Fréttir

Gjöf frá fyrrverandi nemanda

Á aðventunni fékk sérdeildin Ösp veglega gjöf frá Lilju Líf Aradóttur, fyrrverandi nemanda í Ösp. Lilja Líf gaf sérdeildinni körfuboltatæki sem er mikið notað af nemendum í leik og starfi. Njarðvíkurskóli og sérdeildin Ösp þakkar Lilju Líf og fjölskyldu hennar kærlega fyrir gjöfina.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzien organizacyjny

Mánudaginn 15. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Monday 15th. of January is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Poniedzialek 15. Stycznia jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja

Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum ánæjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024. Skrifstofa skólans er lokuð frá 21. desember og opnar aftur 3. janúar. Jólakveðja, Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Jólahátíð í Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir frábærir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira

Hátíðarmatur og jólaföndur í Njarðvíkurskóla 2023

Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 13. desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning. Sama dag var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum sem var haldinn sama dag. Boðið var upp á kalkún með salvíusmjöri, vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat, heita sveppasósa og ísblóm.
Lesa meira

Jólahátíð Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður miðvikudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp. Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi: Nemendur 1.b, 3.b, 5.b,7.b, og 10. bekk mæta kl. 9:00-10:30 Nemendur í 2. b, 4.b, 6.b, 8.b, og 9.b mæta kl. 9:45-11:15 Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024 Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar. Hátíðarkveðjur, Stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

8. bekkur fór á skauta í Aðventugarðinum

Nemendur í 8.AÁ og 8.HH fóru á skauta í Aðventugarðinum í Reykjanesbæ 8. desember í björtu og fallegu en nokkuð köldu veðri. Allir skemmtu sér konunglega eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Margir sýndu frábær tilþrif á svellinu og dagurinn var svo kláraður með heitu kakói og piparkökum áður en haldið var inn í helgina. Mælum eindregið með þessari skemmtun fyrir allar fjölskyldur.
Lesa meira

Jólabingó í Njarðvíkurskóla

Hið árlega jólabingó Njarðvíkurskóla var haldið með pomp og prakt 7. desember. Frábær mæting var meðal nemenda og fjölskyldumeðlima. Allir virtust skemmta sér vel þó að sumir fóru súrir út eftir að hafa misst af vinningum. Nemendaráðið þakkar fyrirtækjum bæjarins fyrir stuðninginn og öllum fyrir komuna og óskar öllum um leið gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira

Frábær mæting á jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Frábær mæting var á árlegt jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla sem haldið var á sal skólans miðvikudaginn 29. nóvember. Bæði nemendur og forráðamenn mættu meðal annars til að föndra myndir, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.
Lesa meira

Nordplus Junior verkefni í Noregi

Dagana 6. – 10. nóvember fóru 11 nemendur ásamt tveimur kennurum til Noregs, í bæinn Tonsberg. Þetta var þriðja ferðin í verkefni á vegum Nordplus Junior. Í fyrstu tveimur ferðunum, sem voru í Litháen og Svíþjóð, unnu nemendur að hugmyndum, hönnun og útfærslu á vélmenni sem á að flytja tvö egg frá A til B með mögulegri hindrun. Í Noregi var komið að því að byggja og setja saman vélmennið. Nemendur notuðu ýmis efni til byggingar og má þar nefna t.d. þrívíddarprentara. Nemendur kynntu síðan sitt vélmenni fyrir hópnum og það var skemmtilegt að sjá hvað útfærslur nemenda voru mismunandi þrátt fyrir sama lokamarkmið. Nemendur og kennarar fengu síðan kynningu á bænum Tonsberg. Til þess að kynna Tonsberg útbjuggu norsku nemendurnir skemmtilegan ratleik fyrir okkur og voru með fræðslu á helstu stöðum. Skemmtileg leið til þess að kynna sinn heimabæ. Nemendum var einnig boðið á Edvard Munch safnið þar sem nemendur fengu leiðsögn um safnið ásamt því að fá að prufa að búa til sína eigin klippimynd í stíl expressionisma. Frábær ferð í alla staði!
Lesa meira