pozalekcyjnych jest obecnie zamkniety.
Lesa meira

Árlegur hátíðarkvöldverður í Njarðvíkurskóla

Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 13. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn árið 1984. Forráðamenn höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á tveggja rétta máltíð frá Soho, lambalæri með bérnaise, tex mex kjúkling með ostasósu og nachos og meðlæti. Í eftirrétt var ísterta. Kristján Jóhannsson var veislustjóri og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.
Lesa meira

Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 3. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11. apríl samkvæmt stundaskrá. Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti að því loknu fullir orku til að takast á við síðasta hluta skólaársins. Gleðilega páska.
Lesa meira

Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla fyrir troðfullu húsi

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin 24. mars fyrir troðfullu húsi. Mikið var um flott atriði sem Íris Björk Davíðsdóttir og Heimir Gamalíel Helgason, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með frábæru opnunaratriði, undir stjórn Heiðrúnar Rós Þórðardóttur, sem nemendur úr nokkrum árgöngum tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var. Alls voru átta atriði sýnd sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum, starfsmönnum, forráðamönnum og öðrum gestum. Eftir árshátíðina fóru allir yfir í skóla þar sem boðið var uppá skúffuköku og gos. Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð. Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir, Embla Sól Sverrisdóttir, Frosti Kjartan Rúnarsson, Heiðdís Birta Davíðsdóttir, Heiðrún Edda Davíðsdóttir, Heimir Gamalíel Helgason, Helena Líf Elvarsdóttir, Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir, Íris Björk Davíðsdóttir, Kári Steinn Matthíasson, Keeghan Freyr Kristinsson og Sölvi Steinn Sigfússon.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2023

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin föstudaginn 24. mars 2023. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag og frístundaheimilin eru lokuð. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér í stúku. Fjölmargir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn s.s. að vinna að uppsetningu eða æfa sýningaratriði. Þeir mæta því um morguninn samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara. Skemmtidagskrá hefst kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti í stúku. Það er því mikilvægt að bekkurinn geti farið saman úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru börn í umsjá forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin. Skapast hefur hefð að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í ár verður boðið upp á skúffuköku og öl/kaffi. Við vonumst til að eiga skemmtilegan dag og minnum nemendur á að mæta stundvíslega og snyrtilega klædd.
Lesa meira

Tónleikar hjá forskólanemendum í 2. bekk

Fimmtudaginn 16. mars voru forskólanemendur í 2. bekk með tónleika á sal fyrir nemendur í 1. bekk og spiluðu og sungu lögin Blokklingarnirog Litli indíáninn. Nemendurnir komu svo fram á Stórtónleikum Forskóla Tónlistarskólans, sem haldnir voru fyrir fullu húsi í Stapa sama dag. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Rokksveit, skipuð tónlistarnemendum í T.R. sáu um undirleikinn. Báðir tónleikarnir heppnuðust mjög vel.
Lesa meira