Lýðheilsu- og forvarnarvika í Njarðvíkurskóla

Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar
Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar

Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar.

Í vikunni 29. september til 3. október mun nemendaráð Njarðvíkurskóla vera með fjölbreytta dagskrá í frímínútum og hádegishléi. Við fáum Flotann og Samfélagslögguna í heimsókn á mið- og unglingastig og skólahjúkrunarfræðingur heimsækir yngsta stig með fræðslu. Nemendur í 9. bekk taka þátt í forvarnardeginum þar sem nemendur skoða niðurstöður nýjustu rannsókna á þeirra aldurshóp og vinna verkefni um jákvæð áhrif samveru, íþrótta- og tómstundaiðkunar á líf þeirra.

Skólinn er þátttakandi í verkefninu Göngum í skólann og hvetjum við alla nemendur og starfsfólk til að nýta sér virkan ferðamáta og koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nemendur sem ekki eru í ávaxtaáskrift eru hvattir til að koma með hollt nesti í skólann og kennarar hvattir til að ljúka síðustu kennslustund fyrir hádegishlé með slökun/hugleiðslu. Fara með nemendur í vettvangsferðir/útinám í vikunni t.d. ratleik, umferðafræðslu eða annað  og nýta lífsleiknitíma í slökun/hreyfingu/hópefli/umræður um andlega líðan.

Með þessu viljum við efla vellíðan, samveru og heilbrigðan lífstíl nemenda og starfsfólks. Við hlökkum til virkrar þátttöku og skemmtilegrar viku í anda lýðheilsu og forvarna.