Fréttir

Formannsskipti hjá nemendafélagi Njarðvíkurskóla

Í lok skólaárs áttu sér stað formannsskipti hjá nemendafélagi Njarðvíkurskóla. Fráfarandi formaður Kristinn Einar Ingvason afhendi þá verðandi formanni nemandafélags Njarðvíkurskóla lykilinn að skólanum. Nýr formaður verður Karen Ósk Lúthersdóttir og varaformaður nemendafélagsins verður Vilberg Eldon Logason sem tekur við af fráfarandi varaformanni Þorgerði Tinnu Kristinsdóttur. Við þökkum Kristni Einari og Þorgerði Tinnu fyrir gott starf í vetur og óskum Karen Ósk og Vilbergi Eldon velfarnaðar á nýju skólaári 2025-2026.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í vetrarfrístund

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frístundaheimili grunnskólanna fyrir 1. – 4. bekkinga skólaárið 2025 – 2026. Sótt er um í gegnum www.mittreykjanes.is, þar er hlekkur í umsóknarkerfi sem heitir Vala frístund. Inn í Völu geta foreldrar séð allt sem tengist umsókninni. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Ása, Elín og Ólöf Elín tilnefndar til Hvatningarverðlauna menntaráðs Reykjanesbæjar

Hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjanesbæjar voru afhent í Bíósal Duus við hátíðlega athöfn 4. júní 2025. Alls bárust 12 tilnefningar frá leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar og voru verkefnin fjölbreytt að vanda. Stapaskóli hlaut Hvatningarverðlaunin í ár og Heiðarskóli og Háaleitisskóli fengu sérstaka viðurkenningu. Ása Árnadóttir, Elín Arnardóttir og Ólöf Elín Rafnsdóttir fengu tilnefningu Njarðvíkurskóla í ár fyrir framúrskarandi teymisvinnu og faglegt starf í Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Viðurkenning í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2025

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2025 var haldin nýlega þar sem nemendur í 5.-7. bekk í grunnskólum á Íslandi gátu sent inni hugmyndir sínar. Þrír nemendur úr 6. bekk í Njarðvíkurskóla fengu viðurkenningu fyrir sínar hugmynd sem þær sendu inn, þetta voru þær Erin Sóldís, Indíana Sif og Máney Kamilla. Hugmyndin þeirra var að auðvelda þeim sem nota hjólastól að komast í heitan pott. Hönnunin var sérstakur stóll og rampur til þess að komast í pottinn og armband sem viðkomandi fengi til að festa og losa festingar á stólnum sjálfum. Frábær hugmynd hjá þeim með lausn á vandamáli sem þær sáu í umhverfinu. Þær voru í vinnustofu í Háskóla Íslands á fimmtudag og föstudag til þess að vinna og þróa hugmyndina áfram. Verðlaunaafhending var 26. maí.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 30. maí í frábæru veðri var haldin vorhátíð Njarðvíkurskóla. Hátíðin hófst á slaginu 10:00 þegar farið var í skrúðgöngu í nágrenni skólans. Í framhaldi af því mættu BMX Brós og og voru með frábæra sýninigu fyrir nemendur skólans og aðra gesti. Vel var mætt á hátíðina og var gaman að sjá hve margir forráðamenn nemenda mættu til þess að eiga góðan dag með börnum sínum í skólanum. Þá voru margar aðrar stöðvar í boði í kringum skólann þar sem nemendur gátu skemmt sér. Einn af hápunktunum var litlahlaup þar sem Brunavarnir Suðurnesja mættu og sprautuðu yfir nemendur sem vakti mikla lukku. Í lok vorhátíðar var síðan slegið upp pylsuveislu þar sem foreldrafélag Njarðvíkurskóla mættu og bauð öllum sem mætt voru í pylsur. Með þessari frétt má sjá ríkulegt myndasafn þar sem sést hve vel allir skemmtu sér.
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla

Skólaslit hjá nemendum í Njarðvíkurskóla verða við hátíðlega athöfn á sal skólans föstudaginn 6. júní. - 1.- 3. bekkur kl. 8:30 - 4.- 6. bekkur kl. 9:30 - 7.- 9.bekkur kl. 10:30 - 10. bekkur kl. 12:30 Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á skólaslitin og forráðamenn með sínum börnum. Eftir skólaslit eru nemendur komnir í sumarfrí.
Lesa meira

