Ösp hlýtur styrk úr Góðgerðarfesti Blue

Magnús Þorsteinsson frá Blue, Lena Dominica, Hjálmar Bernhard, Helga Ólína Aradóttir kennari í Ösp o…
Magnús Þorsteinsson frá Blue, Lena Dominica, Hjálmar Bernhard, Helga Ólína Aradóttir kennari í Ösp og Þorsteinn Þorsteinsson frá Blue

Fimmtudaginn 23. október síðastliðin fóru tveir nemendur úr Ösp, Lena Dominica og Hjálmar Bernhard, ásamt Helgu Ólínu kennara sínum og tóku á móti veglegum styrk sem Ösp fékk úthlutað frá bílaleigunni Blue. Blue heldur árlega Góðgerðarfest og var Ösp eitt af þeim málefnum sem hlutu styrk í ár. Það er mikilvægt fyrir Ösp að finna fyrir velvild í samfélaginu og hljóta slíkan styrk sem eflir enn frekar það öfluga starf sem á sér stað í Ösp.

Ösp er sérhæft námsúrræði fyrir fatlaða nemendur í Reykjanesbæ sem eru í brýnni þörf fyrir einstaklingsmiðað og mjög sérhæft námsumhverfi og kemur þessi styrkur því að verulega góðum notum. 

Njarðvíkurskóli þakkar kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.