Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Njarðvíkurskóli
Njarðvíkurskóli

Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður haldinn á sal skólans þriðjudaginn 7. október nk. kl. 17:00-18:00.

Dagskrá er eftirfarandi:
- skýrsla stjórnar
- ársreikningur
- kosning nýrrar stjórnar
- kosning formanns
- önnur mál

Í framhaldi af aðalfundi verður samtal um störf bekkjarfulltrúa. Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að stutt verði við bekkjarviðburði með bekkjarsjóði og munum við kynna fyrirkomulagið á fundinum. Við hvetjum bekkjarfulltrúa til að taka þátt í samtalinu og ræða hugmyndir og mögulega viðburði.

Bestu kveðjur,
foreldrafélag Njarðvíkurskóla