Vorhátíð Njarðvíkurskóla 30. maí

Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður haldin föstudaginn 30. maí frá kl. 10:00-12:30. Nemendur mæta í skólann kl. 9:50. Dagskrá vorhátíðar -Skrúðganga hefst stundvíslega kl. 10:00 -Fjölbreytt afþreying á skólalóð og í skrúðgarði -BMX-BRÓS sýning -Ýmsir boltaleikir -Tetriz -Boltaleikur 360° -Liðsganga -Regnhlíf -Glimmerbar -Litahlaup -Heimsókn frá samfélagslöggæslunni og margt fleira. -Pylsuveisla í umsjón foreldrafélagsins. Mikilvægar upplýsingar -Þátttakendur í Litahlaupinu þurfa að vera í fötum sem mega blotna þar sem Brunavarnir Suðurnesja munu sprauta vatni á þátttakendur fyrir hlaupið. -Bílastæði starfsfólks verða nýtt fyrir viðburði og því er mælst til þess að gestir geri ráð fyrir lengri gönguleið að skólanum. -Þetta er skertur nemendadagur og eru nemendur í skólanum frá 9:50-12:30. -Frístundaheimili bæði í skóla og Ösp eru opin frá 8:15-16:15. Meðfylgjandi er kort af skólalóðinni sem sýnir staðsetningu viðburða. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, bæði í skrúðgöngunni og á hátíðinni.
Lesa meira

Sexan, sigur í stuttmyndasamkeppni

Nemendur í 7. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í stuttmyndasamkeppninni Sexan fyrr í vetur. Það var Neyðarlínan, 112, sem hélt utan um keppnina ásamt ótal samstarfsaðilum. Lesa má um fyrirkomulag keppninnar á www.112.is/sexan Fyrirkomulag Sexunnar var þannig að þátttakendur fengu fræðslu í skólanum og fengu svo tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, sem mátti vera að hámarki þrjár mínútur að lengd. Viðfangsefni keppninnar í ár voru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis, samþykki, nektarmynd, tæling eða slagsmál ungmenna. Nemendur skiptu sér síðan í hópa og voru útbúin sex myndbönd í skólanum og þrjú myndbönd voru síðan send í lokakeppnina sjálfa sem var haldin á landsvísu. Það var svo eitt myndband úr Njarðvíkurskóla sem vann keppnina sjálfa og komu fulltrúar frá samstarfsaðilum Sexunnar, sem voru samfélagslögreglur af Suðurnesjum, og tilkynntu þeim að sigurvegarar keppninnar kæmu úr Njarðvíkurskóla. Sigurliðið sjálft fór síðan á verðlaunahátíð sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sigurlið Njarðvíkurskóla var skipað þeim Andrési Sigurði, Arnóri Darri, Elísu Guðrúnu, Helenu Rós, Karen Gígju, Sóldísi Evu og Viktoríu Sól og var það Karen Ösp Randversdóttir umsjónarkennari úr 7. bekk sem hélt utan um keppnina og framkvæmdina hér í skólanum. Hér með fréttinni má síðan sjá myndir af því þegar samfélagslögreglurnar komu og tilkynntu sigurvegarana og þegar sigurhópurinn sjálfur fór að taka á móti sínum verðlaunum.
Lesa meira

Fjallgönguval

Fjallgönguhópur í skemmtilegri vorferð á Helgafell Nemendur í fjallgönguvali skólans fóru í skemmtilega og vel heppnaða gönguferð á Helgafell við Hafnarfjörð mánudaginn 19. maí. Hópurinn, sem samanstóð af nemendum úr 8.-10. bekk, voru undir leiðsögn Heiðrúnar Rósar íþróttakennara og Þóris Rafns kennara. Helgafell, sem rís 340 metra yfir sjávarmál, er vinsæll áfangastaður fyrir fjallgöngufólk og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Veðrið lék við göngufólkið og stemningin í hópnum var frábær alla leiðina upp á topp. Þessi ferð á Helgafell var einstaklega vel heppnuð og sýndi vel hvernig útivera og hreyfing getur verið bæði lærdómsrík og skemmtileg.
Lesa meira

Litla upplestrarhátíðin í Njarðvíkurskóla

Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk var haldin með glæsibrag í dag í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur í 4. bekk sýndu færni sína í upplestri. Viðburðurinn fór fram á sal skólans þar sem nemendur 3. bekkjar voru gestir, sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir næsta skólaár, ásamt foreldrum í 4. bekk sem var boðið að koma og hlýða á flutning barna sinna. Kennararnir Anika Rós, Guðlaug og Hera héldu utan um hátíðina og voru æfingar búnar að fara fram síðustu vikur og mánuði. Það var sérlega ánægjulegt að sjá hversu vel nemendur höfðu undirbúið sig og hversu mikinn metnað þau lögðu í flutning sinn. Ásamt upplestri nemenda var tónlistaratriði sem Kastíel Hrafn nemandi í 4. bekk flutti lagið Harry Potter. Litla upplestrarhátíðin er mikilvægur viðburður í skólastarfinu og stuðlar að auknum áhuga nemenda á lestri og tjáningu og er góður undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem er haldin árlega í 7. bekk.
Lesa meira